Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.06.2007, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 08.06.2007, Qupperneq 38
BLS. 8 | sirkus | 8. JÚNÍ 2007 Sé þetta rétt hjá henni og Kalli Bjarni fái dóm fyrir að hafa eingöngu flutt kókaínið inn getur hann átt von á þriggja ára fangelsisdómi miðað við dóm sem féll fyrir skömmu þar sem svipað magn kókaíns kom við sögu. Vaninn er að fólk sitji af sér 2/3 dóms- ins ef hegðun er til fyrirmyndar. Það þýðir að Kalli Bjarni muni afplána tvö af þeim þremur árum sem hann verður að öllum líkindum dæmdur fyrir. Ef rannsókn málsins verður hröð og ákæra verður gefin fljótt út eru allar líkur á að hann sitji á gæsluvarðhaldi þar til dómur fellur og kemur það til frádráttar upphaflegu refsingunni. Hann gæti því í besta falli sloppið úr fangelsi snemma sumars 2009. Fjölskyldan farin Árið 2003 féll þjóðin kylliflöt fyrir sjó- aranum með fallegu röddina og fram- tíðin virtist björt. Í viðtali við DV nokkr- um mánuðum eftir sigurinn viðurkenndi Kalli að hafa verið í dópi um tíma en eftir að hafa kynnst konunni sem seinna varð barnsmóðir hans og eiginkona, Aðalheiði, á meðferðarheimilinu Stað- arfelli kvaddi hann það líferni. „Við skiptumst á símanúmerum og vorum fljót að hittast þegar við vorum bæði komin heim. Þetta var í ágúst eða sept- ember og ég var fluttur inn til hennar í janúar. Þar hefur mér liðið vel og ætla mér að vera áfram,“ sagði hann hlæj- andi í viðtali við DV árið 2004. Líf hans tók svo stakkaskiptum þegar hann stóð uppi sem sigurvegari Idols- ins og þá fóru kjaftasögurnar að gras- sera. Í viðtalinu í DV sagðist Kalli Bjarni engan áhuga hafa á dópi né þeim heimi sem því fylgdi. „Ég hef prufað þennan heim og veit hvernig hann virkar. Nú er ég í öðrum heimi þar sem ég þarf að vera fyrir- mynd barna og standa mig sem Idol- stjarna. Dópheimurinn og Idol- heimurinn fara ekki saman,“ sagi Kalli á sínum tíma. Hann og Alla birtust saman í viðtöl- um og ástin leyndi sér ekki. Þegar þau kynntust stóð Kalli á krossgötum og vissi ekki hvert leið hans myndi liggja. „Þá kynntist ég henni og sá tilgang með því að snúa lífi mínu við. Með Öllu var ég loks tilbúinn að eignast fjölskyldu og slaka á. Ég sé ekki eftir því eina mínútu enda hefur gengið vel hjá okkur,“ sagði Kalli Bjarni í viðtalinu. Bæði áttu þau börn frá fyrra sam- bandi og eignuðust tvö börn saman. Nú, fjórum árum síðar, er allt í rúst. Í dag eru Kalli Bjarni og Alla skilin en hafa haldið vinskap sín á milli, sam- kvæmt móður hans sem segir Öllu vera niðurbrotna. „Hún er algjörlega í rúst blessuð stúlkan og grætur bara. Þetta hefur ekki síður haft áhrif á sex ára gamlan son þeirra sem er mikill pabba- strákur,“ segir Sveinbjörg en bætir þó við að Alla styðji heilshugar við bakið á syni sínum. „Ég veit ekki hvar hann væri ef henn- ar og foreldra hennar hefði ekki notið við. Ég er þess líka fullviss að hún mun taka aftur við Kalla Bjarna ef hann tekur sig saman í andlitinu,“ segir Svein- björg. Fær ekki plötusamning Kalli Bjarni var að sögn móður hans staddur í Frankfurt til að ræða við plötufyrirtæki sem hafði áhuga á því að gefa út tónlist hans. Þar var hann ásamt föður sínum, Guðmundi Sveins- syni, sem býr í Noregi og segir Svein- björg að faðir hans hafi verið á fundi með plötufyrirtækinu fyrri daginn og það hafi litið vel út. „Nú eru hins vegar engar líkur á því að af plötusamningi verði,“ segir Sveinbjörg. Í kjölfar sig- ursins í Idol-keppninni gaf Kalli Bjarni út plötu en hún seldist ekki vel og fékk ekki góða dóma. Spurð hvort sonur hennar hafi leiðst aftur út í dópið þar sem tónlistarferillinn hafi ekki gengið sem skyldi segir Sveinbjörg erfitt til um að segja. „Hann hefði náð lengra ef hann hefði látið dópið eiga sig. Útgáfu- fyrirtækið þarna úti ætlaði að gefa tónlist hans út. Nú er það allt ónýtt. Ég hef sagt við hann að hann hafi sogið hæfileikana upp í nefið á sér,“ segir Sveinbjörg. Systirin fyrirmynd fyrir Kalla Bjarna En það er enn von og það veit Svein- björg manna best. Dóttir hennar og systir Kalla Bjarna var í mörg ár á göt- unni þar sem hún var háð fíkniefnum og oft nær dauða en lífi. Hún hefur nú verið edrú í ellefu mánuði og stolt mömmu hennar leynir sér ekki þegar talið berst að dótturinni. „Auðvitað er þetta oft erfitt en þetta eru börnin mín. Sama hvað á gengur mun ég aldrei snúa við þeim baki. Ég kem alltaf til með að hjálpa þeim. Dótt- ir mín hefur staðið sig mjög vel og ég vil nota þetta tækifæri til að koma þakklæti til starfsfólksins á deild 15 á Kleppi þar sem hún hefur dvalið. Betri stað fyrir fólk sem er jafn illa farið og hún veit ég ekki um,“ segir Sveinbjörg, sem vonar heitt og innilega að bati dóttur hennar verði til að sýna Kalla Bjarna að það sé til leið út úr viðjum fíkniefnanna. „Hún er fyrirmynd sem hann getur litið upp til.“ indiana@frettabladid.is oskar@frettabladid.is NAFN: Karl Bjarni Guðmundsson FÆDDUR: 6. janúar 1976 GÆLUNAFN: Kalli Bjarni HJÚSKAPARSTAÐA: Fráskilinn BÖRN: Þrjú, 9 ára stúlka og tveir drengir, 6 ára og eins og hálfs árs. STARF: Sjómaður og tónlistarmaður. AFREK: Vann Idol Stjörnuleit árið 2004. HVER ER MAÐURINN? STENDUR ÞÉTT VIÐ HLIÐ HANS Þótt Kalli Bjarni og barnsmóðir hans Aðalheiður Hulda Jónsdóttir séu skilin segir Sveinbjörg að hún standi þétt við bakið á honum í þessum erfiðleikum. SIRKUSMYND/HARI „HÚN ER ALGJÖRLEGA Í RÚST BLESSUÐ STÚLKAN OG GRÆT- UR BARA. ÞETTA HEFUR EKKI SÍÐUR HAFT ÁHRIF Á SEX ÁRA GAMLAN SON ÞEIRRA SEM ER MIKILL PABBASTRÁKUR.“ FYRSTA PLATAN Kalli Bjarni gaf út sólóplötuna Kalli Bjarni skömmu eftir Idolið en hún olli vonbrigðum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.