Fréttablaðið - 08.06.2007, Side 46

Fréttablaðið - 08.06.2007, Side 46
 8. JÚNÍ 2007 FÖSTUDAGUR8 fréttablaðið menntavegurinn NÁM Í HÓTELSTJÓRNUN Í MK Nám í hótelstjórnun hefst í Menntaskólanum í Kópavogi næsta haust. Um er að ræða nám á háskólastigi og er það kennt í samstarfi við César Ritz Collages í Sviss. Fyrsta árið af þremur er kennt hér á landi og munu nemend- ur síðan eiga þess kost að ljúka BA-námi sínu í Sviss. Þetta er námsmöguleiki fyrir nemendur sem lokið hafa iðnnámi í matvælagreinum og/eða stúdents- prófi. Nemendur sem ljúka fyrsta árinu útskrifast með Diplóma í hótel- og veitingarekstri. Innritun í nám í MK stendur nú yfir á menntagatt.is og lýkur 11. júní. Hótelstjórnun í MK og Sviss Mikið verður um dýrðir við skólaslit Menntaskólans á Akureyri. Venju samkvæmt eru mikil fagnaðarlæti á hverju ári fyrir norðan á Akureyri þegar stúd- entar við Menntaskólann út- skrifast hinn 17. júní. Nemendur skólans ganga fylktu liði í Íþróttahöllina þar sem skólaslit eru kl. 10.00 og eftir það eru nýstúdentar myndaðir í Stefánslundi. Starfsfólk og nemendur taka síðan þátt í almennum há- tíðarhöldum í miðbænum í til- efni 17. júní. Hátíðarfagnaður fer fram í Íþróttahöllinni um kvöldið og að því loknu halda nýstúdent- ar niður á Ráðhústorg þar sem dansað er fram á rauða nótt. Hægt er að kynna sér dag- skrána frekar inni á vef- síðu skólans, www.ma.is, þar sem allar nánari upp- lýsingar um skólann og námsfyrirkomulagið er einnig að finna. Dansað á Ráðhústorginu Nemendum Menntaskólans á Akureyri mun vafalaust ekki leiðast 17. júní. Menntaskólanum í Reykjavík, eða MR eins og hann er gjarnan kallaður manna á milli, var slitið í 161. sinn 1. júní en þá útskrifuð- ust hvorki fleiri né færri en 182 stúdentar. MR á mjög langa sögu að baki, alveg aftur til biskupsstólsins í Skálholti sem stofnaður var árið 1056. Hann var fluttur til Reykjavíkur 1786 í hús fyrir ofan Suðurgötu, en færður til Bessa- staða 1805 vegna þess hversu léleg húsakynnin reyndust vera. Loks var skólinn fluttur í núver- andi húsnæði árið 1846. Hann gekk lengi undir heitinu Reykjavíkurskóli, Lærði skólinn eða Latínuskólinn. Síðan Hinn al- menni menntaskóli í Reykjavík. Skólinn fékk loks heitið Mennta- skólinn í Reykjavík árið 1937. Í upphafi var áhersla lögð á að kenna fornmálin en nú eru þar kenndar allar helstu námsgrein- ar, við forn- og nýmáladeildir, eðlis- og náttúrufræðideildir. Frá þessu er greint á www. mr.is - rve Skóli með sögu MR flutti í núverandi húsnæði 1846. St af ræ n a p re n ts m ið ja n Sólstöðuhátíð víkinga í Hafnarfirði 8.- 17. júní 2007 Víkingamarkaður - Leikhópur - Bardagavíkingar - Erlendir víkingar Víkingaveitingastaðir í tjöldum - Kraftajötnar- Handverksvíkingar ansleikir -Víkingasveitin - límumenn -Eldsteikt lam Víkingaveislur öll kvöld o.fl.o.fl. Fjölskylduhátíð Dansleikir -Víkingasveitin - Glímumenn -Eldsteikt lamb , Fjörukráin þakkar eftirtöldum aðilum fyrir stuðninginn Ferðamálastofa Icelandic Tourist Board

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.