Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.07.2007, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 07.07.2007, Qupperneq 10
Þetta hefur gengið alveg frábærlega og strákarnir hafa verið til mikillar fyrirmyndar,“ segir Magnús Sigurólason, aðstoðarmaður mót- stjóra N1-mótsins, sem haldið er á Akureyri þessa dagana. Þar mætast knattspyrnustjörnur framtíð- arinnar, 11 og 12 ára strákar af öllu landinu. Mótið hófst á miðvikudag og því lýkur í dag, laugardag. Fjöldi manns er í bænum vegna móts- ins og á fjórða þúsund manns hafa fylgst með mót- inu, bæði sem keppendur og aðstandendur. Strák- arnir sem keppa á mótinu koma frá 34 félagsliðum og spilað er á 10 völlum í einu. Það er því handa- gangur í öskjunni en allt hefur gengið að óskum. „Það hefur ekkert komið upp á. Það rigndi reynd- ar á fimmtudaginn en það var bara til þess að vökva vellina,“ segir Magnús. Hann segir að keppnin sé spennandi og strákarnir sýni mikið keppnisskap. „Þeir taka þessu mjög alvarlega og leggja sig alla fram, sama hvort þeir eru að spila um úrslitasæti eða 25. sæti,“ segir Magnús. Stjórnvöld í Norður-Kóreu sögðu í gær að þau ætluðu að loka helsta kjarnorkukljúfi landsins, Yongbyon, í skiptum fyrir að fá send tíu prósent af þeim 50 þús- und tonnum af hráolíu sem þeim var lofað fyrir að loka honum. Þetta er í fyrsta skipti sem stjórn- völd í landinu segja hvenær þau ætli að loka kljúfinum. Stjórnvöld í Suður-Kóreu sögðu í gær að þau ætluðu að senda rúm sex þúsund tonn af hráolíu til Norður-Kóreu þann 12. júlí. Stjórnvöld í Norður-Kóreu skrif- uðu undir afvopnunarsamning við Bandaríkin, Kína, Japan og Rúss- land í febrúar þar sem þau lofuðu að loka Yongbyon-kljúfinum í staðinn fyrir 50 þúsund tonn af hráolíu. Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa dregið að standa við samninginn vegna þess að þau áttu í deilum við Bandaríkjastjórn eftir að fjár- innistæður þeirra á erlend- um bankareikn- ingum höfðu verið frystar. Sú deila var leyst að fullu í síðustu viku. Kim Jong Il, leiðtogi Norður- Kóreu, sagði á fundi við aðstoð- arutanríkisráðherra Kína á þriðju- dag – eftir að deilan við Bandarík- in hafði verið leyst – að hann ætlaði að standa við afvopnunar- saminginn. Þá tók hann hins vegar ekki fram hvenær hann ætlaði að gera það. Loka kjarnorkukljúfi „Margir eru búnir að panta tíma mánuði fyrir þennan dag,“ segir Birna Ásgeirsdóttir hjá snyrti- og nuddstofunni Laugum Spa. Hún segir óvenju- mikið búið að vera að gera í sumar og sérstaklega núna í vikunni fyrir 07.07. 2007. „Um daginn hringdi kona sem var að fara að gifta sig í september,“ segir Birna. Á Nordica Spa er einnig mikið álag á starfsfólki fyrir 07.07. 2007 og ekki mikið um afpantan- ir fyrir stóra daginn eins og í sumum kirkjum landsins. „Það er allt stappbókað hjá okkur og allir biðlistar fullir. Andlitsböð, hand- og fótsnyrting og vax eru vinsæl,“ segir Agnes Sigurðar- dóttir, móttökustjóri á Nordica Spa. Stappbókað í snyrtimeðferðir Stúlkur eru langt á eftir drengjum í heiminum hvað varðar grunnmenntun, sam- kvæmt skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum. Asískir sérfræðingar í mennta- málum komu saman í Bangkok í vikunni og ræddu málefni stúlkna í grunnskólum. 