Fréttablaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 22
Mesta veltan var með hlutabréf
Glitnis á fyrstu fimm mánuðum
ársins samkvæmt tölum Kaup-
hallarinnar. Heildarvelta með
bréf félagsins nam um 334 millj-
örðum króna sem er ríflega helm-
ingi hærri upphæð en hjá Kaup-
þingi sem kemur í öðru sæti.
Fjöldi viðskipta var hins vegar
mun meiri með bréf í Kaupþingi
en í Glitni.
Eins og svo oft áður voru fjár-
málafyrirtækin mest áberandi
en þau sitja í sex efstu sætunum.
Actavis var veltuhæsta rekstrar-
félagið.
Stór viðskipti skýra þessa stöðu
Glitnis. Tilfærslur bréfa á milli
félaga og svo auðvitað hin miklu
viðskipti á vormánuðum þegar
Karl Wernersson í Milestone og
Einar Sveinsson, fyrrum stjórn-
arformaður, seldu bréf til ýmissa
fjárfesta.
Grétar Már Axelsson, sér-
fræðingur hjá Greiningu Glitn-
is, býst við ágætri veltuaukningu
í ár frá metárinu í fyrra. Heild-
arvelta á hlutabréfamarkaði nam
1.239 milljörðum króna á fyrstu
fimm mánuðum ársins sem sam-
svarar um 28 prósenta veltuaukn-
ingu milli ára. Hugsanleg yfirtaka
Björgólfs Thors á Actavis kann að
ráða miklu um þá aukningu sem
mun verða milli ára. „Tökum sem
dæmi ef að öll hlutabréf í Acta-
vis fara í gegnum veltukerfið þá
detta þar inn um 280 milljarðar
króna sem nemur markaðsvirði
félagsins.“
Hann bendir á að á síðasta ári
jókst heildarvelta í Kauphöll um
rúm áttatíu prósent. Mikil við-
skipti og stórar tilfærslur á bréf-
um einkenndu síðasta ár. Þar nefn-
ir hann sölu Straums á bréfum í
Glitni og sölu Magnúsar Kristins-
sonar og Kristins Björnssonar á
Straumsbréfum til FL Group.
„Svona tilfærslur skekkja það
sem maður getur kallað undir-
liggjandi veltu á markaðnum eða
mælingu á henni. En það virðist
samt vera nokkur undirliggjandi
vöxtur á milli ára.“
[Hlutabréf]
Eftir helgina munu Fjármálaeftir-
litið og kínverska bankaeftirlitið
skrifa undir samstarfssamning sín
á milli. Forsvarsmenn kínverska
eftirlitsins verða í heimsókn hér
á landi, meðal annars til að vera
viðstaddir morgunverðarfund um
útrás íslenskra fjármálafyrirtækja
til Kína. Fyrir honum stendur FME
á mánudag.
Samningurinn sem um ræðir
snýst um samstarf í eftirliti beggja
eftirlitsaðila. „Tilefni samningsins
er starfsemi Glitnis í Kína. Hann
tekur til almenns eftirlits og sam-
starfs milli eftirlitsaðilanna,“ segir
Guðbjörg Bjarnadóttir, sviðsstjóri
lánasviðs Fjármálaeftirlitsins.
„Við berum eftirlitsábyrgð á starf-
semi útibúa íslensku bankanna að
langstærstu leyti. Samningurinn
tæki líka til starfsemi kínverskra
fjármálafyrirtækja hér á landi, ef
hún væri fyrir hendi.“
Svipaður samningur er í gildi v
ið fjármálaeftirlitið á Mön. Í ljósi
útrásar íslenskra fjármálafyrir-
tækja er allt útlit fyrir að samning-
urinn nú verði ekki sá síðasti.
FME semur við kín-
verskt bankaeftirlit
Peningaskápurinn...
Sanderson ehf., félag í eigu
Tryggva Jónssonar, fyrrverandi
eiganda og forstjóra bifreiðaum-
boðsins Heklu, hefur keypt 28 pró-
senta hlut í Humac af F. Bergsson
Holding ehf., félagi Frosta Bergs-
sonar, og Hlunn ehf., fyrirtæki
feðganna Þórarins Elmars Jen-
sen og. Markúsar og Gests Þórar-
inssona sem áður ráku 66° Norð-
ur. Kaupverð er ekki gefið upp.
Humac á og rekur 19 verslanir
Apple á Íslandi og Norðurlöndun-
um.
Félögin Sanderson, Baug-
ur Group og eignarhaldsfélag-
ið Grafít, sem er í eigu Hannesar
Smárasonar og Þormóðs Jónsson-
ar og á meðal annars auglýsinga-
stofuna Fíton, eru eftir viðskiptin
stærstu hluthaf-
ar Humac með
samtals um 87
prósenta hlut í
félaginu, að því
er fram kemur í
tilkynningu.
Tryggvi Jóns-
son tekur sæti í
stjórn Humac.
Þar eru fyrir
Þórdís Sigurð-
ardóttir, sem
jafnframt er stjórnarformaður,
Árni Pétur Jónsson og Þormóð-
ur Jónsson. Framkvæmdastjóri
Humac er stofnandi fyrirtækis-
ins, Bjarni Ákason, sem í lok apríl
seldi þriðjungshlut sinn í félaginu
til Grafít.
Tryggvi kaupir um
þriðjung í Apple
Helmingi meiri velta var með hlutabréf Glitnis en næsta félags á fyrstu mán-
uðum ársins. Stór viðskipti og tilfærslur á bréfum skekkja undirliggjandi veltu-
aukningu. Hugsanleg yfirtaka á Actavis kæmi til með að auka veltu til muna.
SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
3
76
18
0
5
.2
0
0
7
Flugustangasett Redington
Tilboð 21.990kr.
Verð áður 24.990 kr
Líftíðarábyrgð
Önnur sett frá 14.990 kr.
Vangen
öndunarvöðlur
Tilboð 15.990kr.
Verð áður 18.990 kr.
Vangen mittisvöðlur
Frábærar dömuvöðlur
Tilboð 11.990kr.
Verð áður 14.990 kr.
Vöðlujakki
Tiboð 14.990kr.
Verð áður 19.990 kr.