Fréttablaðið - 06.09.2007, Page 11

Fréttablaðið - 06.09.2007, Page 11
Bæjaryfirvöld í Kópavogi senda á næstunni bréf til hestamanna, sem hafa selt hesthús sín í Glaðheimum í Kópavogi. Í bréfinu verður kynnt fyrirkomulag varðandi afnot af hesthúsunum í vetur. Hestamennirnir geta óskað eftir því að nota húsin og verður gerður sérstakur leigusamningur við hvern og einn. Bjarnleifur Bjarnleifsson, formaður hestamannafé- lagsins Gusts, segir að nýja fyrirkomulagið feli í sér að menn séu áfram í sömu hesthúsum og áður. Engin breyting verði á því. Ekki verði um neina leigu til bæjaryfirvalda að ræða heldur verður í leigusamn- ingnum aðeins kveðið á um þau hefðbundnu gjöld sem hestamenn hafa borgað hingað til, til dæmis fasteigna- gjöld. „Núna er bara verið að staðfesta að menn borgi þessi gjöld og tryggja mönnum hesthús næsta vetur meðan við erum að byggja á Kjóavöllum. Við úthlutum lóðum þar á næstu vikum og svo hefjast framkvæmdir vonandi í haust. Þetta tekur allt tíma en meiningin er að þessu verði lokið um áramót- in 2008-2009 og að allir verði fluttir þá.“ Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Larry Craig segist hugsanlega ætla að hætta við afsögn sína. Lögmenn hans segja fjölmörg fordæmi fyrir því í 220 ára sögu þingsins að minni háttar afbrot leiði ekki til afsagnar. Félagar hans í Repúblikana- flokknum kröfðust þess að hann segði af sér þing- mennsku eftir að hann hafði dregið til baka játningu um að hafa falast eftir kynmökum við óeinkennisklædd- an lögreglumann á flugvelli. Craig segist þó „ekkert rangt“ hafa gert og neitar því jafnframt að vera samkynhneigður. Hann hefur á ferli sínum barist gegn auknum réttindum samkyn- hneigðra. Hættir kannski við að hætta Borgarstarfsmenn í Mumbai á Indlandi hafa fengið skýr fyrirmæli um að hætta að hrækja innandyra í vinnunni. Ljósmyndir af þeim sem brjóta gegn þessu banni verða hengdar upp á vegg ásamt nafni og starfsheiti viðkomandi. Einnig þurfa þeir að greiða sekt. Herferðin beinist einkum að starfsmönnum borgarskrifstofu sem hefur umsjón með hreinlæt- ismálum í borginni og gatnakerf- inu. Í nóvember á síðan að hefjast allsherjar hreinlætisherferð í Mumbai, sem mun vera ein óþrifalegasta borg á Indlandi. Verða að hætta að hrækja inni MS drykkjarvörur í fjallgönguna MS mjólkurdrykkirnir eru prótein- og kalkríkir og stútfullir af næringarefnum. Veldu þér ískaldan mjólkurdrykk í handhægum umbúðum í næstu verslun. SUMIR ERU TRYGGÐIR, ÁN ÞESS AÐ VITA NÁKVÆMLEGA FYRIR HVERJU. VERTU VISS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.