Fréttablaðið - 14.06.2007, Síða 66
Verslunin Nóra í Bankastræti selur
mestmegnis franskar húsbúnaðar-
vörur en einnig er þar að finna
spennandi matvöru frá ýmsum
löndum. Vörurnar eru ýmist frá
Frakklandi, Þýskalandi og Bret-
landi og er af mörgu að taka í þess-
ari krúttlegu og rómantísku búð.
„Við erum með mikið frá Bret-
landi, til dæmis ekta breskt
marmelaði og sultur. Sulturnar er
hægt að fá í sætri gjafapakkningu
og einnig bjóðum við upp á slíka
pakkningu með litlum krukkum af
osti, hunangi og jarðarberjasultu.
Margar sulturnar eru sykurlausar
og því frábærar fyrir sykursjúka.
Svo erum við með alls konar olíur
sem eru settar í fallegar glerk-
rukkur sem við erum með til sölu.
Fólk getur líka komið með sína
uppáhalds krukku og við fyll-
um á hana. Þetta eru mest fínar
olíur sem eru æðislegar á salöt,“
segir Oddný Eiríksdóttir verslun-
arstjóri. „Við bjóðum einnig uppá
alls kyns súkkulaðikrem sem er
frábært á croissant eða bara hitað
og sett út á ís. Í lokin get ég svo
nefnt ýmislegt svo sem majones,
chutney, balsamik edik, sojasósu,
indonesíska chili sultu og margs
konar krydd. Fólk verður eigin-
lega bara að koma og skoða allt
sem við erum með í boði.“ Í gær
komu nýjar vörur í verslunina og
því upplagt að nota tækifærið og
kíkja á allt góðgætið.
Spennandi
matvara í Nóru
Palestínskt hátíð verður haldin á
Kebabhúsinu í kvöld. „Þetta var
gert síðast fyrir sex eða sjö árum
og það gekk svo vel að við ætlum
að taka þetta upp aftur,“ segir
Quassay Odeh, einn aðstandenda.
„Við ætlum að hafa ekta palest-
ínskan mat, tónlist og myndasýn-
ingu og auk þess verður ljóðalest-
ur. Í aðalrétt verður palestínsk-
ur kjúklingaréttur með hummus
og falafel. Svo verður salat og ein-
hver góður eftirréttur.“ Veislan er
haldin í Kebabhúsinu á Grensás-
vegi og hefst klukkan sjö.
Palestínsk veisla í kvöld
Sigríður Sigurjónsdóttir heimsótti
Indland nýlega en þar sótti hún al-
þjóðlega ráðstefnu um mat í Delí.
Sigríður er prófessor í vöruhönn-
un við Listaháskóla Íslands. „Í
skólanum höfum við mikið verið
að spreyta okkur á því að vinna
með matvæli. Ástæðan er sú að
við erum alltaf að leita að tæki-
færum og hráefni á Íslandi til að
vinna með,“ segir hún og bætir því
við að hér sé frekar lítið um hús-
gagnaframleiðslu en talsvert um
matvælaframleiðslu og sjálfsagt
sé að taka þátt í því.
„Á síðasta ári unnu nemendur
verkefni í samstarfi við Nóa Sir-
íus og einnig í samstarfi við ís-
lenska bændur. Mikil vakning
hefur orðið alþjóðlega varðandi
rekjanleika matvæla og mikil-
vægi og möguleika þess að gera
staðbundinn mat aðgengilegan.
Maðurinn minn neitaði þó að taka
þátt í þessari staðbundnu bylt-
ingu þegar hann var að ferðast í
Kamerún nýlega og á boðstólum
var skógarrottu- og apakássa,“
segir Sigríður, sem valdi girni-
lega uppskrift að mangósúpu til
að deila með lesendum Frétta-
blaðsins sem hún segir vera í Ind-
verskum anda. „Hún er afar ein-
föld og færir manni sumarið beint
í æð. Björt, falleg og góð.“ Á með-
fylgjandi mynd er Sigríður stödd
á Indlandi þegar haldin var litahá-
tíðin Holi. Þá skreyta vegfarendur
hvor annan með lituðu púðri þar
til flestir í borginni eru alþaktir
skærum litum.“
Út á súpuna skal setja bláber,
krækiber eða jarðarber - helst ís-
lensk.
Björt og falleg súpa frá Indlandi
Bergþór Pálsson og Albert Eiríks-
son slógu upp veislu fyrir Völu Matt
í þættinum Matur og lífsstíll sem
sýndur er í kvöld. „Bergþór bjó til
himneska franska fiskisúpu en Al-
bert galdraði fram rabarbaraböku á
aðeins fjórum mínútum. Þessi baka
hefur slegið þvílíkt í gegn á kaffi-
húsinu sem hann rekur á sumrin á
Fáskrúðsfirði,“ segir Vala Matt en
uppskrift að bökunni frægu fylgir.
Aðferð: Rabarbarinn er skorinn
niður þannig að hann fylli rúmlega
botninn á eldföstu móti. Smjörið er
brætt og öllum þurrefnunum bland-
að út í það. Hrært saman. Potturinn
er svo tekinn af eldavélinni og eggj-
um blandað út í. Þegar búið er að
hræra þessu öllu saman er það sett
yfir rabarbarann í mótinu og bakað
við 180° í 20-30 mínútur. Borið fram
með þeyttum rjóma eða bara því
sem fólki dettur í hug.
Rabarbarabaka á fjórum mínútum
Matur er aðeins mismunandi stórfenglegur
Mörkinni 6, Símí 588-5518
Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 10-16