Fréttablaðið - 06.09.2007, Síða 16
Íslandsmeistaramótið í
kranastjórnun fór fram
á dögunum. Ingi Björns-
son stóð með pálmann í
höndunum í þriðja sinn
á jafn mörgum árum og
verður því fulltrúi Íslands
á Evrópumeistaramótinu í
kranastjórnun, sem fram
fer í Þýskalandi.
Alls tóku um þrjátíu keppendur
þátt í Íslandsmeistaramótinu, sem
var fyrst haldið árið 2004 hefur
verið haldið árlega síðan. Bygg-
ingafyrirtækið Mest heldur mótið
en það er umboðsaðili vélarfram-
leiðandans Liebherr á Íslandi sem
stendur aftur á móti fyrir Evrópu-
meistaramótinu í Þýskalandi.
Sérstök keppnisbraut var sett
upp við Malarhöfða, þar sem krana-
stjórarnir þurftu að leysa ákveðn-
ar þrautir, til dæmis að flytja síló á
milli staða og reyna að hitta bolta
ofan í rennu. Sá sigrar sem kemst í
gegnum brautina á skemmstum
tíma.
Að stjórna krana er vandasamt
verk; krananum er stjórnað frá
jörðu niðri með fjarstýringu og
þarf kranastjórinn að sýna úrræða-
semi og nákvæmni, ekki síst þegar
hann er í kappi við tímann.
Ingi Björnsson hjá verktakafyr-
irtækinu Feðgum fór með sigur af
hólmi. Hann fór yfir brautina á
einni mínútu og sex sekúndum, og
var rúmum 23 sekúndum á undan
næsta manni. Þetta er þriðja árið í
röð sem Ingi hampar Íslandsmeist-
aratitlinum og verður hann því
fulltrúi Íslands á Evrópumeistara-
mótinu í kranastjórnun, sem fram
fer í Þýskalandi í haust. Ingi hafn-
aði í öðru sæti á Evrópumeistara-
mótinu 2005 og því óhætt að full-
yrða að Íslendingar eiga
kranastjóra á heimsmælikvarða.
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
Erfitt starf
Grettistak Ekki sannfærandi
Með tvo diska og bækur í takinu
Ingi konungur krananna
Álfabakki 14 a í Mjóddinni, sími 557 6020 www.brudhjon.is, katrin@brudhjon.is
Brúðarkjólaleiga Katrínar