Fréttablaðið - 01.09.2007, Side 48

Fréttablaðið - 01.09.2007, Side 48
hús&heimili 1. SEPTEMBER 2007 LAUGARDAGUR8 Rottuveggfóður, gyllt gólf og tölvu- teiknuð húsgögn eru meðal þess sem stöllurnar Sofia, Charlotte, Anna og Katja í sænska hönn- unarteyminu Frontsdesign hafa fengið hönnunarheim- inn til að gapa yfir. Tak- mark þeirra frá upphafi var að sigra heim innan- hússhönnunar og virðist þeim hafa tekist það. Hönnun þeirra er ekki bara sérstök í útliti heldur einnig vinnuaðferðirnar. Þær hafa látið rottur naga sig í gegnum veggfóð- ur til að búa til munstur, tekið mót af kanínuholum og breytt í lampa, og mótað vasa eftir spori hunds í djúpum snjó. Síðastliðið haust héldu þær til Tókýó þar sem þær hönnuðu tölvuteiknuð húsögn með all sér- stakri tækni sem yfirleitt er notuð við gerð bíómynda. Þá er notaður hreyfihermir sem eltir hreyfingar þess sem teiknar og úr urðu stól- ar og lampar sem voru steyptir í plast. kristineva@frettabladid.is Komu til að sjá og sigra Sofia, Charlotte, Anna og Katja skipa sænska hönnunarteymið Frontdesign. Þær kynnt- ust í skóla þar sem samstarf þeirra hófst og frá upphafi var það markmið þeirra að sigra hönnunarheiminn. Á aðeins nokkrum árum hefur þeim tekist ætlunarverk sitt. Breytilegur skápur heitir þessi skápur sem er með pixlamunstri. Risastór púði sem er eftirmynd púða sem voru vinsælir á sjöunda ára- tugnum. Vasi sem má breyta. Afar skemmtileg hugmynd. Húsgögnin Sketch sem voru teiknuð í hreyfihermi og mótuð í plast.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.