Fréttablaðið - 08.06.2007, Síða 54
BLS. 12 | sirkus | 8. JÚNÍ 2007
13.9.2006 Long time n
o see !!!
Það er orðið ansi la
ngt síðan að þetta b
logg var opið en ég
ákvað að
opna það að nýju. Á
stæðan er sú að ég
er búin að ganga í g
egnum
HELL tíma síðustu
mánuði og ég er að
vona að með því að
skrifa
um hlutina og það
sem fram undan er
hjálpi það mér.
Fyrir ykkur sem ekk
i eru að skilja bullið
í mér þá lenti ég á
spítala
29. júlí sl og fékk síð
an þær hræðilegu f
réttir 4. ágúst að ég
væri
með krabbamein.
15.5.2007 Ljósið í myrkrinu, ljósið í lífi mínu...
Þó að ég hafi fengið hræðilegar fréttir í New York ... Gerðist jafnframt dásam-
legur hlutur í mínu lífi. Mig hefur mikið langað til að segja ykkur frá þessu fyrr
en beit í tunguna á mér þar sem ég vildi segja fyrst vinum og ættingjum.
Ég hef yndislegar fréttir að færa ... Nú er ég opinberlega heitbundin kona .
Ég og Diddi minn trúlofuðum okkur á veitingastaðnum Rainbow Room í
Rockefeller Center á 86. hæð. Það er veitingastaðurinn sem t.d myndin Sleep-
less in Seattle er að hluta til tekin upp. Aðstæður okkar eru skrítnar hvernig
sem á það er litið en þetta var
bara eitthvað sem að ég þráði
svo rosalega á þessum tíma-
punkti í mínu lífi og þar sem
ég elska þennan strák.
29.12.2006 Friday
Mig langar að spyrja ykkur lesendur góðir hvernig
hugsið þið til dauðans ??? Hræðist þið hann ??? Hald-
ið þið að við deyjum og fæðumst aftur seinna ???
Hittum við ættingja og vini sem hafa dáið á undan
okkur ??? Er líkaminn okkar bara hulstur eða eins og
bíll sem að bilar og skemmist með tímanum og við
fáum svo annað hulstur seinna þegar við höfum náð
einhverjum þroska ??? Eða er bara allt svart eftir að
við deyjum og öllu lokið ??? Ég hef stundum sjálf velt
þessu fyrir mér. Mér finnst pínu óhugsandi að öllu sé
bara lokið þegar við deyjum. Ég vona allavega að
þegar minn tími kemur að ég fái að hitta alla ættingja
mína sem eru farnir. Finnst eitthvað svo óhugsandi
og óaðlaðandi að hugsa til þess að allt sé bara svart
og maður rotnar í einhverri mold. Afhverju deyja þá
sumir sem ungabörn eða ungir??? Hver var þá eigin-
lega tilgangurinn með þeirra stuttu komu í þetta líf
???
12.5.2007 Mætt aftur á svæðið
Loksins kom að því.. Er núna sest fyrir framan tölvuna og farin að skrifa nýja
blogg-
færslu. Síðustu dagar hafa verið mér erfiðari en ég hef nokkurn tímann uppl
ifað áður.
Ég var svo full bjartsýnar og vonar og allt í einu sprakk blaðran og ég sé enga
leið út.
En viti menn mér er nákvæmlega sama hvað hver segir. Ég ætla mér að lifa m
eira en
nokkra mánuði. Það er ekkert hægt að segja svona og ákveða að þessi x man
neskja
eigi þessa x marga daga eftir. Við erum jafn misjöfn eins og við erum mörg o
g ég er
ákveðin að taka einn dag í einu og lifa sem lengst.
Ég er búin að ræða við tvö elstu börnin mín. Útskýra fyrir þeim alvarleikann
sem við mér blasir núna.
