Fréttablaðið - 07.06.2007, Page 62

Fréttablaðið - 07.06.2007, Page 62
Ég hef setið á strák mínum. Ég hef borið harm minn í hljóði en nú er nóg komið. Allar fyrirætlanir mínar um að skrifa ekki heimsósóma- fjaskennda-fúllyndis pistla í þessu blessaða „stuði“ eru fyrir bí. Ég hef feng- ið nóg af íslenskum kvikmynda- húsum. Eftir að hafa árum saman setið og gníst tönnunum yfir skemmd- um tjöldum, lélegu hljóði, leiðinda- hléum, textaleysi, þýðingarmistök- um og einsleitu úrvali tekur stein- inn úr. Mælirinn fyllist í vikunni þegar ég sat undir surgi og suði úr skemmdum hátalara heila sýn- ingu. Iðandi af óþoli í sætinu fann ég mig samt sem áður knúna til þess að yfirgefa ekki svæðið – í fyrsta lagi átti ég að gagnrýna myndina og í öðru lagi þóttist ég þess fullviss að blessaður ungdóm- urinn sem vinnur þarna á staðnum myndi bara yppta öxlum eins og síðast þegar ég kvartaði yfir því að textinn sem birtist væri ekki samræmdur vörum leikaranna. Svo ég fleygi mér í gólfið, ríf hár mitt og skegg. Er til of mikils ætl- ast að fólkið í útlöndum þræli sér út við að búa til þessar myndir, eyði til þess milljónatugum og að íslenskir bíógestir borgi sig inn á þær fyrir umtalsverðar fúlgur til þess eins að smávægilegir tæknigallar eyðileggi upplifun fólks á listaverkunum? (Nú læt ég þess getið að ég er ekki eini smásmugulegi bíógesturinn á Ís- landi og hef heilbrigðan samanburð af erlendum bíóhúsum). Nú kostar skildinginn að borga sig inn á kvik- myndasýningu en hvaða þjónusta er fólgin í því verði? Ég er guðslif- andi fegin að sýningarfólkinu tekst undantekningarlítið að láta mynd- ina byrja og enda á réttum stað en er ekki hægt að fara fram á pínu meira? Ég lét miðavörslumann- inn vita af skemmda hátalaranum þegar myndinni var lokið. Vonandi hafa aðstandendur bíósins metnað til þess að laga hann.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.