Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.06.2007, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 07.06.2007, Qupperneq 62
Ég hef setið á strák mínum. Ég hef borið harm minn í hljóði en nú er nóg komið. Allar fyrirætlanir mínar um að skrifa ekki heimsósóma- fjaskennda-fúllyndis pistla í þessu blessaða „stuði“ eru fyrir bí. Ég hef feng- ið nóg af íslenskum kvikmynda- húsum. Eftir að hafa árum saman setið og gníst tönnunum yfir skemmd- um tjöldum, lélegu hljóði, leiðinda- hléum, textaleysi, þýðingarmistök- um og einsleitu úrvali tekur stein- inn úr. Mælirinn fyllist í vikunni þegar ég sat undir surgi og suði úr skemmdum hátalara heila sýn- ingu. Iðandi af óþoli í sætinu fann ég mig samt sem áður knúna til þess að yfirgefa ekki svæðið – í fyrsta lagi átti ég að gagnrýna myndina og í öðru lagi þóttist ég þess fullviss að blessaður ungdóm- urinn sem vinnur þarna á staðnum myndi bara yppta öxlum eins og síðast þegar ég kvartaði yfir því að textinn sem birtist væri ekki samræmdur vörum leikaranna. Svo ég fleygi mér í gólfið, ríf hár mitt og skegg. Er til of mikils ætl- ast að fólkið í útlöndum þræli sér út við að búa til þessar myndir, eyði til þess milljónatugum og að íslenskir bíógestir borgi sig inn á þær fyrir umtalsverðar fúlgur til þess eins að smávægilegir tæknigallar eyðileggi upplifun fólks á listaverkunum? (Nú læt ég þess getið að ég er ekki eini smásmugulegi bíógesturinn á Ís- landi og hef heilbrigðan samanburð af erlendum bíóhúsum). Nú kostar skildinginn að borga sig inn á kvik- myndasýningu en hvaða þjónusta er fólgin í því verði? Ég er guðslif- andi fegin að sýningarfólkinu tekst undantekningarlítið að láta mynd- ina byrja og enda á réttum stað en er ekki hægt að fara fram á pínu meira? Ég lét miðavörslumann- inn vita af skemmda hátalaranum þegar myndinni var lokið. Vonandi hafa aðstandendur bíósins metnað til þess að laga hann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.