Fréttablaðið - 07.06.2007, Side 33

Fréttablaðið - 07.06.2007, Side 33
Tískuhús hafa sum hver löngum hannað klæðnað fyrir börn og þá sérstaklega fyrir stelpur (Baby Dior, Cacharel, DKNY). Þannig hafa fínar frúr klætt dætur sínar í stíl við sinn eigin klæðnað. Prada fram- leiðir litla strigaskó og svona mætti áfram telja. Strákar njóta samt sífellt meiri athygli hönnuða og nú eru nokkur tískuhús sem bjóða upp á tískulínur bæði fyrir stráka og stelpur (D & G). Eins og fyrir fullorðna eru litirnir sterkir fyrir þetta sumar, blandað er saman hvítu sem er einn aðalliturinn og hárauðu í munstri, til dæmis í kjólum og skyrtum (Kenzo). Einnig er mikið um gult og grænt og hjá strákunum er bleikt og fjólublátt komið í bolina líkt og hjá körl- unum í fyrrasumar. Sömuleiðis er ýmiss konar munstur og röndótt notað bæði í boli og peysur í barnatískunni líkt og hjá fullorðnum. En framleiðendur í fjöldaframleiðslu eru sömuleiðis uppteknari en áður af barna- og unglingatísku. Ástæðurnar eru margar. Í Frakklandi er fæðingartíðni óvenju há miðað við önnur Evrópulönd (tvö börn á hverja konu, 890.000 fæðingar 2006) og markaðurinn því stór. Konur eru flestar um þrítugt og útivinnandi þegar þær hefja barneignir en fæðing- arorlof er hér aðeins tæpir þrír mán- uðir og því mæður fullar samvisku- bits að skilja hvítvoðungana eftir í höndum ókunnugra. Þess vegna er ekkert nógu gott til að klæða litlu greyin. Umhverfisvernd verður sífellt mikilvægari í tískunni og fara barnaföt ekki varhluta af því. Eðli- lega vilja foreldrar ekkert nema það besta fyrir börn sín og því verður allt sem er náttúrulegt og nú í jafnvægi við náttúruna sífellt vinsælla. Til dæmis býður nú H&M upp á föt úr umhverfisvænni bómull en H&M hefur löngum verið framarlega hvað varðar tískuhönnun fyrir yngri kynslóð- irnar. Sama má segja um Monoprix, sem er eins konar Hagkaup hér í landi og hefur um nokkurt skeið boðið vörur úr náttúru- vænni bómull. Mörg fyrirtæki í fjölda- framleiðslu hafa tekið sig á í hönnun- inni til að bjóða tískulegri klæðnað sem fylgir tíðarandanum í litum og munstri. Joe Black er nýtt merki fyrir stráka frá 2-16 ára sem Stéphane Marquand hannar fyrir en hann segist hafa tekið eftir því að framboðið sé miklu meira fyrir stelp- ur og að það vanti meiri fjölbreytni fyrir stráka. Hjá Joe Black eru framleidd föt og fylgihlutir og nú geta pabbar keypt sér fylgi- hlut í stíl við strákinn líkt og mömmurn- ar áður. Þó að viðtökurnar hafi verið góðar hefur fyrirtækið nú ákveðið að setja á mark- að nýja tískulínu fyrir stelpur. Strákatískan er ekki enn orðin nógu arðbær til að hún beri sig ein og sér. Stærðir: 27 - 35 4.690 kr. Stærðir 27 - 35 4.690 kr. Stærðir 27 - 35 5.890 kr. Stærðir 21 - 26 5.990 kr. Stærðir 21 - 26 5.390 kr. Veglegur kaupauki fylgir öllum keyptum vörum frá Levante út september! Fæst í apótekum og smásöluverslunum um land allt *Gildir á meðan birgðir endast Vekja eftirtekt! 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.