Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.06.2007, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 08.06.2007, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 FÖSTUDAGUR 8. júní 2007 — 153. tölublað — 7. árgangur KALLI BJARNI: Dópið tók fjölskylduna, ferilinn og frelsið. FYLGIR FRÉTTA- BLAÐINU Í DAG 8. JÚNÍ 2007 FERILINN, FJÖLSKYLDUNA OG FRELSIÐ BLS.10 DÓPIÐ TÓK ALLT Sveinbjörg Karlsdóttir, móðir Kalla Bjarna, segir son sinn hafa eyðilagt allt en trúir því að hann geti komið lífinu á rétta braut. Með 1,5 milljarða lúxussnekkju í smíðum BLS. 2 Sumum börnum liggur á að komast í heiminn Bloggið hennar Ástu Lovísu Halla hafnaði hlutverki í söngleik … VEÐRIÐ Í DAG MENNTAVEGURINN Afreksfólk á sér- stakri braut í FB Sérblað um framhaldsnám FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG MEÐ VEISLU Í FARANGRINUM Furuvín og njólajafningur Matur Í MIÐJU BLAÐSINS Út er komin bókin Með veislu í farangrinum - Matreiðslukver ferðamannsins. Þema bók- arinnar er hvernig hægt er að nota það sem fyrirfinnst í náttúru Íslands í matargerð. Bókin inniheldur fjölmargar uppskriftir. Fæstir gera sér grein fyrir öllum þeim mat- og kryddjurtum sem vaxa hér á Íslandi. Kunnáttan byrjar og endar með blóðbergstei en fæstum dett ur í hug að hafa fífla, njóla o hAllar þe með því sem hendi er næst,“ segir Ingibjörg. „Maður verður að prófa sig áfram og það er mikilvægast að vera bara hugaður og þora að prófa nýja hluti.“ Ragnheiður tekur í sama streng. „Ef plantan bragðast vel má nota hana í salat og ef hún lyktar vel gæti hún nýst sem krydd,“ segir Ragnheiður sem oftar en ekki hefur þurft að galdra fram stór- máltíðir úr litlum efnum við erfiðar aðstæður. Ingibjörg og Ragnheiður hafa nú sett reiðslubók þar se íd Matarveisla í fjallasal n / S Í A menntavegurinnFÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2007 Skráning fer fram 25. maí til 10. júní á heimasíðunni www.fa.is/fjarnam Fjarnám allt árið ! Skráning á sumarönn 2007 Kirsuberjagarður á tíu mínútum Árni Pétur Guðjónsson leikari tekur þátt í dans- leikhúskeppni Borgarleik- hússins og Íslenska dansflokksins. MENNING 32 Lét sérmerkja bjór- inn Áhöfn Bjarts frá Neskaup- stað lét sérmerkja sér bjór fyrir sjómannadaginn. FÓLK 50 Árni í raunveruleikaþætti Þingmaðurinn Árni Johnsen eldaði eggja- hræru úr svartfugls- og fýlseggjum. FÓLK 50 FÓTBOLTI Eftir slakt gengi íslenska karlalandsliðsins undanfarna viku hafa margir óskað eftir því að Eyj- ólfur Sverrisson segi starfinu lausu. Árangur liðsins undanfarna átján mánuði er ekki góður og hefur Eyjólfur ekki staðið undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar. Það er raunhæft fyrir KSÍ að ráða erlendan stórþjálfara til að taka við íslenska landsliðinu. Heimildarmenn Fréttablaðsins segja að vel væri hægt að fá þekkt nafn úr þjálfaraheiminum og greiða honum 20-30 milljónir í árs- laun. KSÍ er vel stætt og gæti hæg- lega borgað þessi laun af vaxta- tekjum sambandsins einum saman sem í fyrra námu þær rúmum 77 milljónum króna. Að auki á KSÍ um 200 milljónir króna samkvæmt síðasta ársreikningi sambandsins. Það er algengt í knattspyrnu- heiminum að þær þjóðir sem ekki hafa náð miklum árangri í fótbolt- anum ráði til sín þekkta þjálfara. Gott dæmi um það eru Finnar sem fyrir átján mánuðum réðu Eng- lendinginn Roy Hodgson til starfa. Íslendingar og Finnar hafa svip- aðan fjölda atvinnumanna utan föðurlandsins og segir Timo Jarvio, einn virtasti íþróttablaða- maður Finna, að sér komi á óvart hversu slakt gengi hefur verið hjá íslenska landsliðinu. „Mér hefur alltaf fundist Íslend- ingar eiga betri leikmenn en við Finnar. Samt virðist það sjaldan skila sér í bættum árangri íslenska landsliðsins,“ sagði Jarvio við Fréttablaðið í gær. Undir stjórn Hodgsons hafa Finnar náð ágætis árangri og mun betri en sá sem íslenska liðið getur státað sig af. Það er einnig athygl- isvert að á þessum átján mánuð- um hefur Hodgson stýrt Finnum í sjö vináttulandsleikjum en Eyjólf- ur því íslenska í aðeins tveimur. - esá / sjá síður 42, 43, 44 og 46 Landsliðsþjálfaramál knattspyrnulandsliðs karla til umræðu: Raunhæft að ráða erlendan þjálfara ÁFRAM HÆGVIÐRI - Í dag verður hæg breytileg átt. Dálítil rigning sunnan til, einkum síðdeg- is. Hætt við smáskúrum annars staðar, síst þó austan til á landinu. Hiti 10-17 stig, hlýjast til landsins. MENNTUN Stórfjölga á fagfólki í leikskólum Reykjavíkur og minnka