Fréttablaðið - 01.09.2007, Page 46

Fréttablaðið - 01.09.2007, Page 46
hús&heimili 1. SEPTEMBER 2007 LAUGARDAGUR6 TREE HOOKED kallast þessir snagar frá fyrirtækinu WATproducts.Það var stofnað fyrir fimm árum í Hollandi af þeim Jan Habrak- en and Maarten Baptist. WAT stendur fyrir „Working apart together,” eða unnið saman í sitt hvoru lagi, en Jan og Maarten vinna oft að verkefnum saman eða hvor í sínu horni. www.watdesign.nl SLIM OG JIM heita þessir skemmtilegu stólar eftir Sebastian Bergne. Stólarnir eru mis- munandi að breidd enda ekki allir með jafn breiða botna. Bergne hefur hann- að fyrir fyrirtæki á borð við Authentics, Habitat og Vitra. Skálar og vegglistaverk úr gleri fara einkar vel á nútímaheimili en eru líka algerlega tímalaus. Skál- arnar eru bæði skraut- og nytja- hlutir og veggmyndir góðar fyrir andann enda taka þær stöðugum breytingum eftir birtuskilyrðun- um. Slíkir gripir eru nú til sýnis í Listhúsi Ófeigs á efri hæð. Þeir eru eftir þær Katrínu Páldóttur og Steindóru Bergþórsdóttur sem hafa farið höndum um þetta marg- slungna efni og fengið út fagra muni. Þessar tvær listakonur reka saman vinnustofuna Gallerí Klett í Hafnarfirði ásamt þeirri þriðju sem heitir Erla Sigurðardóttir og málar myndir. Þær þrjár standa saman að sýn- ingunni í List- húsi Ófeigs að Skólavörðustíg 5 sem er opin til 5. september. - gun Tímalausir töfrar glersins Skálar og vegglistaverk úr gleri eru til sýnis í Listhúsi Ófeigs á Skólavörðustíg til 5. september. Þýtur í laufi I er vegglistaverk eftir Steindóru. Sóldrif eftir Katrínu. Seglum þöndum eftir Katrínu.Gluggar III er eftir Katrínu. Vefurinn heitir þessi skál eftir Steindóru. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR hönnun Útsölustaðir: Easy View Stór og góður spegill sem hægt er að snúna 360° auðvelt að festa -afar skýr Lock-Tite Smella til að halda öryggisbeltum saman. Aðeins ætlað 5p öryggisbeltum fyrir stóla upp að 18kg. Super Mat Motta til að setja undir barnabílstól. Stuff´n Scuff Vörn fyrir framstólinn með vösum, festist á höfuðpúðann. Side-Rider Clip-On karfa - úr mjúku efni sem gefur vel eftir. Hægt að smella eða krækja. Passar á öll sæti. Bílasmiðurinn hf Bíldshöfða 16 sími .5672330 www.bilasmidurinn.is Baby Sam Smáralind og Skeifunni sími : 568 2200 Fífa barnavöruverslun Bíldshöfði 20 ( Húsgagnahöllin ) Barnafataverslunin Spez Hafnarstræti 106 sími . 461133 Akureyri Toyota Akureyri Baldursnesi 1 sími . 4604300 Akureyri Bílasala Suðurlands Fossnesi 14 sími . 4808000 Selfossi Sunshine kids aukahlutir

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.