Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.06.2007, Qupperneq 79

Fréttablaðið - 08.06.2007, Qupperneq 79
Þegar Eggert Magnús- son, þáverandi formaður KSÍ, ákvað að framlengja ekki samn- inga við Ásgeir Sigurvinsson og Loga Ólafsson var ástæðan ein- föld. Óviðunandi árangur. Egg- ert vildi betri árangur og þess vegna skipti hann tvímenningun- um út fyrir Skagfirðinginn Eyjólf Sverrisson. „Við eigum marga ágæta knatt- spyrnumenn og þess vegna á landsliðið að geta verið frambæri- legt. Árangurinn í undankeppni HM var ekki nægilega góður. Við fengum færri stig heldur en landslið þjóða sem hafa ekki verið betri en við fram að þessu. Það skiptir miklu máli fyrir okkur að ná ásættanlegum árangri,“ sagði Eggert við Fréttablaðið 15. okt- óber 2005. Hann bætti síðan við: „Það er mikilvægt fyrir fjármál sambandsins og andlit okkar út á við að árangurinn sé ásættanlegur og þess vegna verðum við að gera kröfu um betri árangur en náðist í síðustu undankeppni.“ Svo mörg voru þau orð. Landsliðið vann einn leik, gerði eitt jafntefli og tapaði átta leikj- um í undankeppni HM undir stjórn Ásgeirs og Loga. Lands- liðið er búið að vinna einn leik, gera eitt jafntefli og tapa fimm leikjum í undankeppni EM undir stjórn Eyjólfs. Markatala Ásgeirs og Loga var 14-27 en markatala Ís- lands í undankeppni EM er 5-15. Eyjólfur með svipaðan árangur og Ásgeir og Logi 4. UMFERÐ LANDSBANKADEILD KVENNA LANDSBANKADEILD KARLA 5. UMFERÐ fös. 8. júní kl. 19:15 Víkingur – Breiðablik lau. 9. júní kl. 17:00 Valur – Keflavík sun. 10. júní kl. 19:15 FH – Fylkir sun. 10. júní kl. 19:15 HK – Fram sun. 10. júní kl. 20:00 ÍA – KR fös. 8. júní kl. 19:15 ÍR – Breiðablik fös. 8. júní kl. 19:15 Valur – Keflavík fös. 8. júní kl. 19:15 Stjarnan – Fjölnir fös. 8. júní kl. 19:15 Þór/KA – Fylkir Skorað fyrir gott málefni Landsbankinn heitir 30.000 kr. fyrir hvert mark sem leikmenn skora í 5. umferð karla og 4. umferð kvenna. Áheitin renna til góðra málefna sem liðin velja sjálf. Sjá nánar á www.landsbanki.is Alexei Lalas, stjóri LA Galaxy, vonast til þess að lokka Luis Figo til sín. Eins og kunnugt er hefur David Beckham skrif- að undir samning við félagið og vonast Lalas eftir því að sameina stjörnunar. Figo neitaði nýverið að fara til Al Ittihad í Sádi-Arabíu auk þess sem hann hefur útilokað að ganga til liðs við annað félag í Evrópu þegar hann fer frá Inter í sumar. Þá standa Bandaríkin eftir sem augljós kostur. „Við vitum að Figo er á lausu og við erum að fylgjast náið með ástandi hans. Ef hann hefur áhuga á því að koma til Bandaríkjanna munum við gera allt sem við getum til að fá hann til okkar,“ sagði Lalas. Galaxy vill Figo með Beckham Justin Henin er komin í úr- slit opna Franska meistaramóts- ins í tennis eftir öruggan sigur á Jelenu Jankovic í undanúrslit- unum í gær. Henin vann leik- inn í tveimur settum, 6-2 og 6-2, en þetta er þriðja árið í röð sem hún kemst í úrslit. Hún mætir Önu Ivanovic í úrslitunum en hún lagði Mariu Sharapovu í hinum undanúrslitaleiknum. „Ég bjóst við erfiðari leik gegn Jankovic. Við höfum marga hildi háð en ég held að hún hafi misst sjálfstraustið eftir fyrsta sett- ið. Þetta verður mjög erfiður úr- slitaleikur gegn Ivanovic,“ sagði Henin. Henin getur varið titilinn Þeir Jose Reina, Xabi Alonso og Momo Sissoko hafa allir skuldbundið sig Liverpool til framtíðar. Reina skrifaði undir framlengingu á samningi sínum í gær en bæði Alonso og Sissoko hafa verið undir smásjá stórliða í Evrópu. Þeir ætla þó báðir að skrifa undir nýja samninga við Liverpool á næstu dögum. Barcelona vonaðist eftir því að krækja í Alonso og Juventus var talið hafa boðið 10 milljónir punda í Sissoko. Framlengja samninga sína
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.