Fréttablaðið - 01.09.2007, Page 24
Hrikalegt er til þess að
vita hversu margir eru
farnir að eldast. Sumir
slá þessu þó upp í kæru-
leysi og halda upp á
afmælin sín eins og það
sé mikið fagnaðarefni að
verða sífellt eldri og
eldri.
Alla vega var
mikið um dýrðir
þegar helsta
leikritaskáld
þjóðarinnar,
Ólafur Hauk-
ur Símonar-
son, hélt
upp á sex-
tugsaf-
mælið
sitt í
Iðnó.
Þetta var
skemmti-
leg veisla
og eins og
alltaf þegar Óli
Haukur á í hlut
var húsfyllir.
Fyrir utan inn-
blásin ræðuhöld
voru þarna hin
prýðilegustu
skemmtiatriði, Erling-
ur Gíslason las upp ljóð af því-
líkri snilld að ég hef ekki hrifist
jafn mikið af ljóðalestri síðan í
gamla daga þegar ég heyrði
Dylan Thomas lesa eigin ljóð á
hljómplötu.
Auðvitað var líka tónlist í
afmælinu. Sá óviðjafnanlegi Örn
Árnason reið á vaðið með ein-
söng og svo kom Egill Ólafsson
og fór á kostum – en á góðum
degi kemst enginn söngvari með
úfinn þar sem hann hefur þind-
ina – og síðan kom hver stór-
stjarnan á fætur annarri og sló
Íslandsmet í skemmtilegheitum.
Það var veislustjórinn sem gaf
tóninn og undir hans stjórn gat
þetta ekki orðið annað en
skemmtileg veisla. Ég hef verið
í veislum undir stjórn margra
góðra veislustjóra um dagana,
en enginn þeirra stenst saman-
burð við Guðmund Ólafsson,
leikara og rithöfund, sem
stýrði þessari góðu afmæl-
isveislu af einstakri
snilld.
Satt best að segja þykja
mér veislur yfirleitt ekk-
ert mjög skemmtilegar
en þessi var svo vel lukk-
uð að ég get varla beðið
eftir því að Óli
Haukur verði
sjötugur.
Í fyrra
fór ég
á mjög
l æ r -
d ó m s -
r í k t
f jármála -
námskeið
hjá Ingólfi
H. Ingólfs-
syni – og bý
að því enn þá.
Reyndar má
þjóðin þakka
fyrir að ég
skyldi ekki fara
á svona námskeið þegar ég
var tvítugur því að þá væri
ég sjálfsagt margfaldur
milljarðamæringur í
dag og erfiður viðfangs.
Sem fyrrverandi nemandi Ing-
ólfs fæ ég fréttabréf frá honum
með reglulegu millibili. Þetta
fréttabréf er svo skemmtilega
stílað að jafnvel staurblankir
menn geta lesið það sér til
skemmtunar. Í fréttabréfinu
sem kom í gær er Ingólfur frem-
ur svartsýnn á þróun peninga-
mála hér á næstunni, einkum
með tilliti til fjárhagslegrar
stöðu heimilanna í landinu – sem
standa hjarta mínu nær en fyrir-
tækin. Þar segir m.a.:
„Hvergi í hinum siðmenntaða
heimi láta fyrirtæki eða heimili
20% gengissveiflur, og þaðan af
meiri, ganga yfir sig. Hvergi
sætta menn sig við þvílíkar öfgar
í peningastjórnun eins og við
Íslendingar. Það er ekkert skrít-
ið þó að við bregðumst við með
öfgakenndum hætti. Þrátt fyrir
hæstu vextina og hæsta vöru-
verðið eyðum við peningum og
tökum hærri lán sem aldrei fyrr.
Geggjað umhverfi kallar á
geggjuð viðbrögð.“
Í kvöld kláraði ég að skrifa
bókina mína, ENGLAR DAUÐ-
ANS. Loksins. Klukkan 21.40
lauk ég við síðustu setninguna.
Nú fer bókin til lesarans míns
sem lagfærir klaufavillur og
stingur upp á einhverjum lag-
færingum svo að nokkrir dagar
fara í að fínpússa verkið. Meiri
háttar breytingar verður varla
um að ræða enda hefur lesarinn
fylgst með verkinu frá upphafi
og haldið í höndina á mér, leið-
beint mér og stappað í mig stál-
inu.
Með þessari bók langar mig að
sameina tvennt.
Í fyrsta lagi að skrifa spenn-
andi sakamálasögu.
Í öðru lagi að vekja máls á
hlutskipti þeirra fjölmörgu sem
lenda óforvarandis í því hlut-
verki að vera aðstandendur
fíkils, drykkjumanns eða fíkni-
efnaneytanda.
Það hefur margt verið skrifað
um fíkn og fíkla en sáralítið
hefur verið fjallað um fólk sem
verður fórnarlömb fíknar ann-
arra – maka, barna, foreldra,
vina, starfsmanna, yfirmanna.
Þessi stóri hópur hefur verið
þögull sem gröfin og mér finnst
vera kominn tími til að fjalla um
það hlutskipti að verða nauðug-
ur þátttakandi í ógæfu og óham-
ingju fyrir athafnir annarra.
Í dag var mikill hátíðisdagur.
