Fréttablaðið - 01.09.2007, Síða 36

Fréttablaðið - 01.09.2007, Síða 36
Það er mikið mál fyrir yngstu námsmenn lýðveldisins að vera treyst fyrir því að ganga einir í skólann. Hæfni þeirra er takmörkuð, eins og reynsl- an; og erfitt að pluma sig einn í straumþungum stórfljótum umferðarinnar. „Foreldrar kvarta sáran undan þungri umferð við skólana, en eru á sama tíma að skapa hana sjálfir með því að keyra börn sín í og úr skóla. Það þarf sameiginlegt átak foreldra í að kenna börnum sínum örugga gönguleið í skólann og losa þennan umferðarvanda um leið,“ segir Kristín Björg Þorsteinsdótt- ir, fræðslufulltrúi á Umferðar- stofu. Íslensk börn eru aðeins á sjötta ári tilveru sinnar þegar þau „verða stór“ og hefja lögbundna skóla- göngu, en á hverju hausti arka þau af stað, 4.200 talsins, með skóla- tösku á bakinu, meðan morgnarnir verða dekkri og dagarnir styttast. „Það er svo óskaplega mikil- vægt að ökumenn virði hámarks- hraða í námunda við skóla. Sem betur fer eru margir þeirra í hverfum þar sem er 30 kílómetra hámarkshraði, en sums staðar, eins og á Háaleitisbraut, Lang- holtsvegi, Lönguhlíð og Skeiðar- vogi, er 50 kílómetra hámarks- hraði og eins gott að vera vel vakandi því lítið má út af bera á þessum mikla álagstíma þegar skólarnir byrja á morgnana og hætta á daginn,“ segir Kristín Björg, sem leggur áherslu á að lögregla vinni með litla fólkinu við skólana og standi vörð um virð- ingu ökumanna fyrir settum hámarkshraða. „Aðgengi við skólana er mis- jafnt og alltaf ráðlagt að setja börn út á þar til gerðum „sleppistæð- um“. Einnig ber að forðast að bakka á skólalóðum því yngstu börnin eru enn bara lítil kríli sem halda að þegar þau sjá bílinn sjái bílstjórinn þau líka.“ Í ágúst fengu 4.200 sex ára börn bæklinginn „Á leið í skólann“ þar sem haldgóðar leiðbeiningar eru gefnar foreldrum barna sem eru að hefja skólagöngu. „Umferð á höfuðborgarsvæðinu hefur þyngst gífurlega og mikil- vægt að vanmeta ekki umferðar- kunnáttu barna. Þau verða að klæðast flíkum og skólatöskum með álímdum endurskinsmerkj- um sem tolla vel. Fljótlega verða haustmorgnarnir niðdimmir og ekki ósvipað því að fara einn út um miðja nótt fyrir börnin. Þau þurfa þá að meta aðstæður, hraða bíla og nálægð þeirra við mjög ólíkar aðstæður en í björtu og það verða ökumenn að virða og hafa skilning á,“ segir Kristín Björg og bætir við að mestu mistök barna í umferðinni séu að hlaupa óvænt og skyndilega yfir götur. „Þau kunna öll að stoppa, líta til beggja hliða og hlusta, en þetta eru svoddan kálfar og þegar ein- hver spennandi bíður hinum megin götunnar gleyma þau að nota umferðarreglurnar og taka á rás. Það er líka varhugavert þegar þau nota ekki gangbrautir og fara á milli bíla við gatnamót,“ segir Kristín Björg, en umferðarfræðsla barna byrjar þegar þau verða þriggja ára með bókaflokknum „Krakkarnir í Kátugötu“. „Langbesta fræðslan verður alltaf göngutúrar með foreldrum, því lengi býr að fyrstu gerð. Við leggjum mikla áherslu á að börn gangi í og úr skóla því það er besta hreyfingin, auk þess sem það frískar hugann að fá súrefni í kroppinn áður en heilabrot í skól- anum byrja. Hins vegar er mikil- vægt fyrir þá sem ætla að keyra börn sín í skólann að láta sex ára börn sitja á upphækkuðum púða því þau eru engan veginn orðin nógu hávaxin til að sitja ein með bílbelti í aftursætinu.“ Foreldrarnir skapa umferðarþungann BMW kynnir nýjan BMW seríu 1 tveggja dyra sportbíl. Bílaframleiðandinn BMW kynnir nýjan tveggja dyra sportbíl sem bætist í hóp seríu-1 bíla BMW. Þegar hinn upprunalegi fjögurra dyra seríu-1 bíll var kynntur árið 2004 hlaut hann mikið lof fyrir aksturseiginleikana en last fyrir þrengsli í aftursætum. Það þykir því skynsamlegra að hafa bílinn aðeins tveggja dyra, sem breytir notkun hans talsvert. Það sem er áhugavert við bílinn er að Effici- entDynamics-prógram BMW er innbyggt í hann, en til stendur að það verði sett í alla bíla BMW. Eff- icienDynamics-prógram er sér- stakt eldsneytissparnaðarkerfi. Bíllinn verður framleiddur í nýrri verksmiðju BMW í Leipzig sem var hönnuð af heimsfræga arki- tektinum Zaha Hadid. Nýr BMW sportbíll
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.