Fréttablaðið - 07.07.2007, Side 18
Við Össur frændi minn höfum
báðir yndi af því að spjalla við fólk
á förnum vegi og erum forvitn-
ir um bæði lifnaðarháttu fólks-
ins og skoðanir á landsins gagni
og nauðsynjum. Það er ekki komið
að tómum kofanum hjá Tyrkjum
ef þeir hitta ferðamenn sem vilja
ræða málin.
Vegna þessa spjalláhuga höfum
við komist í kynni við skemmti-
lega bræður sem einnig eru svo
miklir dugnaðarforkar að þeim
fellur aldrei verk úr hendi. Samt
gefa þeir sér ævinlega tíma til
að taka á móti gestum, spjalla og
kankast á við þá. Þetta eru Fidan-
bræðurnir. Þeir eru hingað komn-
ir frá Austur-Tyrklandi og hafa
víða ferðast. Alí bey sem fer fyrir
þeim hefur meira að segja komið
til Íslands.
Í kvöld buðu Alí og Mehmet
okkur í ógleymanlega strandferð.
Um hálftíma akstur norðan við
Marmaris er lítil vík sem heit-
ir Boncuk og þar er tjaldstæði.
Fjölskyldur
bræðranna eru
þar í útilegu því
að krökkunum
þykir matur í
því að fá að sofa
í tjaldi á nóttunni
og busla í sjónum
á daginn. Báðir
hafa bræðurnir
sótt kvonfang til
Finnlands og tóku
konurnar Mina
og Tina hinum
norrænu gestum
opnum örmum.
Gestrisnin í
þessu tyrknesk-
finnska boði var
takmarkalaus.
Okkur var tekið
eins og nákomn-
um ættingjum og
kræsingar born-
ar á borð.
Þetta var
ógleymanlegt kvöld við öldugjálf-
ur, tyrkneskan mána, stjörnu-
himin, angan af gróðri og hafi. Í
fjarska ljós á einhverri eyju.
Hitinn er 40 stig. Þetta gæti ekki
verið notalegra.
Nú er hitinn kominn niður fyrir
40 gráður. Loftið hérna er þurrt
og stöðugt nokkur gola af hafi. Ef
maður hefur nóg vatn að drekka
og getur haldið sig inni frá því að
sól er í hádegisstað og til klukk-
an um þrjú síðdegis hefur maður
ekki undan neinu að kvarta.
Jafn sjálfsagt og það er að fara
í sundlaugar á Íslandi er að fara
hér í tyrkneskt bað. Tyrkneskt
bað er raunar gufubað eins og
við þekkjum frá Íslandi, en bað-
salur og bekkir eru úr marmara.
Fyrst fórum við í venjulegt sána-
bað, síðan í tyrkneska vatnsgufu-
baðið. Þar inni var hlýtt en til að
kæla sig voru þar koparkrúsir til
að ausa sig köldu vatni.
Tyrkneskir baðverðir reka
mann ekki úr sundfötunum eins
og íslenskir stéttarbræður þeirra
heldur grípa mann og leggja endi-
langan á marmaraborð og skrúbba
og sápa frá toppi til táar.
Úr guf-
unni var farið
í nuddpott
með notalega
svölu vatni.
Þar hefði ég
gjarna setið
lengur en ég
átti stefnumót
við rakara á
staðnum. Sá
var mikill
fagmaður og
hrein unun að
sjá hann hand-
leika rakhníf-
inn. Skemmti-
legast var þó
í lokin en þá
kveikti rak-
arinn á spritt-
blysi og rak
það nokkr-
um sinnum í
eyrun á mér
og upp í nefið.
Hann var svo snar í snúningum
við þessar kúnstir að ég brenndi
mig ekki, hins vegar gaus upp
mikil sviðalykt. Hún var af þeim
stríðu hárum sem taka að vaxa út
úr eyrum og augnabrúnum karl-
manna þegar hárvöxtur á hvirflin-
um er tekinn að minnka og leitar
út á öðrum stöðum.
Í lokin voru baðgestir lagð-
ir á nuddborð og andlit
þeirra þakin
með grænum
leir sem ýmis
lífgrös höfðu verið mulin
út í. Leirinn var látinn harðna
á andlitunum, síðan skolað
burt og þá hófst nudd frá
iljum til hvirfla.
Svona meðhöndlun
mundi ég láta eftir mér
daglega ef ég byggi
í þessu lífsnautna-
landi. Þetta kostaði
50 lírur fyrir frú
Sólveigu en 60
lírur fyrir mig
enda fór hún á
mis við rakst-
urinn. Inni-
falið var
akstur fram
og tilbaka á
hótelið, samtals um 5.500
kr.
Sá tyrkneski matur sem við
höfum fengið hérna er yfirleitt
alveg prýðilegur. Nýjungagirnin
rak okkur samt á indverskt veit-
ingahús í kvöld. Þetta er fyrirtaks
góður staður og heitir Taj Mahal
hérna við aðalgötuna í Marmar-
is sem Íslendingar kalla Lauga-
veginn. Tvímælalaust eitt af betri
veitingahúsum sem ég hef komið
á og bjóða upp á indverskan mat;
næstum eins gott og Austur-Ind-
íafélagið við Hverfisgötuna.
