Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.07.2007, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 07.07.2007, Qupperneq 22
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. 40 ára afmæli Jóhannes Elíasson hárskurðarmeistari er fertugur í dag, 7. júlí. Óska öllum landsmönnum til haming ju með daginn. Er staddur erlendis á afmælisdaginn. Ástkær faðir minn, Ísak Georgsson, lést 19. júní sl. í Malmö og var jarðsunginn 1. júlí í Jerúsalem. Fyrir hönd aðstandenda, Georg Friðgeir Ísaksson. Frændi okkar, Ólafur Jóhannsson, Þangabakka 10, áður til heimilis að Leifsgötu 26, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 9. júlí kl. 13. Fyrir hönd aðstandenda, Erla Ólafsdóttir. Hjartanlegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, Kristjáns Péturssonar Dverghömrum 18, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendum við því starfsfólki Landspítalans sem hlúði að Kristjáni í veikindum hans og starfsfólki Hamraskóla fyrir alúð og hlýju í okkar garð. Auður Thorarensen Sólrún Lísa Kristjánsdóttir Olaf Möller Garðar Kristjánsson Kristín Snore Magnús Arnar Sveinbjörnsson Jófríður Ósk Hilmarsdóttir Axel Örn Kristjánsson Kristján Örn Kristjánsson Steinunn Ýr Hjaltadóttir og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigrún Sigtryggsdóttir Pretlove Hermaníusson, áður til heimilis að Oddeyrargötu 24, Akureyri, sem lést 4. mars sl. í Perth í Vestur-Ástralíu, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 9. júlí kl. 11. Jarðsett verður frá Illugastaðakirku í Fnjóskadal mið- vikudaginn 11. júlí kl. 17. Þeir sem vilja minnast henn- ar eru hjartanlega velkomnir. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Brenda Pretlove. Þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug og sendu vinarkveðj- ur við andlát og útför hjartkærs bróður okkar, mágs og frænda, Sveins Ágústs Haraldssonar, Álfholtsvegi 121, Kópavogi. Sérstakar þakkir til hjúkrunarþjónsutu Karitas fyrir ómetanlega þjónustu, styrk og umhyggju. Ingibjörg Haraldsdóttir Hulda Haraldsdóttir Þorgeir Ólafsson Hrönn Haraldsdóttir Trausti L. Jónsson systkinabörn og fjölskyldur. „Sinfónía þarf að innihalda allt. Alveg eins og lífið sjálft.“ Við þökkum einstakan hlýhug og samúð við andlát elskulegrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, Elínar Sigurðardóttur, Fögrukinn 9, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til hjúkrunarþjónustu Karitas og hjúkrunarfólks LSH, deild 13 G. Trausti Ó. Lárusson Auður Traustadóttir Guðmundur Á. Tryggvason Anna Kristín Traustadóttir Sigrún Traustadóttir Óskar Lárus Traustason Guðrún Pálsdóttir Elín Ósk, Trausti, Svava Dís, Bjarni, Tryggvi, Páll Arnar og barnabarnabörn. Bandaríkjamenn hernema Ísland AFMÆLI Afmælismót íslenskra skáta fer fram á Úlfljótsvatni um helgina. Mótið hófst 5. júlí og stendur til sunnudags 8. júlí. Mótið er liður í hátíðarhöldum skáta- hreyfingarinnar í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá fyrstu skátaútileg- unni sem fór fram á bresku eyjunni Brownsea. Þessi útilega markaði upp- haf skátastarfs sem breiddist út til fjölmargra landa á fáeinum árum. Í dag telur skátahreyfingin um 38 millj- ónir félaga í öllum heiminum. „Afmælishátíðin á Úlfljótsvatni er svona upphitun fyrir alheimsmót skáta sem fer fram fjórða hvert ár. Að þessu sinni á Englandi í lok júlí. Við erum um 430 skátar sem förum frá Íslandi og þetta er einn stærsti við- burður í heiminum þar sem ungt fólk á aldrinum 14-18 ára safnast saman,“ segir Jón Ingvar Bragason, fræðslu- stjóri Bandalags íslenskra skáta. Um 400 skátar eru mættir á afmæl- ismótið á Úlfljótsvatni og var það Mar- grét Tómasdóttir, skátahöfðingi, sem setti mótið. Jón Ingvar býst við að 600 manns muni láta sjá sig um helgina og segir alla hjartanlega velkomna. Skátastarfið er í mikilli sókn á Ís- landi og Jón Ingvar segir um 3.500 skáta á aldrinum 7-22 ára virka í skáta- starfi á Íslandi. „Skátastarfið er hollur og góður félagsskapur sem og góður undirbúningur fyrir leiðtogastörf. Enda eru margir helstu leiðtogar landsins skátar,“ segir Jón Ingvar. Skátarnir eru mikið í útivist og hjálparstarfi en eru líka duglegir við að hafa það gaman saman. „Skáta- starfið er lærdómur sem nýtist út lífið. Skátar þurfa að takast á við ýmis verk- efni í starfinu. Bæði líkamlegar áskor- anir á ferðalögum og líka vitsmuna- legar. Það að hjálpa öðrum og læra að vinna í hóp er gífurlega mikilvægt,“ segir Jón Ingvar. Öllum sem vilja kynna sér starfsemi skátahreyfingarinnar er velkomið að mæta á Úlfljótsvatn og taka þátt í af- mælisfögnuðinum. Að sögn Jóns Ingv- ars verða starfræktar sérstakar búðir fyrir fjölskyldur, eldri skáta og aðra sem hafa áhuga á að kynna sér starf- semina. www.skatar.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.