Þau verða að vita alla möguleikana og vera undir það búin. Ég hélt svei mér
þá að hjarta mitt myndi
kremjast trilljón sinnum á meðan. Að sjá alla hræðsluna og örvæntinguna í
litlu augunum þeirra og öll
litlu tárin og geta ekki sagt neitt til að draga úr sársaukanum. Get rétt ímynd
að mér hvernig litlu skinn-
unum líður.... Úffffff lífið er svo ósanngjarnt eitthvað.
Ég vil ennþá trúa að ég eigi von. Ég vil ennþá trúa að ég eigi eftir að gifta mig
eftir nokkur ár, ferma
börnin mín o.s.frv .. o.s.frv. Ég ætla mér og ég skal !!
9.5.2007
Sorgarfréttir
Skrifa í dag fyrir
hönd systur minn-
ar sem treystir sér
ekki til að skrifa.
Læknarnir höfðu
samband. Mein-
vörpin þekja nú
60% af lifrinni og
það sem verra er
sjást nú skýr merki
þess að krabbameinið
situr á fleiri stöðum í
líkamanum. Lækn-
arnir í NY geta því ekki
hjálpað, hvorki með
skurðaðgerð né lyfja-
meðferð. Sjúkdómur-
inn er ólæknandi og að
sögn þeirra á Ásta
nokkra mánuði eftir
ólifaða.
Daði bróðir
Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir lést á líknardeild Landspítalans 30. maí síðastliðinn en hafði þá vakið mikla athygli fyrir hetjulega baráttu sína við krabbamein. Ásta Lovísa verður borin til grafar næstkomandi mánudag kl. 11 í Hallgríms-
kirkju. Þessi einstæða þriggja barna móðir bar harm sinn ekki í hljóði
heldur deildi hún sögu sinni í gegnum fjölmiðla, ekki síst með skrifum
á heimasíðu sinni þar sem hún leitaði styrks og útrásar. Hún opnaði
umræðu um sjúkdóm sem hefur fellt svo marga og svo margir glíma
við en fáir tjá sig um. Frásagnir hennar báru aldrei með sér sjálfs-
vorkunn heldur voru fullar af styrk og lífsgleði. Þessi einstaki styrkur
og æðruleysi sem hún bjó yfir lét engan sem á hana hlýddi ósnortinn.
Sirkus minnist Ástu Lovísu með hennar eigin orðum.
15.11.2006 Ástu væl :)
Þessi mikli lífsvilji minn er farin að hafa jákvæðar breytingar á
mér. Það er ekki langt síðan ég gat ekki gert plön. Mér var
algjörlega um megn að festa eitthvað niður. Núna get ég það.
Ég er búin að ákveða að fara til Svíþjóðar í janúar með krakk-
ana.
Þótt að krabbamein sé mjög alvarleg veikindi og ég tala nú
ekki um þegar meinvörpin eru farin að láta á sér bera ... þá er
samt svo margt jákvætt sem þessi veikindi hafa gefið mér. Það
er ekki bara alslæmt að fá krabbamein og ég virkilega meina
það. Ég veit að margir eiga eftir að hugsa... „vá nú er hún alveg
að tapa sér kerlingin“... en þetta er satt. Það er svo margt
jákvætt sem þetta hefur leitt af sér og ég er mun þakklátari
fyrir hvern dag sem ég lifi.
1.12.2006 Howdy :)
Þarmarnir í mér eru loksins farnir að s
ýna smá virkni. Það
gerðist bara í gær. Ég þurfti að fara me
ð sjúkrabíl yfir á
gamla Boggann þar sem stungið var á
milli rifbeinanna á
mér og þar komið fyrir dreni. Það nefn
ilega sást á myndum
sem voru teknar í gær að það var risa g
raftarpollur fyrir ofan
þarmana og kom þannig í veg fyrir að
þeir næðu að starfa
eðlilega. Áiiiii þetta var vont og er enn
þá vont að hafa þetta
drena drasl hangandi þarna út. Guð hv
að ég skammast mín
fyrir steypuna sem vall upp úr mér þar
na á skurðaborðinu....
heheheh.... mín heimtaði sko eitthvað
slæfandi og ég fékk
það aldeilis og eiginlega miklu meira e
n það...tíhíhíhí... Held
að ég þori ekki að hitta þann doksa aft
ur í bráð.