Mikill og góður matur og drykk-
ur handa fjórum fullorðnum og
fjórum börnum kostaði samtals
190 lírur. Það eru um 9.000 krón-
ur.
Dagarnir í sumarfríinu eru fljót-
ir að líða. Það er ekkert lát á
gestrisni þeirra Fidan-bræðra
og eiginkvenna þeirra. Í dag
fórum aftur við til Boncuk. Úti-
legunni var að ljúka og okkur
var boðið með til að synda í sjón-
um og sleikja sólina fram eftir
degi. Það var gaman að sjá þenn-
an fallega stað í björtu.
Þarna voru samankomnir gest-
gjafar okkur Mina og Ali Fidan
með börnum sínum Ilhan og
Melek og Mehmet Fidan bróðir
Alís og kona hans Tina og strák-
arnir þeirra Adem og Mert, auk
þess kom þarna Ahmet sem er
elstur Fidan-bræðra. Ennfremur
var þarna vinkona Minu og Tinu,
Merit, sem er hjúkrunarkona og
sömuleiðis af finnsku bergi brot-
in.
Þarna var buslað í sjónum og
legið í sólbaði fram eftir degi
og svo var grillað. Það tóku allir
hraustlega til matar síns. Því
miður var þarna stödd boðflenna
nokkur, það var geitungur sem
beit Ilhan litla í munnvikið.
Hjúkrunarkonan Merit brá við
skjótt og gaf honum cortison-
töflur til að forða því að hann
bólgnaði upp. Til alls öryggis fór
Alí með Ihlan litla á slysavarð-
stofu og lét lækni skoða hann.
Læknirinn gaf Ilhan sprautu
og svo sofnaði litli maðurinn og
kenndi sér einskis meins þegar
hann vaknaði.
Á hæð hérna fyrir ofan okkur er
sundlaug og garður með vatns-
rennibrautum. Þangað
skjögruðum við upp í
morgunsólinni.
Börnin eru nýjunga-
gjörn og vilja stöðugt
vera að gera eitthvað
nýtt. Ég er værukær
íhaldsmaður, vil helst
gera sem minnst eða
þá eitthvað sem ég
hef örugglega gert
áður. Mér finnst eig-
inlega meira gaman
að lesa ævintýri en
taka þátt í þeim.
Næst vildu blessuð
börnin fara í siglingu.
Það varð úr að við fórum
með þau í „tunglskins-
siglingu“ til að kom-
ast hjá því að steikja
þau í sólinni í dags-
langri bátsferð. Þrátt
fyrir magadansmær
sem var öll af vilja
gerð að skemmta gest-
um var þetta ferðalag
mikil mistök. Ekki
skal ég lasta maga-
dansinn en einhvern
veginn hefur mér alltaf
fundist magadans álíka
þokkafullur og íslensk
glíma.
Í þessari siglingu voru
leikin dægurlög í forneskju-
legt hátalarakerfið og hávaðinn
slíkur að brakaði í hverju tré í
bátnum. Það eina sem var ein-
hvers virði í ferðinni var hinn
fagri tyrkneski máni sem skaust
upp á himininn með ótrúleg-
um hraða – en hann hefðum við
sosum getað skoðað af þurru
landi.
Hérna á hótelinu gerðist sá sorg-
legi atburður í dag að einn úr
hópi Íslendinganna, maður á
besta aldri, varð bráðkvaddur.
Samlandar hans hér á gistihús-
inu finna sárt til með fjölskyldu
hans. Við svona aðstæður eru
orð lítils megnug en samúðina
má lesa hér úr hverju andliti.
Á morgun förum við heim. Leggj-
um af stað héðan klukkan átta
annað kvöld
og fljúgum
heim frá
Dalaman-
flugvelli á
miðnætti.
Ferðakvíð-
inn er kom-
inn aftur. En
þar í móti
kemur tilhlökkun eftir að koma
heim úr góðu fríi.
Undir tyrknesku tungli
Í Dagbók Þráins Bertelssonar er sagt frá mánaskinssiglingu, gestrisnum bræðrum, logandi rakstri, tyrknesku gufubaði og stefnu-
móti við magadansmær úti í hafsauga.
SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
3
76
18
0
5
.2
0
0
7
Flugustangasett Redington
Tilboð 21.990kr.
Verð áður 24.990 kr
Líftíðarábyrgð
Önnur sett frá 14.990 kr.
Vangen
öndunarvöðlur
Tilboð 15.990kr.
Verð áður 18.990 kr.
Vangen mittisvöðlur
Frábærar dömuvöðlur
Tilboð 11.990kr.
Verð áður 14.990 kr.
Vöðlujakki
Tiboð 14.990kr.
Verð áður 19.990 kr.