Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.06.2007, Qupperneq 86

Fréttablaðið - 08.06.2007, Qupperneq 86
„Ég hugsa að ég sé hamingjusam- asti maður á jörðinni í dag,“ sagði líkamsræktarfrömuðurinn Arnar Grant um miðjan dag í gær. Hálfur sólarhring- ur var þá liðinn frá því að Arnar eignaðist annað barn sitt. Um fimmleyt- ið í gærmorgun ól unnusta Arnars, Tinna Róbertsdótt- ir, honum dóttur sem var 16 merkur og 53 sentímetr- ar. Fæðingin gekk að sögn Arnars „hægt og rólega.“ Öllum í fjöl- skyldunni heilsast vel. Arnar átti erf- itt með að hemja gleði sína í sam- tali við Fréttablaðið. „Þetta er ein- faldlega það sem lífið gengur út á, maður kemst ekkert lengra en þetta,“ segir hann. Eins og flestir vita er Arnar annálaður afreksmaður í fitness og hefur getið sér gott orð sem einkaþjálfari. Vöðvabúntið er þó ekki feimið við að sýna tilfinningar á stundu sem þessari: „Það geta allir orðið klökkir, sama hversu stór- ir og sterk- ir þeir eru.“ 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Arnar Grant klökkur þegar dóttirin fæddist Nýr raunveruleikaþáttur, sem kokkarnir Völundur Snær Völund- arson og Sigurður Gíslason koma fram í, var að hluta til tekinn upp að Höfðabóli, heimili Árna Johnsen þingmanns. Þátturinn heitir Meal Ticket og verður sýndur í haust en hann er framleiddur af sjónvarps- stöðinni Mojo Network. „Þau ætluðu í Útey til eggjatöku en það gaf ekki veður og því var ákveðið að leika af fingrum fram,“ útskýrir Árni. „Ég átti nokkur svartsfugls- og fýlsegg svo ég bauð þeim heim og aðalkokkur þáttarins tók yfir eldhúsið.“ Stjórnandi Meal Ticket heit- ir Ralph Pagano. Þættirnir ganga út á það að Ralph er skilinn eftir í ókunnugu landi og þarf að vinna sér fyrir fargjaldinu heim. Hann leitar því á náðir innlendra kokka, sem í þessu tilfelli voru Völundur Snær og Sigurður. „Hann bjó til ommelettu úr eggj- unum sem ég átti. Eggjakakan var einstaklega falleg - eins og kvöld- sólin - enda er rauðan úr langvíu- eggjunum svo sterk,“ segir Árni. Meðal þess sem Ralph notaði í eggjakökuna var púrrulaukur, sveppir, heimatilbúin rúllu- pylsa, appelsína og tómat- ar. „Þetta var forlát omm- eletta,“ segir þingmaður- inn sem fékk kokkinn til að drekka eitt hrátt lang- víuegg. Og kokk- urinn lét sér ekki segja það tvisv- ar: „Hann drakk það með stæl,“ segir Árni. Sjónvarpsupptökur í eldhúsi Árna Johnsen „Það var mjög fínt að fá bjór- inn fyrir sjómannahelgina,“ segir Pétur Rúnar Guðmundsson, sjó- maður á bátnum Bjarti frá Nes- kaupsstað. Áhöfn Bjarts lét sér- merkja bjór fyrir sig fyrir sjó- mannadaginn. Bjórinn er kallaður Bjartur bjór. Það er mynd af bátn- um Bjarti og einkennisstafir Síld- arvinnslunnar framan á flöskunni og mynd af Neskaupsstað aftan á. „Bátarnir hjá Síldarvinnslunni eru margir búnir að gera þetta síðustu ár og okkur fannst tími til kominn að fá svona fyrir okkur líka. Þetta er mjög skemmtilegt.“ Það reyndist ekki erfitt að fá bjórinn merktan. Pétur hafði sam- band við Vífilfell og Álprent, fyr- irtæki á Akureyri sem sér um að prenta á bjórflöskur fyrir Vífilfell og allt gekk þetta eins og í sögu. „Þetta vekur athygli og flest- ir eru ánægðir með þetta,” segir Pétur. Margir sem hafa verið um borð á Bjarti einhvern tíma hafa haft samband við núverandi áhöfn til að eignast eina eða tvær flösk- ur til að eiga. „Þeir eru að fá flösk- ur til að geyma og stilla upp á hillu heima hjá sér.“ Áhöfnin á Bjarti verður reyndar líka að geyma bjórinn heima því ekki er tími til að sitja að sumbli út á rúmsjó. „Við megum auðvitað ekki drekka á bátnum svo bjórinn bíður bara eftir okkur í ísskápnum heima.“ Áhöfnin á Bjarti telur 15 til 20 manns og er báturinn gerður út af Síldarvinnslunni í Neskaupstað. Pétur reiknar með að gera þetta að árlegum viðburði. „Við ætlum að gera þetta aftur fyrir sjómanna- daginn á næsta ári. Það verður að vera þá. Það er dagurinn okkar.” „Ingibjörg Sólrún verður alltaf mjög meyr og tilfinninganæm á gamlárskvöld og ég nota þá tækifærið til að innræta henni eitthvað af jafnaðarstefnu.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.