Fréttablaðið - 01.09.2007, Side 82

Fréttablaðið - 01.09.2007, Side 82
Rannveig Fríða Bragadóttir mezzó- sópran og Gerrit Schuil píanóleikari halda ljóðatónleika í dag kl. 17 í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídal- ínskirkju í Garðabæ. Þeir eru fyrst- ir í tónleikaröðinni „Ljóðasöngur á hausti“, þar sem fimm íslenskir ein- söngvarar koma fram ásamt Gerrit Schuil. Þema fyrstu tónleikanna er kvenmyndir Goethes eins og sex tónskáld hafa tjáð þær, Beethoven, Mendelssohn, Schumann, Liszt, Schubert og Wolf. Rannveig Fríða Bragadóttir stundaði söngnám við Tónlistarhá- skóla Vínarborgar og lauk þaðan meistaragráðu með láði. Hún á að baki tuttugu ára glæsilegan söng- feril. Í fjögur ár starfaði hún sem einsöngvari við Ríkisóperuna í Vín- arborg og síðar við óperuhúsið í Frankfurt og tónlistarhátíðina í Salzburg, en einnig hefur hún sung- ið við óperuhús víðar. Hér á landi er hún kunn sem ljóða- og óratoríu- söngvari og óperusöngvari. Hún hefur starfað með öllum helstu lista- stofnunum landsins og haldið fjölda einsöngstónleika. Rannveig Fríða býr í Vínarborg þar sem hún starfar sem konsert- og óperusöngkona en er jafnframt prófessor við einsöng- varadeild Tónlistarháskólans í Vín. Gerrit Schuil nam píanóleik við Tónlistarháskólann í Rotterdam og stundaði síðan framhaldsnám hjá John Lill, Gerald Moore og Vlado Perlemuter. Hann hefur komið fram á tónleikum víða um lönd sem ein- leikari og meðleikari með söngvur- um og hljóðfæraleikurum. Árið 1993 fluttist Gerrit Schuil til Íslands og hefur síðan sett svip sinn á íslenskt tónlistarlíf. Þau Gerrit hafa hljóðrit- að og gefið út tvo hljómdiska, ann- ars vegar söngljóð eftir Schubert (1997) og hins vegar söngljóð eftir Schubert, Schumann, Wolf og Grieg (2001), en diskarnir voru báðir til- nefndir til íslenskra tónlistarverð- launa á sínum tíma. Ljóð í Kirkjuhvoli 29 30 31 1 2 3 4 Auglýsingasími – Mest lesið Laugardag 1. sept., kl. 13-16 Samúel Jón Samúelsson stjórnar lokakvöldinu: Sammi í Jagúar hefur sett saman sveitta klúbb samloku fyrir Lokakvöld Jazzhátíðar Reykjavíkur. STÓRSVEIT SAMMA leikur efni af nýútkominni plötu þeirra „Fnykur“ í bland við magnaða Big Band tónlist hins fi nnska JIMI TENOR. Afróbít sveitin ANTIBALAS stígur síðan á svið og tryllir lýðinn fram á nótt. DJ LUCKY mun þeyta saman tónlistarforrétti og millirétti svo enginn fari svangur heim. SAGA CAPITAL OG JAZZHÁTÍÐ REYKJAVÍKUR 2007 KYNNA: DJ Lucky ANTIBALAS Fnykur Afróbít frá NYC Jimi Tenor Frá Finnlandi! Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar Sammi í Jagúar lokar Jazzhátíðinni! ásamt Klúbb SAM Loka JAZZHÁTÍÐ REYKJAVÍKUR 29. ÁGÚST - 1. SEPTEMBER 2007 FO RT E A ug lý si ng as to fa ALLIR ELSKA JAZZ! Miðasala við innganginn og á www.midi.is Allar upplýsingar um einstaka viðburði og fl ytjendur á www.jazz.is Ókeypis tónleikar – Ef það sé jazz! Markaðstorg jazzins • Andrea og tríó Bjössa Thor • Hilmar Jensson • Ragnheiður Gröndal ásamt Gumma Pé og Valda Kolla • Bláir Skuggar Sigga Flosa Nasa Laugardagskvöld 1. sept., kl. 21:00 Ráðhúsið Ókeypis tónleikar á Jómfrúnni kl. 15-17 Egill B. Hreinsson og hljómsveit A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.