Fréttablaðið - 01.09.2007, Qupperneq 74
C/o Pop hefur verið haldin árlega
frá árinu 2004 í miðbæ Kölnar og
hefur áherslan verið lögð á strauma
og stefnur í jaðartónlist nútímans
og framtíðarinnar. Dagskráin dreif-
ist á milli fjölbreyttra staða í mið-
borg Kölnar, ekki ólíkt Airwaves,
en jafnframt er haldin ráðstefna og
ýmislegt fleira meðfram sjálfri
hátíðinni. Stærstu nöfnin á c/o Pop í
ár voru án efa Tamílatígragellan
M.I.A., Uffie og Feadz úr Ed Bang-
er, þýsku nýstirnin í Apparat og
brjálæðissveitin Battles (ein lang-
besta tónleikasveit dagsins í dag),
og eitt stærsta og virtasta danstón-
listarplötufyrirtæki heimsins,
Kompakt, hélt risapartí.
Í ár var aðalmiðja hátíðarinnar
hinn svokallaði Evrópurúntur en
hátíðin hafði fengið til liðs við sig
tólf tónlistarhátíðir sem að þeirra
mati eru þær áhugaverðustu í
Evrópu. Iceland Airwaves var ein
þeirra en í þessum hópi má einnig
nefna hátíðir á borð við ofurdans-
tónlistarhátíðina Sonár í Barcelona,
Distortion í Kaupmannahöfn og
Phonem í Istanbúl. Hátíðarnar
fengu síðan hver um sig að kynna
sig á c/o Pop, bæði með bás í mið-
stöð hátíðarinnar og með sérstakri
dagskrá.
Á bás Iceland Airwaves var hið
týpíska íslenska „góðgæti“ á boð-
stólum; harðfiskur, hákarl og úrval
íslensks vínanda. Áfengu drykkirn-
ir gerðu það einmitt að verkum að
íslenski básinn var fjölsóttur og
voru stjórnendur hátíðarinnar sér-
staklega tíðir gestir. Haukur Magn-
ússon, liðsmaður Reykjavík!, þurfti
þannig að hafa mikið fyrir því að fá
framkvæmdastjóra hátíðarinnar,
Ralph Cristoph, til þess að kveðja
rétt fyrir lokun á síðasta degi hátíð-
arinnar.
Miðstöð hátíðarinnar bauð líka
upp á ýmsa fyrirlestra auk þess
sem fjölmargir aðilar tengdir tón-
listarbransanum kynntu sig og
sínar afurðir um leið og þeir skoð-
uðu hjá öðrum. Plötubúðir, fata-
merki, veftímarit, hönnuðir og
fleiri kynntu starfsemi sína og
meðal þeirra voru Íslandsvinirnir í
Berlínar-plötufyrirtækinu Morr
Music, þar sem einmitt Benni
Hemm Hemm og Seabear gefa út
tónlist sína.
Seabear var fyrsta sveitin sem
steig á svið en frumburður sveitar-
innar, The Ghost That Carried Us
Away, kom í vikunni út í Þýskalandi
(úti fannst eitt tónlistarblað sem
fékk ýmsa þekkta aðila til þess að
gefa vel völdum plötum, þar á
meðal plötu Seabear, einkun sína.
Þar bar helst að H.P. Baxxter,
söngvari Scooter, gaf Seabear einn
í einkunn af tíu mögulegum). Í Sea-
bear eru sjö manns og hefur sveitin
eflst mikið undanfarið. Sveitin skil-
aði sínu vel og eftir tónleikana hóp-
aðist fólk að meðlimum sveitarinn-
ar til þess að kaupa eintak af
plötunni.
Sömu sögu má segja af Reykja-
vík! sem spilaði á eftir Seabear.
Léku þeir piltar við hvurn sinn
fingur, buðu upp á þýskukennslu og
danskeppni auk þess sem brenni-
vínsflaska fékk að flakka um salinn
við mikinn fögnuð.
Ein efnilegasta sveit landsins,
Ultra Mega Technobandið Stefán,
fékk síðan að ljúka kvöldinu enda
tónleikar sveitarinnar þekktir fyrir
að fá alla partískala til að springa.
Stóðu þeir svo sannarlega undir
nafni og ætlaði allt um koll að keyra
í salnum. Undir lokin sameinaðist
allur íslenski hópurinn uppi á svið-
inu og steig taktfastan dans sem
náði síðan alla leið út fyrir salinn,
inn í borgina og endaði ekki fyrr en
allir voru sofnaðir. Frábært kvöld í
alla staði.
Hátíðin sem slík var líka öll hin
bærilegasta og Köln einstaklega
viðkunnanleg borg. Af þeim tón-
leikum sem maður sá stóð sveitin
Battles klárlega upp úr. Hreinlega
stórfengleg sýning sem þeir settu á
svið. Ætlunin var líka að sjá M.I.A.
en staðurinn varð fljótt pakkaður
þannig að margir þurftu frá að
hverfa og því missti ég af henni.
Ekki verður hins vegar af því skaf-
ið að Kölnarbúar kunna að skemmta
sér.
Þó að c/o Pop einbeiti sér mest
megnis að rafræna geiranum er
hátíðin greinilega að færa út
kvíarnar og gefa öðrum ólíkum
stefnum meiri gaum. Að fá sveitir
eins og Seabear og Reykjavík! til
þess að spila gaf hátíðinni óneit-
anlega meiri vídd en Reykjavík!
var án alls vafa rokkaðasta sveitin
á hátíðinni, sem vonandi heldur
áfram að hygla íslensku tónlist-
arsenunni jafn mikið.
Tekið á því í Köln
Tónlistarhátíðin c/o Pop (Cologne on Pop) fór fram í Köln, fjórðu stærstu
borg Þýskalands, fyrir stuttu síðan. Reykvísku tónlistarhátíðinni Iceland
Airwaves var boðið sérstaklega á hátíðina til þess að kynna sig og spiluðu
íslensku sveitirnar Ultra Mega Technobandið Stefán, Seabear og Reykjavík!
á sérstöku Iceland Airwaves-kvöldi. Viðtökurnar voru vægast sagt góðar og
brosmildir Þjóðverjar stigu villtan dans með Íslendingunum og Steinþóri
Helga Arnsteinssyni sem var á svæðinu.
[up
pl‡s
inga
-
sím
i sk
ólan
s
er 5
68.3
725
]
[veldu
gó›an
jar›veg
fyrir
barni›
flitt] -veldu Su›urhlí›arskóla!