Fréttablaðið - 01.09.2007, Side 78
Allar fjöldahreyfingar
og tískustefnur, sama
hversu heimskuleg-
ar og skammlífar
þær eru, eiga sér
upphaf. Þetta upphaf
er hægt að rekja ýmist
til einnar manneskju,
hóps fólks eða út frá
öðrum hreyfingum og
stefnum.
Ein er þó sú stefna sem hingað til
hefur reynst nánast ómögulegt að
rekja að einhvers konar skilgreinan-
legu upphafi. Hnakkastefnan.
Hnakkastefnan er nú á blóma-
skeiði sínu hérlendis og þrátt fyrir
að skærustu stjörnur hennar, Gillz
og karlarnir hans, séu nú aðeins
fjarrænt blik eru göturnar fullar
af imprezum og aflituðum gulrótar-
piltum. Verkfræðingar Landsvirkj-
unar eru í óða önn að stífla allar ár
landsins til að sjá sífjölgandi
ljósabekkjum landsins fyrir orku.
Barnaskólar eru fullir af stelpum
sem dreymir um sílikon og stælta
stálstráka og strákum sem byrjaðir
eru að safna fyrir húðkrabbameini
og steratyppi.
Hnakkastefnan virðist einskorð-
uð við Norðurlöndin og að einhverju
leyti Japan, en hún hefur almennt
ekki náð fótfestu þar sem læsi er
meira en þrjú prósent. Upptökin í
Asíu eru óþekkt en hér á Íslandi
hefur komið fram sennileg tilgáta
um tilurð hennar: Jón Páll Sigmars-
son og Hólmfríður Karlsdóttir.
Þegar stjörnur hnakkastefnunnar
voru börn voru þau skötuhjúin
fyrstu fyrirmyndirnar. Hinn stóri,
stælti, ljóshærði, brúni og á sinn
hátt einfaldi Jón Páll var hetja allra
barna sem einhvern tímann sáu
hann sigra Kazmeier. Hólmfríður
Karlsdóttir var fegursta kona í
heimi, hinn fullkomni kvenmaður,
ljós norðursins.
Nú sýpur íslensk þjóð seyðið af
því að hafa ekki haft gát á hvernig
sigrar hennar voru matreiddir ofan
í börnin.
Fátt er þó með öllu illt. Unnur
Birna, Íslands dáða dóttir, vann
heimsmeistaratitil í fegurð. Alveg
eins og Hófí. En hvað varðar
sterkasta mann heims þá á Gillzen-
egger langt í land. Kannski hann
þurfi bara að drekka meiri Svala.