Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.09.2007, Qupperneq 84

Fréttablaðið - 01.09.2007, Qupperneq 84
Um daginn var ég spurð hvort ég væri fylgjandi skólabúningum á Íslandi. Auðvitað, svaraði ég. Það vill nefnilega svo til að við systkinin gengum í skólabúning frá svona tíu til fimmtán ára aldurs í friðsælu úthverfi Lundúnaborgar. Við vorum hvort í sínum skólanum, enda hefð fyrir því að kynjaskipta skólum. Að vísu fékk bróðir minn hefðbundn- ara litaval í búning en ég, hann var í svörtum blazer með rauðri bryddingu, svörtu og rauðu bindi og gráum buxum (hnébuxum á sumrin). Minn skóli sem var settur á fót á sjöunda áratugnum var dálítið hippalegri í litavali en ég gekk daglega í dökkbrúnum blazer, dökkbrúnu pilsi og með skærblátt og brúnt bindi. (Reyndar myndi Marc Jacobs ekki fúlsa við þessari litasamsetningu í dag). Þegar ég var ellefu ára kunni ég sumsé að hnýta bindishnút, nokkuð sem hefur nýst karlmönnunum í lífi mínu vel. Á hverjum degi fór ég í sömu fötin, hnésokka, pils, hvíta skyrtu, blazer og bindi, nema yfir heitustu mánuðina þar sem við máttum vera í hvít- og bláröndóttum kjólum. Auðvitað átti maður nokkur stykki af hverri flík en mikið óskaplega var þægilegt að þurfa aldrei að spá frekar í hverju maður átti að klæðast á morgnana. Stúlkunum var skipt í fjögur „hús“ (þó hvorki Slytherin né Gryffindor) og blazer-jakkarnir voru kirfilega merktir þeim, og ef maður var umsjónarmaður fékk maður fallega bláa nælu þar sem stóð „Head Girl“. Þegar unglingsaldurinn nálgaðist gat maður ýjað að því að maður fylgdist með nýjustu tísku með skótaui og pilssídd. Þegar ég var fjórtán voru allar aðalpæjurnar í brúnum DocMartens við sportsokkana og höfðu stytt pilsin í eins stutt og mögulega komst fram hjá vökulum augum skólastýrunnar. Skartgripir voru bannaðir, og förðun eiginlega líka. Maður var orðinn meistari í að nota baugahyljara, vaselín og örlítinn brúnan maskara til að hressa upp á útlitið. Á veturna, þegar kaldast var í veðri, áttum við allar eitt stykki kamellitaða ullarkápu, flauelssixpensara og stóran röndóttan trefil í skólalitunum sem nýttist vel þegar andaði köldu á rökum breskum nóvembermorgnum. Þegar ég lít til baka þá var þetta allt afskaplega fallegt, svona eins og teikning út úr Enid Blyton-bókum eða jafnvel Harry Potter. Eitthvað annað en tólf ára unglingar Reykjavíkur sem hanga á skólalóðinni í hlýrabolum og hettupeysum. Ég kættist því yfir tillögum borgarfulltrúa um að innleiða skólabúninga í grunnskólum höfuðborgarinnar. En hvað blasti svo við mér í dagblaði síðustu helgi? Mynd af „stórkostlegum“ nýjum búningi í einum grunnskóla. Trúði ekki eigin augum að krökkunum hefði verið skellt í samlita JOGGING- GALLA og að sú ósköp hétu skólabúningur. Einmitt, fussaði ég. Það var þá eitthvað til að bæta fatamenningu landans að telja æskunni trú um að jogginggalli væri ásættanlegur hversdagsklæðnaður. Var ekki hægt að minnsta kosti að setja börnin í klassískar buxur, skyrtu og peysu? Nú lítur út fyrir að flíspeysan og jogginggallinn festist í sessi sem júniform Íslendinga til eilífðarnóns. Júniform Íslendinga Leður og lakk er að birtast í mörgum útgáfum í tískuvöru- verslunum borgarinnar enda voru haust- og vetrarsýningar tískuhúsa eins og Hermés, Gucci, Dolce et Gabbana og Burberry Prorsum uppfullar af seiðandi kattarkonum. Síðir kjólar, stutt pils, háir hanskar, sixpensara, stígvél upp á mið læri og sam- festingar úr glansandi leðri settu afar kynþokkafulla línu í vetrar- tískunni. Áhrifin voru sótt jafnt í sixtís rokkstelpur eins og Mari- anne Faithful og Francoise Hardy og kvenkyns miðaldaridd- ara eins og Jóhönnu af Örk. Það er líka skemmtilega „kinky“ blær á svörtu lakki þar sem það minnir óneitanlega á tilraunakennda kynlífsleiki.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.