31.10.2006
Grumpy days
Guð ég veit ekki hvar ég væri ef ég hefði
ekki mömmu og vissa aðra aðila í mínu
lífi. Mamma er alveg ótrúlegur einstakl-
ingur. Vinnur hörðum höndum og kemur
svo til mín til að hjálpa mér með heimili
og börn. Það sem mér finnst dásamlegast
við þetta allt er að í raun þá er hún ekki
alvöru mamma mín en kemur fram við
mig sem sína eigin. Eins og þið mörg vitið
þá lést mamma mín og systir úr arfgengri
heilablæðingu. Þegar ég var aðeins 3 ára
gömul láu leiðir pabba og hennar saman
og læsti ég mig utan um lærin á henni og
spurði hana hvort hún vildi vera mamma
mín ... hehehe...... og auðvitað gat hún ekki staðist þessi hvolpaaugu. Þrátt fyrir
að ma&pa hættu saman þegar ég var á
unglingsaldri þá hefur hún alltaf verið stoð og stytta í mínu lífi og barna minna.
Talandi um að vera HÖRKUKVENDI ....
hehehe .... þá er ég ótrúlega heppin að hafa kynnst henni .... LUV U MAMMA ....
7.1.2007 Hux* hux* hux*
„........ Ég er ekki gefin fyrir uppgjöf. Ég berst þar til
ég fell. Þetta er styrkur sem mér er í blóð bor-
inn..... Það sem máli skiptir er að trúa á að meðan
þú getur dregið andann eigirðu von.
21.2.2007 Bad news
... once again :(
Jæja þá fékk ég víst enn
einn skellinn. Sjúkdóm-
urinn minn hefur versn-
að því miður. Meinvörpin
hafa öll stækkað um
einhverja mm sem er
frekar mikið og ég er
með stækkun í eitlum í
maganum *GRÁT*. Það
þarf að fylgjast með
þessum eitlum ef þeir
stækka eitthvað meira þá
þarf að skoða þá nánar
og athuga hvort að það
sé krabbi í þeim líka .. en
allavega verður ekkert
gert neitt í þeim málum í
bili..... Úfff öll familían er
í sjokki og ég get ekki lýst
því hvernig mér líður
núna. Þetta ætlar greini-
lega að verða erfiðara en
ég hélt og ég verð bara að
vera hreinskilin að ég er
orðin pínu svartsýn á
framhaldið. Ég veit að ég
má það ekki ... En halló
það eru til takmörk hvað
maður getur endalaust
tekið við. ... Æji vonandi
næ ég að rífa mig upp úr
þessu og halda áfram að
berjast ... Er líklega
bara að syrgja þessar
fréttir núna.
8.3.2007 Grenj og ennþá meira grenj
Ohhh mig langar til að grenja ... Húðin heldur áfram að versna og versna. Núna er ég alveg þakin í andliti, eyrum, hársverði, bringu og baki. Ég er eitt flakandi sár og grænir... já grænir nabbar út um allt *ÆL*.
Ég hef bara ekki séð annað eins og mig langar ekki út. Ég skammast mín svo fyrir þetta að ég get varla hugsað mér að láta fólk sjá mig svona *sniff*sniff*sniff*. Ég veit alveg að ég á að hugsa að ef þetta lyf er að virka þá á þetta bara að vera smáræði .. En þetta er svoooo vont bæði andlega og líkam-lega. Það er svo mikill sársauki í þessu að ég er alltaf að vakna á nóttunni og mér líður hreint út sagt ömurlega. Ég er komin á ofnæmislyf og sýklalyf en það virðist ekkert virka... Núna skil ég það sem doksinn minn sagði að sumir sem hafa fengið svona aukaverkanir kjósa að hætta á lyfinu sem að veldur þessu .. Ég ætla mér ekki að gefast upp .. Ég ætla mér að reyna að þola út þessar 6 vikur. Það er sko eins gott að þetta lyf virki .... Annars var öll þessi þjáning til einskis.
