Fréttablaðið - 07.07.2007, Side 70

Fréttablaðið - 07.07.2007, Side 70
Útvarpsstöðin FM957 stendur fyrir heimsmetstilraun á Lands- móti UMFÍ á morgun sem felst í að ná að minnsta kosti 1.195 manns saman í vatnsbyssubardaga sem háður verður á stóru svæði vestan við Fífuna í Kópavogi. Núverandi met, 1.194 manns, var sett fyrir nokkrum árum í Bandaríkjunum. „Ég var að fletta í gegnum heimsmetabók Guinness fyrir til- viljun fyrir nokkrum mánuðum og sá þetta met sem mér fannst held- ur lítið til koma. Ég hugsaði strax að við hlytum að geta gert betur,“ útskýrir útvarpsmaðurinn Heiðar Austmann sem á heiðurinn að hug- myndinni. Búist er við miklu fjöl- menni við Kópavogsvöll í tilefni Landsmótsins um helgina og skora Heiðar og félagar á sem flesta að vera með. 2.000 vatnsbyssur og bolir verða afhentir þátttakendum á staðnum en sjálfsagt er að fólk mæti með eigin vatnsbyssur. Til að slá metið þarf tiltekinn fjöldi að sprauta úr vatnsbyssunum á sama tíma í ákveðinn tíma og til að geta staðfest metið mun gjörning- urinn verða festur á myndband. „Draumurinn er að láta frá okkur allar vatnsbyssurnar og stórbæta heimsmetið,“ segir Heiðar. Vatnsbyssubardaginn verður flautaður á um klukkan 15 en í kringum hann hefur verið smíðuð glæsilega skemmtidagskrá þar sem Jógvan, Viggi og Hreimur, söngvarinn Alan munu koma fram meðal annars. Stefnt á heimsmet í vatnsbyssubardaga Bretar geta tekið gleði sína á ný því að framtíðarkon- ungsefni landsins er aftur komið á fast. Ekki er þó ný drottning komin í höll- ina því Vilhjálmur og Kate Middleton hafa tekið saman á ný. Breska blaðið The Sun tilkynnti um endurfundi Vilhjálms Breta- prins og Kate Middleton á forsíðu sinni í gær. Samband Kate og Vil- hjálms lauk í vor þegar kóngur- inn taldi sig þurfa að sletta aðeins úr klaufunum og njóta lífsins í hernum. Kate vildi hins vegar fá hring á fingur og stórt brúðkaup sem samræmdist vonum og vænt- ingum bresku þjóðarinnar um nýtt „Díönu-og-Karls brúðkaup.“ Konungsefnið fór hins vegar fljótlega að sakna Kate og var hún meðal annars á góðgerðar- tónleikunum á Wembley sem haldnir voru til minningar um Dí- önu prinsessu. Þar héldu þau þó hæfilegri fjarlægð hvort frá öðru. Slúðurblöðin bresku voru hins vegar ekki lengi að birta vanga- veltur um að eldurinn í hjörtum þeirra hefði kviknað að nýju og greindi News of the World meðal annars frá því í sunnudagsblaði sínu eftir tónleikana að þau hefðu átt næturgaman eftir tónleikana. Og nú virðast þau vera komin úr felum með sambandið eftir að Vilhjálmur sannfærði Kate um að það væri þess virði að vera í sambandi við næsta kóng Bret- lands. „Þau eru nánari en nokkru sinni fyrr,“ hefur The Sun eftir heimildarmanni sínum. „Þau tóku eitt skref aftur, veltu hlutunum aðeins fyrir sér og áttuðu sig á hvaða tilfinningar þau bera hvort til annars,“ bætir nafnlausi heim- ildarmaðurinn við. Og ekki eru Bretar lengi að taka við sér, eru nú þegar byrjað- ir að velta því fyrir sér hvenær kirkjuklukkurnar verði látnar hringja og boðað verði til brúð- kaups í Buckingham. Líklegt er hins vegar talið að ef sambandið gengur snurðulaust fyrir sig verði slíkt ekki að veru- leika fyrr en árið 2009 þegar Vil- hjálmur hefur lokið herþjónustu sinni. Sir Paul McCartney og Heather Mills stefna að því að verða ná- grannar. Þetta kom fram á er- lendum slúðurvefjum í gær. Sam- kvæmt þeim hyggst Mills kaupa sér hús nærri villu Pauls í East Sussex. Samkvæmt vefsíðu Now tímaritsins langar Mills að búa í Rye en það er aðeins í nokkurra mínútna fjarlægð frá híbýlum bítilsins fyrrverandi. Þykir þetta til marks um að þíða sé komin í samskipti fyrrum hjónakornanna eftir hálfgert stríðsástand þegar þau skildu. Daily Mirror hefur eftir heim- ildarmanni sínum að þetta hefði verið óhugsandi fyrir nokkrum mánuðum en nú sé öldin önnur. „Þau vilja veg dóttur sinnar, Beat- rix, sem mestan og gera sér grein fyrir því að hún þarf á báðum for- eldrum sínum að halda,“ hefur blaðið eftir heimildarmanni sínum. McCartney og Mills verða nágrannar Hjónaband Juliu Roberts og Danny Moder er í uppnámi þessa dagana. Álit Roberts á fjölskyldu eiginmannsins hefur aldrei verið hátt, en systir Danny, Jyl, hefur átt við áfengisvandamál að stríða í mörg ár. Leikkonan krafðist þess að Moder-fjölskyldan færi í sálfræðimeðferð þegar hún var ólétt að tvíburunum Phinnaeus og Hazel, sem eru nú á þriðja ári. Hún gerði sömu kröfu þegar von var á þriðja barna hjónanna, sem fæddist 18. júní síðastliðinn. Í þetta skiptið vildi Roberts fylgja fjölskyldunni til sálfræðingsins. Tengdafólk hennar var ekki hrif- ið af hugmyndinni og hætti í með- ferð. Roberts er ekki hrifin af þeirri ákvörðun og hefur nú hótað tengdafólki sínu að það fái ekki að sjá nýfætt barnið fyrr en það fari aftur í meðferð. Þessi afstaða Juliu er ekki til þess fallin að stuðla að hamingju- sömu fjölskyldulífi, og samkvæmt National Enquirer er hjónabandið í hættu. Hjónabandserjur Tónleikaröð Reykjavík Grapevine, Take me down to Reykjavík City, heldur áfram í dag. Tónleikarnir fara fram í garðinum á Sirkus við Klapparstíg og verða í tvennu lagi að þessu sinni. Fyrri tónleikarnir eru frá klukk- an 16 til 18 og þá spila hljómsveit- irnar Retro Stefson og Rafhans. Sirkusmarkaðurinn verður í full- um gangi þannig að fólk getur slegið tvær flugur í einu höggi, keypt sér eitthvað fallegt og hlust- að á hressandi tónlist á meðan. Í síðara hollinu sem stendur frá 21 til 23.30 spila svo hljómsveit- irnar Reykjavík! og Ultra Mega Technobandið Stefán. Þá væri til- valið að dansa trylltan dans í til- efni sumarsins, sólarinnar og bara af hvaða öðru tilefni sem er. Frítt er á tónleikana. Stuð á Sirkus

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.