Fréttablaðið - 19.05.2007, Síða 48

Fréttablaðið - 19.05.2007, Síða 48
hús&heimili Símaskráin 2007 er komin út og forsíðu hennar að þessu sinni prýðir verk eftir ungan listamann, Kristin Gunnar Atlason, sem er fyrsta árs nemi í grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands. Kristinn Gunnar segist hafa verið að teikna og hanna síðan hann man eftir sér. Hann ákvað því að fara í Myndlistaskólann í Reykjavík þaðan sem leiðin lá í Listaháskóla Íslands þar sem hann er á fyrsta ári í grafískri hönnun. Hefð er fyrir því að nemendur á fyrsta ári í grafískri hönnun taki þátt í samkeppninni um forsíðu símaskrárinnar. „Þetta er hluti af kúrs í skólanum svo allir fyrsta árs nemar taka þátt og kennar- inn gefur okkur einkunn fyrir tillögurnar líka,“ segir Kristinn Gunnar. Þemað í keppninni í ár var um- hverfisvænt og Kristinn segist að- eins hafa haft það í huga við hönn- un forsíðumyndarinnar. „Þetta er allt eitthvað svona krúttlegt og rómantískt, svona blóm og eitt- hvað að gerast auk þess sem græni liturinn er áberandi,“ segir hann. Sigurinn í keppninni kom Kristni ánægjulega á óvart. „Ég var mjög sáttur með sigurinn en samt kom það dálítið á óvart að þessi tillaga hefði unnið,“ segir hann. Kristinn ætti þó ekki að vera óvanur því að vinna samkeppni því fyrsta árs nemarnir í grafísku hönnuninni tóku þátt í annarri hönnunarsamkeppni í vetur sem Kristinn vann einnig. „Í þeirri keppni áttum við að hanna lógó fyrir Hringsjá sem er svona end- urhæfingarstöð,“ segir hann. Það er því augljóst að Krist- inn er efnilegur en ekki er enn komið á hreint hvað hann á eftir að fást við í framtíðinni. „Þegar ég byrjaði í grafísku hönnuninni var ég svolítið að gæla við að fara í arkitektúr eða myndlist því ég er mikið að mála líka. Í skólanum er ég líka búinn að kynn- ast ýmsu nýju eins og vöruhönnun og svoleiðis sem mér finnst mjög áhugavert og eins húsgagnahönn- un, þannig að það er allt mögulegt í þessu. Ég er samt mjög sáttur þar sem ég er núna. Þetta er rosalega skemmtilegt nám og skemmtileg- ir krakkar. Ég stefni því á að klára grafísku hönnunina en eftir það er allt óráðið, ég spila þetta bara svona eftir eyranu eitthvað,“ segir Kristinn. Krúttlegt og rómantískt og eitthvað að gerast Kristinn hefur áhuga á ýmsu og segir að framtíðin sé enn óráðin. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Kristinn vann aðra hönnunarsam- keppni sem fyrsta árs nemar í grafískri hönnun tóku þátt í með þessu lógói fyrir Hringsjá. „Krúttlegt og rómantískt“ segir hönnuðurinn sjálfur um forsíðumyndina á nýju símaskránni. Þessi mynd eftir Kristin er á sýningu í versluninni Fígúru á Skólavörðu- stíg sem verður opnuð í dag. 19. MAÍ 2007 LAUGARDAGUR8
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.