Fréttablaðið - 01.09.2007, Síða 16

Fréttablaðið - 01.09.2007, Síða 16
[Hlutabréf] SPRON var rekinn með 10,1 millj- arðs króna hagnaði á fyrri hluta ársins sem er tæplega fjórfalt meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra. Þetta er metafkoma en til samanburðar nam hagnaður sparisjóðsins, sem varð hlutafé- lag á dögunum, níu milljörðum króna allt árið 2006. Arðsemi eigin fjár var 63,8 pró- sent á ársgrundvelli. Hreinar rekstrartekjur SPRON voru tæpir fimmtán milljarðar króna á fyrstu sex mánuðum árs- ins sem er nærri þreföldun frá fyrra ári. Sem fyrr vógu fjárfest- ingar SPRON þungt á metunum. Tekjur af hlutabréfaeign og hlut- deild í afkomu hlutdeildarfélaga voru um 13,3 milljarðar. SPRON er stór hluthafi með beinum og óbeinum hætti í Existu en hluta- bréf þess félags hækkuðu um 52 prósent á fyrri hluta ársins. Sparisjóðurinn er einnig stór hluthafi í Icebank sem hagnaðist ríflega á tímabilinu og þá skilaði dótturfélagið Frjálsi fjárfesting- arbankinn rúmum einum millj- arði króna í hagnað. Hreinar vaxtatekjur voru um 1,1 milljarður og vekur athygli að þær drógust saman um þriðjung. Vaxtamunur sparisjóðsins var 1,1 prósent á móti 2,5 prósentum árið áður en hafa ber í huga að stór hluti af eignum er bundinn í eignum sem mynda annars konar tekjur en vaxtatekjur. Rekstrarkostnaður fór úr 1,8 milljörðum í 2,5 milljarða sem var um 41 prósents aukning. Launakostnaður, sem var um helmingur kostnaðar, jókst um tæp 38 prósent. Kostnaðarhlut- fall SPRON var ekki nema 16,7 prósent. Heildareignir fjármálafyrir- tækisins voru komnar í 208,5 milljarða króna í lok júní og höfðu aukist um þrettán prósent á árinu. Eigið fé nam þá 35,9 milljörðum og hækkaði um 3,4 prósent. Eigin- fjárhlutfall (CAD) var 13,6 pró- sent en eiginfjárþáttur A um 29 prósent. SPRON komið yfir hagnað síðasta árs Sparisjóðurinn hagnaðist yfir tíu milljarða á fyrri hluta ársins. Hreinar rekstrar- tekjur þrefölduðust á milli ára en hreinar vaxtatekjur drógust saman um þriðjung. Gengi hlutabréfa í Landsbank- anum náði hæsta gildi frá upp- hafi í gær vegna orðróms á markaði um að bankinn ætli sér að kaupa írska sparisjóðinn Irish Nationwide sem er í sölu- ferli. Markaðsvirði Landsbank- ans stendur í 464 milljörðum og er gengið 41,45 krónur á hlut. Samkvæmt frétt The Irish Times hefur Landsbankinn fengið HSBC til liðs við sig sem ráðgjafa vegna mögulegs til- boðs í írska fjármálafyrirtækið. Fram kemur að Landsbankinn hafi hafið áreiðanleikakönnun en samkvæmt fréttinni er talið sennilegt að fleiri bankar séu að skoða bækur Irish Nationwide. Írski sparisjóðurinn er í eigu 125 þúsund félagsmanna sem ýmist eru lánveitendur eða lántakar. Hlutur hvers og eins gæti numið 10-15 þúsund evrum fallist þeir á að selja bankann. Landsbankinn heldur utan um 68 prósenta hlut í írska verðbréfafyrirtækinu Merrion Capital. Þegar bankinn keypti sig inn í Merrion árið 2005 sagði Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, að írski fjármálamarkaðurinn væri afar áhugaverður kostur fyrir Landsbankann vegna stærðar, staðsetningar og ein- kenna. Ekki náðist í Sigurjón vegna fréttar Irish Times. Fjárfestingargeta Landsbankans er um þrjátíu milljarðar króna þessa stundina án útgáfu nýs hlutafjár. Frekara strandhögg hjá LÍ? Hagnaður Sparisjóðs Mýrasýslu nam tæpum 2,4 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins. Þetta er rúmlega tvöfalt meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra þegar hann nam 921 milljón króna. Heildareignir Sparisjóðsins nema 42,5 millj- örðum króna og höfðu þær auk- ist um um sautj- án prósent frá áramótum. Eigið fé nam tæpum 7,8 milljörðum í lok júní samanborið við tæpa 5,4 millj- arða í lok síðasta árs. Arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli nemur 89,5 prósentum. Rúmlega tvö- faldur hagnaður Exista hefur tekið 500 milljóna evra sambankalán, eða sem nemur rúmum 43 milljörðum króna, til endurfjármögnunar á eldra láni. Lánið er í tveimur hlutum: 407,5 milljónir evra til þriggja ára með 130 punkta álagi á evrópska milli- bankavexti og lán til eins árs upp á 92,5 milljónir evra með 62,5 punkta álagi. Smærra lánið er framlengj- anlegt til þriggja ára. Alls taka 27 bankar frá tólf löndum þátt í sam- bankaláninu. Sigurður Nordal, framkvæmda- stjóri samskiptasviðs Existu, segir að sveiflur á fjármálamörkuðum hafi ekki haft áhrif á þátttöku í lán- inu eða á kjör þess. Jafnframt sé mikilvægt að lánið sé án veðsetn- ingar. „Þetta hefðum við væntan- lega ekki getað fyrir rúmu ári þegar við vorum hreint fjárfest- ingarfélag,“ segir hann og túlkar sem traust sambankahópsins á fjárhagsstyrk Existu. Viðurkenning á fjárstyrk Existu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.