115 milljón börn í heiminum gengu ekki í skóla árið 2006, þar af meirihlutinn stúlkur, eða 62 milljónir. Af 781 milljón jarðarbúa sem eru ólæsir eru tveir þriðju konur. Viðurværi fólks byggist að miklu leyti á menntun sem það fékk í barnæsku, samkvæmt SÞ. Stúlkur fá mun minni menntun Margrét Gunnlaugsdóttir, lögmaður og réttargæslumaður stúlkunnar sem kærði ungan mann fyrir nauðgun á Hótel Sögu í mars, er ósátt við sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í fyrradag. Hún segist ósammála mörgum forsendn- anna sem dómurinn byggir niður- stöðuna á og telur að ef dómnum verður áfrýjað og Hæstiréttur stað- festir dóminn sé ástæða til að endur- skoða löggjöfina um kynferðisbrot. Tekið er fram í dómnum að fram- burður stúlkunnar sé talinn einkar trúverðugur en á framburði manns- ins hafi hins vegar verið veilur. Margrét segir að í ljósi þess sé sér- stakt að tillit hafi verið tekið til lýs- ingar mannsins á meintri nauðgun og aðdraganda hennar, fremur en framburðar stúlkunnar um sömu atvik. Maðurinn bar því við að stúlkan hefði ekki streist á móti sér og hann hafi hætt um leið og hún hafi beðið hann um það. Hún segist hins vegar hafa þurft að biðja hann ítrekað. Þá fullyrðir hann að vel hafi farið á með þeim og segir Margrét undar- legt að dómurinn taki tillit til þess þvert á ólíkan framburð stúlkunn- ar. „Maðurinn er mjög óáreiðanleg- ur, það kemur fram í dómnum. Svo er þessi framburður hans notaður sem rökstuðningur fyrir niðurstöð- unni.“ Dómurinn telur ljóst að maður- inn hafi ýtt stúlkunni inn í bás á klósettinu, læst honum innan frá, dregið niður um hana, ýtt henni á salernið og síðan niður á gólf, áður en hann hafði við hana samræði, og fyrir liggi að það hafi verið gegn hennar vilja. Hins vegar segir hann þetta ekki geta talist ofbeldi í skiln- ingi 194. greinar almennra hegn- ingarlaga. Þessu er Margrét ósammála. „Það að fremja verknað, sem í þessu tilfelli er óumdeildur, með því að yfirvinna viðnám – það er ofbeldi. Síðan er spurningin hvernig þetta viðnám er gefið til kynna. Eins og ég skil ákvæð- ið, og ef maður les greinargerðina með ákvæðinu, þá er þetta ofbeldi.“ Fyrir liggur að stúlkan gaf aldrei samþykki fyrir samræðinu. „Það hefur komið til tals að breyta nauðgunarákvæðinu þannig að það segi að nauðgun sé samræði án samþykkis, eins og það er í Eng- landi og Bandaríkjunum og víðar. Þeim rökum var beitt gegn því að það væri alveg sambærilegt ákvæð- inu okkar; að það að fara gegn sam- þykkisskortinum jafngilti ofbeldi. Ef þessi dómur mun standa óhagg- aður þá er ljóst að það er alls ekki lagður sami skilningur í þetta tvennt,“ segir Margrét. Hún telur að áfrýja eigi dómnum og vonar að honum verði snúið. „Ef ekki þá þarf löggjafinn að hugsa sinn gang.“ Lögin skoðuð verði dómur- inn staðfestur Réttargæslumaður fórnarlambs meintrar nauðgunar er ósammála forsendum og niðurstöðu héraðsdóms. Hún segir sérstakt að byggja á óáreiðanlegum fram- burði ákærða frekar en einkar trúverðugri stúlkunni. Taktu flátt í grillleik MS og flú gætir unni› glæsilegt Weber grill. Kauptu dós af s‡r›um rjóma frá MS, far›u á www.ms.is, slá›u inn lukkunúmeri› sem er í lokinu og flú fær› strax a› vita hvort flú hefur unni›. Grill-leikur me› s‡r›um rjóma!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.