Fréttablaðið - 07.07.2007, Síða 64
Það er stundum
alveg ótrúlega þægi-
legt að vera Íslend-
ingur, og þá einna
helst í útlöndum.
Að tilheyra svona
oggulítilli þjóð, með
svona skemmtilega
sérstakt tungumál, veitir ferða-
löngum það frelsi að geta sagt ná-
kvæmlega það sem þeim finnst
um allt hið skringilega sem fyrir
augu ber í utanlandsferðum. Ég get
ekki annað en fundið til með þeim
jarðarbúum sem tala alþjóðleg
tungumál, bara vegna þessa.
Merkilegt nokk, þrátt fyrir smæð-
ina og fjarlægðina og það allt saman,
virðist Íslendingum og afurðum
klakans samt oftar en ekki takast að
hafa mig uppi á ferðalögum mínum.
Fyrir mörgum árum síðan var ég til
dæmis stödd í ponsulitlu fjallaþorpi
á Ítalíu. Þar var ekkert að finna eða
sjá nema íbúana sjálfa, sem voru af
skornum skammti, einn veitingastað
og sjoppu með skakka mynd af fjall-
inu sjálfu uppi á vegg. Þar sem ég er
að fá mér fyrsta bitann af lasagnanu
mínu – hvað heyri ég nema hið ást-
kæra, ylhýra! Og ekki nóg með það,
heldur var þar fyrrum fjölskyldu-
meðlimur á ferð, sem hafði ekki
hugmynd um að við værum ein-
hvers staðar annars staðar en heima
í stofu í austurhluta Reykjavíkur.
Í nýafstöðnu sumarfríi varð ég
fyrir svipaðri upplifun þar sem ég
sat á veitingastað í króatísku þorpi,
sem að þessu sinni státaði af heil-
um fjórum sjoppum. Í þorpinu því
heyrði ég mest í hundum, því næst
geitum og loks innfæddum. Þar
sem ég sötraði króatískan bjór á
bryggjusporðinum barst mér hins
vegar til eyrna ekta íslensk gæða-
tónlist frá umræddum veitingastað
– Trabant á fullu blasti. Það var
frekar súrrealísk upplifun.
Á leiðinni heim úr króatíska geita-
þorpinu opnaði ég útlenskt tísku-
blað á flugvelli allra Íslendinga,
Kastrup. Og viti menn, hver star-
ir þar í augu mér nema tískúgúrú-
inn og fyrrverandi samstarfsmað-
ur minn, Ási of Iceland! Þrátt fyrir
smæð og fæð virðist ekki vera
þverfótandi fyrir okkur klaklend-
ingum í útlöndum. Mér finnst það
bara afspyrnu skemmtilegt.
– ódýrari valkostur
Vantar
þig
auka-
pening?
Pósthúsið leitar að duglegu og morgunhressu
fólki til að bera út blöð milli 6 og 7 á
morgnana. Um er að ræða holla og hressandi
útiveru, annars vegar á virkum dögum og hins
vegar um helgar.
Njóttu þess að taka daginn snemma, hreyfðu
þig og fáðu borgað fyrir það.
Allar nánari upplýsingar veitir dreifingardeild
Pósthússins í síma 585 8330. Einnig er hægt
að sækja um á www.posthusid.is
Pósthúsið ehf | Suðurhrauni 1 | 210 Garðabæ | Sími: 585 8300 | posthusid.is
Pósthúsið er ungt og öflugt
dreifingarfyrirtæki á sviði
blaða- og vörudreifingar.
Hjá Pósthúsinu starfa um
sjöhundruð manns að
uppbyggingu á fjölbreyttum
og skemmtilegum vettvangi.
H
im
in
n
o
g
h
af
/
S
ÍA