Fréttablaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 19
Það vill einhver byggja á græna útivistar- svæðinu í hverf- inu mínu! Þetta er sneið af þeim 15% svæðisins sem eftir eru utan girðinga, hafa ekki verið lögð undir malbikuð bílastæði eða múruð undir stein- steypu. Þetta er sneið af því litla rými sem er eftir sem ég þarf ekki að borga mig inn á eða ganga í klúbb til að mega vera þar. Af hverju má ekkert vera í friði? Hví verður að leggja allt undir sig með arðsemisframkvæmdum þró- unarhyggju nútíma steinaldar- hugsunar? Ég kalla það steinald- arhugsun að geta ekki séð auðan blett án þess að byrja strax í hug- anum að hræra steypu og reisa grjótveggi. Það hefur ekki farið hátt um væntanleg byggingar- áform í austurhluta Laugardals. Um er að ræða breytingu á deili- skipulagi fyrir svæði IV sem nú liggur fyrir hjá skipulags- og byggingasviði Reykjavíkurborgar til að ráðstafa grænu útivistar- svæði undir fjölbýlishús. Íbúa- samtök Laugardals hafa andmælt þessum áformum kröftuglega frá fyrsta degi eftir viðurkenndum leiðum stjórnsýslunnar. Tillagan sem nú liggur fyrir er sú síðari af tveimur. Hinni fyrri hafnaði skipulagsráð í kjölfar fjölda mótmæla íbúa og stofnana í grenndinni. Á sama fundi var lögð fram önnur tillaga þar sem bygg- ingamagnið var minnkað um helm- ing og staðsetningu hliðrað um nokkra tugi metra. Hátt á annað hundrað andmæli bárust gegn síð- ari tillögunni og fékkst athuga- semdafresti hennar seinkað til 30. ágúst. Það er því engin ástæða til að ætla að seinni tillagan sé íbúum við Laugardal frekar að skapi. Borgarfulltrúi nokkur fullyrti á bloggi sínu að seinni tillagan væri dæmi um virkt samráð borgaryfirvalda og borgarbúa og óskaði Íbúasamtökunum til hamingju. Það er þó engu að fagna því samráð var ekkert. Seinni tillagan var lögð fram á sama fundi skipulagsráðs og þeirri fyrri var hafnað. Hún var því til frá upphafi, tilbúin til matreiðslu og borin fram á opinberum vettvangi með samráðssósu yfirklórs. Hún var aldrei kynnt né rædd við Íbúasamtökin. Embættismenn borg- arinnar sögðu ekki frá því að hún væri þegar til á kynningarfundi um fyrri tillöguna sem borgaryfirvöld efndu til í sumarbyrjun. Umsækj- endur umræddra framkvæmda létu heldur ekki uppi um áform sín. Á þeim fundi kom skýrt fram einörð afstaða íbúa við Laugardal að þeir vilja ekki meiri mannvirkjagerð í Laugardal. Það gildir einu hver notkunin á að vera. Stærð og umfang gildir einu. Íbúar vilja ekki meira. Þeir vilja útivistarsvæði þar sem manneskjur geta leikið sér með flugdreka, æft golfsveiflu og flugukast eða bara sest í grasið og verið til. Manneskjur þurfa andrými í borgarumhverfi, græna náttúru til að efla heilbrigði og vellíðan. Ef byggt er á grænum svæðum þá einfaldlega hverfa þau og hinn raunverulegi ábati grænna skrefa Reykjavíkurborgar er fyrir bí. Það er eftirtektarvert að í skipulagi nýrra hverfa sem nú eru í bígerð er ekki frátekið rými fyrir borgargarða til almennrar útivist- ar. Þess vegna verða svona lítil græn frímerki sem eftir standa enn mikilvægari og dýrmætari. Áskorunin er þessi: Byggjum í grennd við græn svæði en ekki á þeim. Höfundur er íbúi við Laugardal í Reykjavík. Af hverju vill Bæjarstjór- inn í Vestmanna- eyjum ekki ræða kosningar um samgöngumál í Eyjum. Það eru mjög skiptar skoðanir í Vest- mannaeyjum um Bakkafjöruhöfn. Fólk úti í Eyjum ætti að fá að kjósa um tvo valkosti, annars vegar um höfn í Bakkafjöru eða hraðskreið- ara og stærra skip sem sigldi til Þorlákshafnar á tveimur tímum. Það eru skiptar skoðanir um sandburð inn í Bakkafjöruhöfn og sandfok af landi í höfnina. Rifið utan við fyrirhugaða hafnargarða er það sem ég óttast mest í þessari hafnargerð. Ég hef átt langan fund með Gísla Viggóssyni frá Siglinga- stofnun um hafnargarð í Bakka- fjöru og breyttist afstaða mín ekki eftir þann fund nema síður væri. Fjaran á þessum slóðum er alltaf á fleygiferð eftir straumum og veðr- um, briminu ekki síst. Við Vestmannaeyinga vil ég segja að ég er til þjónustu reið- ubúinn í hvaða málum sem er og tilbúinn að berjast með og fyrir hagsmunum Vestmannaeyinga hvar og hvenær sem er. Bæjarstjórnin og fólkið í Eyjum getur alltaf haft samband við und- irritaðan í hvaða málum sem eru og ég legg mig allan fram við að hjálpa til. Höfundur er þingmaður Frjálslynda flokksins. Bæjar- stjóra svarað Grænt frímerki á válista P IP A R • S ÍA • 7 1 4 6 5 Fólk úti í Eyjum ætti að fá að kjósa um tvo valkosti, annars vegar um höfn í Bakkafjöru eða hraðskreiðara og stærra skip sem sigldi til Þorlákshafnar á tveimur tímum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.