starfsmannaveltu með markvissum aðgerðum sam- kvæmt nýrri skýrslu starfshóps sem leikskólaráð Reykjavíkur setti á laggirnar í október 2006. „Í fyrrahaust þegar vinnan fór af stað stóðum við frammi fyrir mikilli manneklu. Við brugðumst við henni á þeim tíma með skamm- tímalausnum en aðalvinnan í starfshópnum fól í sér að koma með langtímalausnir sem koma okkur til góða næstu tíu árin,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdótt- ir, borgarfulltrúi og formaður starfshópsins. Starfshópurinn leggur til að leikskólastarfsfólki með stúdents- próf verði gert auðveldara að ljúka fjarnámi í leikskólafræðum samhliða starfi. Lagt er til að þeir sem hafa starfað í eitt ár eða leng- ur í leikskólum borgarinnar geti sótt um að stunda fjarnám í leik- skólafræðum með starfi og án launaskerðingar. Þorbjörg segist mjög ánægð með fagnámskeið í samvinnu við Eflingu stéttarfélag sem ófag- lærðum starfsmönnum leikskóla hefur staðið til boða. „Ég held að þetta nám eigi eftir að hjálpa leik- skólunum mjög mikið. Starfsfólk- ið sem sækir þetta nám býr yfir gríðarlegri reynslu og fær í raun staðfestingu á því að það sem það gerir í starfi sé fræðilega séð rétt,“ segir hún. Í skýrslunni kemur einnig fram að fjöldi nýráðninga á árinu sé sjö- hundruð en Þorbjörg segir mikil- vægt að lækka þá tölu. „Það er augljóst að það er minni starfs- mannavelta á þeim leikskólum þar sem skipulag er gott, þróunar- verkefni af ýmsum toga og áhersla á endurmenntun. Nú erum við með tölu fyrir framan okkur og þá fara hlutirnir að gerast og mark- miðið er að sjálfsögðu að lækka hana,“ segir Þorbjörg. Hún segir að nú auglýsi hver leikskóli fyrir sig eftir starfsfólki og það hafi reynst vel því þá gefist leikskólunum tækifæri til að kynna sína eigin hugmyndafræði og stefnu og fá um leið betri umsóknir. „Starfsmannavelta er mjög kostnaðarsöm þannig að til lengri tíma litið er betra að leggja fjármuni í vandaðar atvinnuaug- lýsingar. Það skilar sér á endan- um,“ segir Þorbjörg. - lbb Styrkja leikskólana Minnka á starfsmannaveltu og fjölga faglærðum kennurum í leikskólum úr rúmum 42 prósentum í 70 prósent samkvæmt tillögu starfshóps Reykjavíkurborgar. LEIKSKÓLASTARFIÐ Styrkleikar: • Lítil starfsmannavelta meðal leik- skólakennara • Góður vinnustaður og gefandi vinna • Jákvæðni í garð leikskólakennara • Hlutastörf í boði • Mikil þekking og reynsla Veikleikar: • Starfsmannaþjónusta fáliðuð • Vanmat, of lítið sjálfstraust • Skortur á fagfólki • Lág laun • Of mikið vinnuálag HOLLAND Hollenskir nemar hafa fundið upp alkóhólduft sem má selja unglingum með löglegum hætti. Duftið kallast Booz2Go og er selt í 20 gramma pakkningum sem kosta um eina evru hver. Aðeins þarf að bæta vatni við duftið til að fá drykk með límónubragði og þriggja prósenta áfengishlutfalli. „Þar sem áfengið er ekki í vökvaformi megum við selja það unglingum undir 16 ára,“ segir Martyn van Nierop, einn uppfinn- ingamannanna. -sgj Hollenskir námsmenn: Selja ungling- um alkóhólduft STJÓRNMÁL Jón Sigurðsson, fyrrverandi iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, veitti Landsvirkjun rannsóknarleyfi á Gjástykkis- svæðinu í nágrenni Mývatns tveimur dögum fyrir alþingis- kosningarnar 12. maí síðastliðinn. Leyfið var veitt 10. maí og gildir það í þrjú ár, til 10. maí 2010. Þetta er eina rannsóknarleyfið vegna fyrirhugaðra virkjunar- framkvæmda sem veitt hefur verið á þessu ári. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir veitingu leyfisins „í skjóli komandi kosninga“ vera forkast- anlega. - mh Rannsókn á Gjástykkissvæði: Landsvirkjun veitt leyfi HLUTABRÉF Helmingi meiri velta var með hlutabréf í Glitni en hjá öðru veltumesta fyrirtækinu í Kauphöll Íslands á fyrstu fimm mánuðum ársins. Alls námu viðskipti með bréf Glitnis 334 milljörðum króna á tímabilinu. Kaupþing kom þar á eftir með 211 milljarða króna veltu. Sex fjármálafyrirtæki skipuðu efstu sætin yfir veltuhæstu fyrirtækin. - eþa / sjá bls. 22 Fjármálafyrirtæki veltumikil: Mest verslað með bréf í Glitni RÓIÐ Á ÞURRU LANDI Þessir krakkar skemmtu sér konunglega á siglinganámskeiði þegar ljósmyndara bar að garði í gær þótt ekki væru þau enn enn komin á flot. Á námskeiðinu, sem siglingaklúbburinn Siglunes stendur fyrir, er börnunum kennt að róa kanó, kajak og árabát, og að lokum er farið í ævintýralegar sjóferðir. FRÉTTABLAÐIÐ / VILHELM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.