Fréttablaðið - 01.09.2007, Síða 16
[Hlutabréf]
SPRON var rekinn með 10,1 millj-
arðs króna hagnaði á fyrri hluta
ársins sem er tæplega fjórfalt
meiri hagnaður en á sama tíma í
fyrra. Þetta er metafkoma en til
samanburðar nam hagnaður
sparisjóðsins, sem varð hlutafé-
lag á dögunum, níu milljörðum
króna allt árið 2006.
Arðsemi eigin fjár var 63,8 pró-
sent á ársgrundvelli.
Hreinar rekstrartekjur SPRON
voru tæpir fimmtán milljarðar
króna á fyrstu sex mánuðum árs-
ins sem er nærri þreföldun frá
fyrra ári. Sem fyrr vógu fjárfest-
ingar SPRON þungt á metunum.
Tekjur af hlutabréfaeign og hlut-
deild í afkomu hlutdeildarfélaga
voru um 13,3 milljarðar. SPRON
er stór hluthafi með beinum og
óbeinum hætti í Existu en hluta-
bréf þess félags hækkuðu um 52
prósent á fyrri hluta ársins.
Sparisjóðurinn er einnig stór
hluthafi í Icebank sem hagnaðist
ríflega á tímabilinu og þá skilaði
dótturfélagið Frjálsi fjárfesting-
arbankinn rúmum einum millj-
arði króna í hagnað.
Hreinar vaxtatekjur voru um
1,1 milljarður og vekur athygli að
þær drógust saman um þriðjung.
Vaxtamunur sparisjóðsins var
1,1 prósent á móti 2,5 prósentum
árið áður en hafa ber í huga að
stór hluti af eignum er bundinn í
eignum sem mynda annars konar
tekjur en vaxtatekjur.
Rekstrarkostnaður fór úr 1,8
milljörðum í 2,5 milljarða sem
var um 41 prósents aukning.
Launakostnaður, sem var um
helmingur kostnaðar, jókst um
tæp 38 prósent. Kostnaðarhlut-
fall SPRON var ekki nema 16,7
prósent.
Heildareignir fjármálafyrir-
tækisins voru komnar í 208,5
milljarða króna í lok júní og höfðu
aukist um þrettán prósent á árinu.
Eigið fé nam þá 35,9 milljörðum
og hækkaði um 3,4 prósent. Eigin-
fjárhlutfall (CAD) var 13,6 pró-
sent en eiginfjárþáttur A um 29
prósent.
SPRON komið yfir
hagnað síðasta árs
Sparisjóðurinn hagnaðist yfir tíu milljarða á fyrri hluta ársins. Hreinar rekstrar-
tekjur þrefölduðust á milli ára en hreinar vaxtatekjur drógust saman um þriðjung.
Gengi hlutabréfa í Landsbank-
anum náði hæsta gildi frá upp-
hafi í gær vegna orðróms á
markaði um að bankinn ætli sér
að kaupa írska sparisjóðinn
Irish Nationwide sem er í sölu-
ferli. Markaðsvirði Landsbank-
ans stendur í 464 milljörðum og
er gengið 41,45 krónur á hlut.
Samkvæmt frétt The Irish
Times hefur Landsbankinn
fengið HSBC til liðs við sig sem
ráðgjafa vegna mögulegs til-
boðs í írska fjármálafyrirtækið.
Fram kemur að Landsbankinn
hafi hafið áreiðanleikakönnun en samkvæmt
fréttinni er talið sennilegt að fleiri bankar
séu að skoða bækur Irish Nationwide.
Írski sparisjóðurinn er í eigu 125 þúsund
félagsmanna sem ýmist eru lánveitendur eða
lántakar. Hlutur hvers og eins
gæti numið 10-15 þúsund
evrum fallist þeir á að selja
bankann.
Landsbankinn heldur utan
um 68 prósenta hlut í írska
verðbréfafyrirtækinu Merrion
Capital. Þegar bankinn keypti
sig inn í Merrion árið 2005
sagði Sigurjón Þ. Árnason,
bankastjóri Landsbankans, að
írski fjármálamarkaðurinn
væri afar áhugaverður kostur
fyrir Landsbankann vegna
stærðar, staðsetningar og ein-
kenna. Ekki náðist í Sigurjón vegna fréttar
Irish Times.
Fjárfestingargeta Landsbankans er um
þrjátíu milljarðar króna þessa stundina án
útgáfu nýs hlutafjár.
Frekara strandhögg hjá LÍ?
Hagnaður Sparisjóðs Mýrasýslu
nam tæpum 2,4 milljörðum króna á
fyrri helmingi ársins. Þetta er
rúmlega tvöfalt meiri hagnaður en
á sama tíma í
fyrra þegar
hann nam 921
milljón króna.
Heildareignir
Sparisjóðsins
nema 42,5 millj-
örðum króna og
höfðu þær auk-
ist um um sautj-
án prósent frá áramótum. Eigið fé
nam tæpum 7,8 milljörðum í lok
júní samanborið við tæpa 5,4 millj-
arða í lok síðasta árs. Arðsemi eigin
fjár á ársgrundvelli nemur 89,5
prósentum.
Rúmlega tvö-
faldur hagnaður
Exista hefur tekið 500 milljóna
evra sambankalán, eða sem nemur
rúmum 43 milljörðum króna, til
endurfjármögnunar á eldra láni.
Lánið er í tveimur hlutum: 407,5
milljónir evra til þriggja ára með
130 punkta álagi á evrópska milli-
bankavexti og lán til eins árs upp á
92,5 milljónir evra með 62,5 punkta
álagi. Smærra lánið er framlengj-
anlegt til þriggja ára. Alls taka 27
bankar frá tólf löndum þátt í sam-
bankaláninu.
Sigurður Nordal, framkvæmda-
stjóri samskiptasviðs Existu, segir
að sveiflur á fjármálamörkuðum
hafi ekki haft áhrif á þátttöku í lán-
inu eða á kjör þess. Jafnframt sé
mikilvægt að lánið sé án veðsetn-
ingar. „Þetta hefðum við væntan-
lega ekki getað fyrir rúmu ári
þegar við vorum hreint fjárfest-
ingarfélag,“ segir hann og túlkar
sem traust sambankahópsins á
fjárhagsstyrk Existu.
Viðurkenning á
fjárstyrk Existu