Ég fór með frú Sólveigu og
litlu Sól austur í Bolholt – í
fyrsta sinn eftir að kotið komst
formlega aftur í okkar eigu. Þar
eru meðeigendur okkar og vinir
búnir að vinna mikið þrekvirki
við að taka húsið í gegn. Í minn
stað hafa synir mínir, Þór og
Hrafn, farið austur og tekið þátt
í viðgerðunum.
Þetta var yndislegur dagur.
Finnur og Fanney voru fyrir
austan með barnabarninu sínu,
honum Úlfi, sem er nokkurn veg-
inn jafnaldra litlu Sól.
Unga parið heimtaði að fá að
fara á hestbak og það var falleg
sjón á þessum sólbjarta degi
þegar þau tvímenntu á Óðni
fram og aftur heimtröðina.
Trén sem við Sólveig gróður-
settum eru orðin óskaplega fal-
leg og setja mikinn svip á
umhverfið. Mikið hlakka ég til
að gróðursetja fleiri tré. Innst
inni neita ég að trúa því að aldin-
tré geti ekki dafnað á Íslandi.
Í gærkvöldi kláraði ég að lesa
bók sem kínversk kona, Jung
Chang, skrifaði um Maó formann
ásamt breskum eiginmanni
sínum sem heitir Jon Halliday.
Þessi bók er svo vel skrifuð að
það er unun að lesa hana. Hins
vegar er aðalsöguhetjunni, Maó
formanni, lýst sem svo viðbjóðs-
legu afstyrmi að maður á fullt
í fangi með að trúa að nokkur
manneskja geti verið alvond –
en þannig er karlskarfinum lýst
í bókinni – án þess að nokkurs
staðar sé hægt að greina neitt
geðfellt í fari hans. Andfúll, með
skemmdar tennur, baðaði sig
ekki árum saman, saurlífissegg-
ur, fjöldamorðingi, sjálfhverf-
ur, fullur af mannfyrirlitningu,
hrokafullur, öfundsjúkur, lyginn
og ómerkilegur svo að eitthvað
sé nefnt.
Nýlega las ég tvo doðranta um
Stalín eftir breskan sagnfræð-
ing, Simon Sebag Montefiore.
Mér fannst nóg um mannvonsku
Stalíns og glæpi sem þar voru
tíundaðir en í samanburði við
Maó formann hefur Stalín verið
eins og saklaus skátadrengur –
ef trúa má frásögn þeirra Jung
Chang og Hallidays.
Það eru reyndar ekki nýjar
fréttir að vald spilli jafnvel besta
fólki og alræðisvald spilli fólki
algjörlega og mikið hefur mann-
kynið mátt þola að fá yfir sig
þrjú villidýr í mannsmynd á
einni og sömu öldinni, Hitler,
Stalín og Maó. Í samanburði við
þá þrjá verða pólitískir andstæð-
ingar manns og valdmenn hérna
á skerinu að meinlitlum papp-
írstígrum.
Um hádegi á þriðjudag ákváð-
um við frú Sólveig að taka okkur
sólarhringslangt sumarleyfi frá
börnum og buru og brugðum
okkur austur í Bolholt. Synir
okkar sáu um barnabörnin
Dvölin í Bolholti var yndis-
leg. Ég smjörsteikti humar fyrir
mína heittelskuðu og svo kveikti
ég upp í arninum til að magna
rómantíkina þótt vel væri hlýtt í
húsinu og við fundum hvað lífið
er dásamlegt.
Til marks um hvað við vorum
lukkuleg þá var klukkan farin
að ganga níu um kvöldið þegar
frú Sólveig gat ekki hamið sig
lengur og hringdi heim í Norska
bakaríið til að gá hvort allir
væru lifandi.
Við dóluðum okkur svo í bæinn
í dag í miklum rólegheitum með
viðkomu í Sundhöllinni á Sel-
fossi og vorum sammála um að
við hefðum aldrei farið í betra
sumarleyfi.
Hjónabandssæla og sveitasæla
fara vel saman.
Hjónabands- og sveitasæla
Í Dagbók Þráins Bertelssonar er sagt frá skemmtilegri afmælisveislu, morðóðu kínversku illmenni (sem fór aldrei í bað) og einn-
ig er rætt um sólarhringslangt sumarleyfi og fréttabréf um fjármál.
HEILDSÖLU LAGERSALA
Við rýmum til á lagernum fyrir nýjum vörum og seljum því eldri lager og sýnishorn á ótrúlegu verði.
Mikið úval af: skíðafatnaði, útivistarfatnaði, Soft Shell peysum, golffatnaði,
barnagöllum, barnaúlpum og mörgu fl.
Verðdæmi: verð áður verð nú
3. laga jakkar: 29.900,- 11.900,-
Skíðabuxur: 15.900,- 7.900,-
Soft Shell peysur 13.900,- 6.900,-
Barnaúlpur 7.900,- 3.900,-
Skíðaúlpur 18.900,- 8.900,-
Golfjakkar 16.900,- 7.900,-
Opnunartími:
Fimmtudagur 30. ágúst kl. 14-20
Föstudagur 31. ágúst kl. 14-20
Laugardagur 1. september kl. 10-18
Sunndagur 2. september kl. 11-18
Mánudagur 3. september kl. 14-20
Lagersala ZO-ON - Nýbýlavegi 18 - Kópavogi
FYRST
UR
KEMU
R
FYRST
UR
FÆR