Fréttablaðið - 01.09.2007, Síða 35

Fréttablaðið - 01.09.2007, Síða 35
Freyr Jónsson tæknifræðingur hefur hannað margar breytingar fyrir íslenska jeppa. Sjálfur er hann á Toyota-jeppa sem leynir svo sannar- lega á sér. „Ég er búinn að vera á sama Toyota Hi-Lux jeppanum síðan 1993. Ég keypti bílinn nýjan og tók hann þá í gegn. Ég setti í hann sérsmíðaða fjöðrun ásamt vél og afturhásingu úr Land Cruiser svo hann myndi henta mínum lífsstíl,“ segir Freyr Jónsson, tækni- fræðingur og fjallamaður. Hann hefur stundað fjallamennskuna í yfir tuttugu ár og er bæði meðlimur í Jöklarannsóknafé- lagi Íslands og umhverfisnefnd Ferðaklúbbsins 4x4. „Jöklarannsóknafélagið var stofnað um 1950 af áhugamönnum um jöklaferðir sem höfðu tæki og getu til að fara á jökla við erfiðar aðstæður, ásamt vísindamönnum sem þurftu að komast upp á jökul til að rannsaka meðal annars afkomu jökulsins og eldfjallavirkni,“ segir Freyr, sem ferðast einnig mikið með félögum sínum í 4x4. Hann hefur hannað gríðarlega margar breytingar fyrir jeppa og fjallabíla, svo sem fyrir fjalla- mennsku, björgunarsveitir og leiðangra á jafn fjar- lægar slóðir og Grænlandsjökul og Suðurskauts- landið. Freyr starfaði lengi hjá Arctic Trucks þegar það var undir Toyota og sá þá um hönnun á breytingum. „Þetta var mikið af fjöðrunarbreytingum auk þess sem ég hannaði nýtt þrjátíu og átta tommu dekk. Við vorum með dekk sem gripu vel í drullu og sandi en vantaði alveg dekk sem greip vel í snjó,“ segir Freyr, sem segir að hönnun og prófun á breytingum á bílum sé einstök hérlendis. „Lög um bílabreytingar eru mjög raunhæf á Íslandi. Við erum með gott eftirlit og getum því gert þessar breytingar á skynsaman og öruggan hátt. Enda verða aksturseiginleikar breyttra jeppa mun betri, til að mynda í lausamöl,“ segir Freyr, sem ferðast um á jeppanum jafnt að sumri sem að vetri. „Ég var um þrjátíu daga á fjöllum síðastliðinn vetur og fer þá helst í Grímsvötn og Jökulheima, sem eru mínir uppáhaldsstaðir,“ segir Freyr. Fram undan er stikuferð hjá Ferðaklúbbnum 4x4 þar sem stikuð verður svokölluð Bárðargata. „Margar slóðir á hálendinu hverfa undir foksand eða vatn. Þess vegna er mikilvægt að stika reglu- lega til að halda umhverfinu snyrtilegu og vernda það,“ segir Freyr. Bílabreytingar eru einstakar á Íslandi Ferðaskrifstofa Auglýsingasími – Mest lesið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.