Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.07.2007, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 07.07.2007, Qupperneq 58
Heimsbyggðin stóð á öndinni yfir einu mesta ævintýrabrúðkaupi fyrr og síðar – brúðkaupi kvikmyndastjörnunnar Grace Kelly og Rainier fursta af Mónakó í apríl 1954. Bestu brúðkaupin eru annaðhvort úr konunglegu deildinni eða Hollywood-ættuð en þarna mættust þeir tveir heimar og úr varð prinsessu-blúndu-ofur- stjörnu brúðkaup. Kjóllinn var hannaður af Helen Rose sem hann- aði ófáa Hollywood-kvikmynda- kjólana en hún var yfirhönnnuður MGM kvikmyndaversins. Brúð- arkjóllinn sjálfur átti svo eftir að lifa lengi í ótal eftirlíkingum en fáir kjólar hafa haft svo mikil áhrif á brúðarkjólatískuna sem og kjóll Grace Kelly. Kjóllinn var afar íburðarmikill, úr svokallaðri Valenciablúndu – langerma og upp í háls. Pilsið var blöðrulaga og undir það voru notuð þrjú undir- pils úr tjulli og silki. Slörið var fest í litla perluhúfu en kjóllinn sjálf- ur var með eitt þúsund ásaumuð- um perlum. Lýðurinn trylltist end- anlega þegar furstinn skar brúðar- tertuna með sverði sínu – sem var hluti af einkennisbúningi hans – en með vígslunni sjálfri fylgdist fólk í beinni útsendingu sem send var út í níu löndum. Kíkt við í kapellunni Vítt og breitt um landið eru slör nú dregin eftir kirkjugólfum, hvítar nokkurra hæða marsipantertur standa á stöllum í veislusölum og brúnkusprautunarklefar og hárgreiðslustofur skála í kampó fyrir góðri tíð í kassanum. Því er ekki úr vegi, á ofurrómantískum degi sem þessum, að slást í för með Júlíu Margréti Alexandersdóttur og líta við í nokkrum af rómantískustu brúðkaupum fyrr og síðar. Brúðkaup þeirra hjóna var á sínum tíma talið það veglegasta sem bandaríska þjóðin hafði séð. Gestir í kirkj- unni þennan haustdag árið 1953 voru rúmlega 700 en í veisluna mættu svo 1.200 manns. JFK og Jackie hittust þremur árum áður á blindu stefnumóti en þegar John leiddi spúsu sína upp að altarinu var hún orðin 24 ára og hann 36. Jackie var í fílabeinshvítum silki- kjól með stóru pilsi sem haldið var uppi með krínolíni. Hann var hann- aður af Ann Lowe en hún sá um að hanna kjóla á ýmsar fyrirkonur, svo sem Vanderbilts, Rockefellers, Roosevelts og Bouviers en fræg- ust varð hún þó fyrir kjól Jackie en það tók hana tvo mánuði að sauma hann. Brúðarslörið var úr kistli ömmu hennar og var fest við hár Jackie með appelsínugulum blóm- um og blúnduspöng. Á handlegg bar hún svo demantsarmband sem John gaf henni kvöldið áður sem og demantsnælu sem tengdaforeldrar hennar gáfu henni. Á eftir forseta- frúnni trítluðu svo tíu brúðarmeyj- ar í bleikum silkikjólum. Eitt íburðarmesta konung-lega brúðkaup seinni tíma má klárlega telja brúðkaup Díönu heitinnar og Karls Breta- prins. Hinn 29. júlí 1981 stóð hin tvítuga og taugaóstyrka Díana við altarið, í fílabeinshvítum silki- kjól og heillaði þjóðina með því að sótroðna og rugla nöfnum Karls. Kjóllinn var hannaður af bresku hönnunarhjónunum David og Elizabeth Emanuel og var púfferma og í honum mætti 9. ára- tugurinn með miklum ermum og púðum og viktoríski stíllinn með blúndum og klassísku yfirbragði. Á eftir gengu brúðarmeyjar með blóm í körfum en talið er að um ein milljarður manns hafi fylgst með brúðkaupinu. Þrátt fyrir hörmulegt hjónaband sagði Díana að dagurinn hefði verið einn mesti hamingjudagur lífs síns. Elizabeth og Burton giftu sig á Ritz-Carlton hótelinu í Montreal í Kanada árið 1964 – nokkrum dögum eftir að Elizabeth fékk lögskilnað við fyrri eiginmann sinn en Burton skildi nokkrum árum áður. Ástarsaga þeirra hafði þó hafist nokkrum árum áður og við tökur Kleópötru átti leikstjórinn í mestu vandræð- um með að stöðva þau í að leika ástarsenur. Þau Elizabeth og Burt- on giftu sig aftur síðar á ævinni þótt bæði hjónaböndin hafi endað með skilnaði. Nýjasta brúðkaup Donalds Trump varð að sannkölluð-um fjölmiðlasirkus þegar hann gekk að eiga hina slóvensku Melanie Knauss. Til veislunnar mættu módel og leikarar – Bill og Hilary Clinton og fyrrum borgar- stjóri New York-borgar, Rudolph Giuliani. Kjóllinn sjálfur var þó senuþjófurinn enda vó hann hvorki meira né minna en 20 kíló og skartaði Melanie honum á forsíðu Vogue. Felipe prins sá Letiziu fyrst í sjónvarpinu. Hún starfaði þá sem fréttakona og hreifst prinsinn samstundis af henni. Hinn 25. maí 2004 gengu þau í það heilaga í Madríd og 25 milljónir Spánverja fylgdust með vígslunni. Kjóllinn var hannaður af spænska hönnuðinum Manuel Perteg og þótti hinn fegursti en þrátt fyrir glæsilega innkomu hvað klæðaburð varðar var leiðin niður á við eftir brúðkaupið og var prinsessan nýlega gagnrýnd fyrir hörmulegan fatasmekk.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.