Fréttablaðið - 07.07.2007, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 07.07.2007, Blaðsíða 26
A tli Bollason hringir og spyr hvort ég geti komið núna. Samt er korter þangað til æf- ingin á að byrja. Ég sem hélt að allar hljóm- sveitaræfingar byrjuðu seint og um síðir. En þetta er víst popphljómsveit en ekki rokkhljómsveit. Strákarnir pikka mig upp á rauðum jeppa og eru mjög herramannslegir. Bergur Ebbi kvartar yfir þreytu alla leiðina í æf- ingarhúsnæðið. „Ég er geðveikt búinn að vera að reyna að koma mér í stuð. Ég ætla nefnilega að eiga besta kvót- ið í viðtalinu.“ Þegar við komum í húsnæðið setj- ast Bergur Ebbi, Snorri, Atli, Georg og Siggi í sófann tilbúnir að láta allt flakka. „Það er miklu meira IQ í þess- ari hljómsveit en flestum öðrum,“ segir Bergur Ebbi strax en dregur það aðeins tilbaka þegar kemur í ljós að enginn af þeim hefur farið í greindar- próf. „Ég hef aldrei viljað taka svona próf. Ef ég mældist kannski undir meðallagi greindur, væri bara einhver Forrest Gump, það væri hræðilegt.“ Strákarnir eru allir úr Menntaskól- anum við Hamrahlíð. Tveir þeirra út- skrifuðust úr Háskólanum í vor. En hver skyldi þá vera klárastur? „Við vinnum saman sem ein heild. Við erum allir sérhæfðir. Siggi er til dæmis nú- verandi Íslandsmeistari í mjólkur- kaffilist, í „latte-list“. En hann færir fórnir fyrir hljómsveitina. Fer ekki út til Belgíu að keppa eins og hann átti að gera,“ segir Georg. „Mig langar ekki að fara,“ heyrist í Sigga og það er um það bil allt sem hann hefur að segja. Efni í plötu er langt komið. Bara eftir fíniseringar og textabrot. Þeir mæta á hverjum degi í æfingarhúsnæðið til að undirbúa plötuna. Það þarf að fylgja hittaranum eftir og nota „hæpið“ Berg- ur Ebbi og Snorri semja flest lögin og Bergur flesta textana. „Ég ætla að vera með eitt lag á hverri plötu. Svona eins og George Harrison,“ segir Atli. „Ég og Georg erum heimsku gæjarn- ir,“ grínast Siggi. „Við erum ryþmapar- ið,“ leiðréttir Georg. „Við erum allir mjög duglegir við að útsetja saman. Við vorum til dæmis búnir að rembast við vinsælasta lagið okkar, „Verum í sambandi“ í marga mánuði. Það virk- aði aldrei.“ Og Snorri tekur undir það. „Það þarf eiginlega að koma fram að Birg- ir Ísleifur Gunnarsson hjálpaði okkur mikið við útsetninguna.“ „Verum í sambandi“ sló óvart í gegn. Þó að strákarnir setji takmarkið alltaf hátt þá höfðu þeir enga rosa trú á því að þetta lag myndi verða sprengja. Þetta var bara sætt lag. „Þetta er svona „touchy“ og tilfinn- ingaríkur texti. Annaðhvort hefði fólk gripið þetta eða ekki,“ útskýrir Snorri sem samdi lagið. „Það sama gildir eig- inlega um hljómsveitina.“ Hljómsveitin varð til fyrir rúmu ári. Fólk var ekki með það á hreinu í byrj- un hvort þetta væri einhver einka- húmor eða grín. En strákarnir þver- taka fyrir það. „Ég og Bergur höfum oft setið á kvöldin og talað um hversu frægir við ætlum að verða,“ segir Georg og Berg- ur hlær mjög hátt og bætir við, „þetta er bara eins og lífið. Auðvitað er grín í raunveruleikanum.“ Og allt sem þeir gera er útpælt. „Á fyrstu tónleikunum vorum við ótrú- lega æstir og rifum fólk með okkur. Fólk vissi ekkert hvernig það átti að haga sér,“ lýsir Georg. „En það smit- aði útfrá sér.