Æji ég er ekki glöð og hress í dag ... *sniff*sniff*
7.5.2007 New
York.... New York
Ferðin hingað í gær gekk
þrusu vel fyrir sig.
Allt stóðst sem átti að
standast þannig að ég
var ennþá vel hress
þegar við náðum á leiðar-
enda.
Á morgun fáum við að
vita út úr myndunum.
Hittum læknana reyndar
ekki.. Heldur eigum við
að bíða eftir símtali frá
þeim.
8.5.2007
Engar fréttir ennþá... :(
Erum búin að sitja við símann
í allan dag og höfum ekkert
frétt ennþá.. Því miður.
20.5.2007 Úppps ..sorry... Betra
seint en aldrei ;)
Miðað við allt þá er ég ótrúlega glöð í hjart-
anu mínu þessa dagana og vonandi heldur
það bara áfram. Mér líður rosa vel, lítið um
verki og er alveg ótrúlega ástfangin. Ég er í
raun ennþá svífandi á mínu bleika skýi og
njóta þess að vera á lífi í dag. Ég skal lofa
að bæta úr bloggleysinu mínu.. Ætlaði ekki
að láta fólk halda að eitthvað mikið væri
að þegar ég þeysist um allan bæ á mínu
bleika hamingjusama skýi.
Knús á ykkur og prufið að byrja daginn á
því að brosa, þakka fyrir daginn í dag og
opna fyrir hjartað... Er það DÍLL ???
Knús og liðið
Tjá tjá
Ásta Lovísa
9.5.2007 Svar óskast
Fengum því miður ekkert
svar í gær. Biðum og biðum
en án árangurs.
30.5.2007 Engill á himni
Elskuleg systir mín, Ásta Lov-ísa, andaðist á Líknardeild Lsp í Kópavogi fyrr í dag. Fjöl-
skyldan vill senda þakkar-
kveðjur fyrir allan stuðninginn, hlýhug og falleg orð. Þið gáfuð Ástu ómetanlegan styrk í bar-áttu hennar.
Með fyrirfram þökk og virðingu,
Daði bróðir
7.12.2006 Smá bögg
Hvað er málið með mig og tónlist ??? Ég hef
alltaf verið svo mikil tónlistarkelling þá aðal-
lega í vælu lögunum ... en núna eftir að ég
veiktist þá virðist ég ekki geta hlustað á lögin
mín án þess að ég fái kvíðakast... Æji þetta er
svo vont því allar særandi hugsanir sækja þá
svo á. Ég skrapp út með vinkonu minni núna í
kvöld og kom svo heim, kveikti á tónlist og lét
renna í bað og bara BAMM! Allt í einu sat ég
skælandi eins og lítið barn sem vantaði knús.
Afhverju get ég ekki hlustað á tónlist án þess
að óæskilegar hugsanir banki upp á
Hugsanir eins og ... kannski séu þetta mín
síðustu jól sem ég fæ að eiga með börnunum
mínum og ég verði að gera sem mest úr þeim
fyrir okkur..... ohhhh mér finnst ég vera að
kafna!!! Ef ég næ svo ekki að standa undir
þeim væntingum að halda hin fullkomnu jól.
Svei mér þá það er stærðar kvíðaköggull í
maganum mínum núna og mér finnst ég svo
ráðvillt eitthvað. Ég sakna þess svo að vera
heilbrigð og geta bara haft áhyggjur yfir því
hvað skal hafa í matinn þann daginn eða
pirra mig út af smá munum. Æji þetta er svo
sárt stundum og ég þrái svo að verða heil-
brigð aftur.
ÁSTA LOVÍSA VILHJÁLMSDÓTTIR FÆDD: 9. AGÚST 1976 - DÁIN: 30. MAÍ 2007
Minningin um ótrúlega sterka
konu lifir áfram á meðal okkar
Blogg Ástu Lovísu :www.123.is/crazyfrogg