Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.07.2007, Qupperneq 68

Fréttablaðið - 07.07.2007, Qupperneq 68
Þegar tískuheiminn ber á góma er holdafar vinsælt umræðuefni. Kate Moss hefur verið kennt um átröskun breskra unglingsstúlkna og sífellt er talað um hve „hrikalega“ og „viðbjóðslega horaðar“ fyrirsæturnar eru. Ég er alls ekki hlynnt því sjálf að einu holdafari sé fagnað svo miklu meir en öðru en ég er algjörlega á móti því viðhorfi að allt grannt fólk sé talið veikt. Í vestræna heiminum virðist offita vera orðin svo algeng að það þykir ekki lengur eðlilegt að vera grannur. Það er sett samasemmerki á milli þess að vera grannur og að vera með anorexíu eða búlimíu. Að mínu mati er þetta hættuleg þróun og fullt af grönnu fólki líður mjög illa vegna sífelldra athugasemda annars fólks um holdafar þess. Ég veit þetta vegna þess að ég er ein af því „óheppna“ fólki sem er grannt að eðlisfari og get ekki talið allar þær dónalegu athugasemdir sem ég hef fengið í gegnum árin. Það þykir mjög sjálfsagt að pota í grannt fólk og spyrja hvort það borði bara aldrei neitt á meðan enginn myndi dirfast að pota í þá þykku. Í Blaðinu í gær var gerð úttekt á grönnum leikkonum. Fyrirsögnin var „Á fimmtugsaldri og þvengmjóar“. Ég efast um að efnahvörf mín breytist mikið á næstu áratugum þar sem þau hafa ekkert breyst allt mitt líf. Helst vil ég ekki að þegar ég verð á fimmtugsaldri og ennþá grönn verði ég kölluð „þvengmjó“. Leikkonurnar í greininni eru þær Calista Flockhart, Courtney Cox, Michelle Pfeiffer og fleiri. Ég man ekki eftir því að þessar leikkonur hafi einhvern tíma verið annað en grannar og finnst því algjör óþarfi að skrifa um það grein að þær „telji hvert einasta gramm sem á þær sest“. Eflaust er þetta þeim mjög nátt- úruleg þyngd. Calista Flockhart greyið fær sífellt anorexíustimpilinn og í greininni er bent á að hún mætti nú leyfa sér að bæta aðeins á diskinn sinn. Heldur greinarhöfundur virkilega að hún hafi aldrei reynt að bæta á sig eftir alla gagnrýnina sem hún hefur mátt þola? Og hvers vegna heldur fólk að það eina sem grannt fólk þurfi að gera til að þyngjast sé að borða meira?! Ég sjálf væri löngu búin að bæta á mig ef svo væri. Gaman verður að sjá hvort bráðlega birtist grein í Blaðinu um leikkon- ur sem setja OF MIKIÐ á diskinn sinn. Ég fylgist spennt með. Annars vona ég að fólk fari að átta sig og hætta þessum mjónufor- dómum því öll erum við jú falleg eins og við vorum sköpuð. Og hana nú! Mjónufordómar Það hefur mikið verið um að vera á herratískuvikunum undanfarna daga og síðasta sunnudag lauk tískuvikunni í París. Meðal þeirra sem sýndu þar var Gaspard Yurki- evich en hann er hönnuður sem kannski ekki allir kann- ast við. Hann fékk nýlega við- urkenningu fyrir hönnun sína og á tískuvikunni sýndi hann ung- lega og hressilega línu. Þar var hann á meðal stórra nafna eins og Jean Paul Gaultier, Dries Van Noten og John Galliano en skein alveg jafn skært. Bómullarbolir með áprentuðum bókstöfum, risastór sólder, skær- litaðir sokkar og glansandi fínir skór var meðal þess sem mátti sjá í línunni. Litir eins og mint- ugrænn, fölgulur, grár, svart- ur og hvítur voru áberandi og bolir í lit voru látnir gægjast niður úr ermum á fínleg- um stuttermaskyrtum. Ótrúlega skemmti- leg blanda af snyrtilega stílnum og þeim ung- lega og hressa.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.