“ „Það eru ekki alltaf nein rosaleg gæði á flutningi hjá okkur,“ viður- kennir Bergur Ebbi. „Gæðin koma bara annars staðar frá, einhver frum- kraftur, lífskraftur sem keyrir okkur áfram,“ segir Atli ákafur. Og í því mætir ljósmyndarinn … „Ég get ekki látið taka mynd af mér,“ segir Georg. „Er myndataka?“ spyr Snorri. „Hvað, mættirðu í tweed-jakk- anum þínum bara að gamni?“ spyr Bergur Ebbi og Snorri hlær, meðan Georg segist vera ógeð og spyr hvort hann geti verið í svörtum plastpoka. „En ef ég tek bara nokkrar magaæf- ingar, þá er þetta kannski í lagi?“ segir Georg og nær sér í flíspeysu. „Þetta er ekki flíspeysa, þetta er high-tech peysa.“ Ég spyr hvort þeir séu ekki með samræmt „dress-code“. „Sko,“ svar- ar Bergur Ebbi. „Við erum rosalega mikið fyrir þessa hljómsveitapælingu. Gullaldartími hljómsveita var sixtís og að mörgu leyti var það gullaldar- tími popptónlistar. Þessi fjögurra-pís tónlist: trommur, bassi, gítar og söng- ur. Harmonía. Þannig að við höfum alltaf litið til sixtís. Til dæmis vorum við ógeðslega mikið að spá í búninga. Ekki endilega til að vera eins og frá þessum tíma heldur var pælingin að vera allir eins.“ Georg tekur við: „Sú hugmynda- vinna endaði þannig að ég og Bergur vorum sendir í Kringluna með ógeðs- lega lítinn pening og við enduðum í 17 að kaupa einhverja rúllukragaboli.“ „Við ætluðum að taka klassíska Bítla-rúllukragalúkkið,“ útskýrir Viljum vera vinsælir Sprengjuhöllin er vinsælasta hljómsveit Íslands um þessar mundir. Sumarsmellurinn „Verum í sambandi“ hefur trónað á toppi Tón- listans vikum saman. Hanna Björk Valsdóttir kynnti sér galdurinn á bak við bandið á hljómsveitaræfingu eitt sólbjart sumarkvöld. Ef þetta væri ástar- samband þá værum við komnir yfir þriggja mánaða daðurtím- ann þegar allt er voða spennandi. Bergur Ebbi. „Þannig að við keyptum fimm stykki af rúllukragabolum og skikkuðum alla til að eiga svartar, þröngar gallabux- ur við. En þetta passaði ekkert á okkur alla. Ég er alveg númmer 33 meðan Bergur notar 12 þannig að við end- uðum í Gyllta kettinum daginn fyrir tónleika og ég ætlaði í þessar svörtu buxur. Það þurfti að leggja mig í gólfið á meðan Bergur og ein búðarkonan og vinkona hennar náðu að hysja upp um mig buxurnar. Svo náðum við að loka þeim og þá vorum við bara góð,“ segir Georg hlæjandi. En spiluðu þið í rúllukragabolun- um? „Já, kannski fimm sinnum, fólk fílaði þetta alveg en svo kom upp rosalegur ágreiningur um þetta mál og Snorri sagði bara: „Ég ætla að vera í skyrtu.“ Snorri útskýrir. „Þetta byrjaði sko þannig að minn bolur skrapp eitthvað saman.“ „Iii, bara þinn bolur“ skýt- ur Atli og hinir hlæja. „Þannig að það var bara bumban út og eitthvað fárán- legt,“ segir Snorri. „Þá ákváðum við að þrír myndu vera í bolunum og tveir í hvítum skyrtum með bindi. En síðan gekk það ekkert upp. Á næstu tónleika mætti Snorri bara í gulri skyrtu,“ segir Georg. „Hann vildi meiri futur- istic búninga,“ heyrist í Berg Ebba. „Við erum allir sjálfskipaðir popp- fræðingar. Við kunnum poppfræð- in upp á 10,“ segir Bergur Ebbi eftir mikla umræðu um sölupælingar. Og hver er þá yfirlýst tónlistar- stefna ykkar? „Popptónlist“ segja þeir allir í einu. „Ég hef pælt rosalega mikið í þessu og eina sem gerir popptónlist að poppi er að það sé vinsælt. Það er bara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.