Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.09.2007, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 06.09.2007, Qupperneq 18
fréttir og fróðleikur Byggingararfleifð þjóðarinnar varðveitt Íslenskur orkuiðnaður hefur verið pólitískt deilu- efni um nokkurt skeið og ekki sér fyrir endann á því enn. Deilt er um hvernig eigi að gera orkufyrirtækj- um kleift að nýta tækifæri á erlendum vettvangi en tryggja um leið heitt og kalt vatn á góðum kjörum. Mál- efni Orkuveitu Reykjavíkur eru lýsandi fyrir þetta. „Ef einn segir nei stoppast allt. Þannig ganga hlutirnir fyrir sig í sameignarrekstrarforminu,“ sagði Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, við blaða- mann á dögunum. Stjórnendur fyr- irtækisins hafa um nokkurra ára skeið haft þá skoðun að sameignar- formið henti ekki fyrirtæki eins og Orkuveitunni og hamli framgangi þess, sem þó hefur verið mikill á undanförnum árum. Stjórnin vill breyta fyrirtækinu í hlutafélag, meðal annars til þess að stytta verkferla og auðvelda stjórn fyrir- tækisins. Eigendur sameignarfyrirtækis hafa neitunarvald um allar aðgerð- ar þess. Þannig er málum háttað nú en stjórnendur Orkuveitunnar telja hlutafélagaformið betra, þar sem neitunarvaldið er ekki fyrir hendi. Fulltrúar minnihlutans í borgar- stjórn hafa tekið þessum hugmynd- um um rekstrarformsbreytingar illa. „Sporin hræða,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna og stjórnarmaður í Orkuveitunni, og vitnaði til þess að hlutafélagavæðing væri „undanfari einkavæðingar“. Því hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsókn- arflokksins alfarið neitað og raunar Össur Skarphéðinsson iðnaðarráð- herra einnig. Eigendur Orkuveitunnar; Reykja- víkurborg, Akranesbær, Borgar- byggð og Borgarfjarðasveit, hafa nú málið á sínu forræði. Þar mæðir mest á langstærsta eigandanum, Reykjavíkurborg, sem á um 93,5 prósenta hlut. Akranesbær á um 5,5 prósenta hlut en hin sveitarfélögin tvö eiga smáa hluti. Umræða um rekstrarforms- breytingar á opinberum fyrirtækj- um hefur oftar en ekki farið fram á pólitísku skjálftasvæði þar sem varðstaðan um sameiginlegan rekstur grunnstoða samfélags- rekstrarins er miðpunkturinn. Árum saman hafa stjórnendur Orkuveitunnar haft þá skoðun að hlutafélagaformið henti fyrirtæk- inu betur til rekstrarins en sam- eignarformið. Þar hafa langir verk- ferlar ráðið miklu auk fleiri þátta. Í rökstuðningi Guðmundar Þórodds- sonar og Hjörleifs B. Kvaran aðstoðarforstjóra fyrir tillögunni um rekstrarformsbreytingu vó ábyrgð eigenda þungt. Eftirlits- stofnun EFTA, ESA, hefur nú til skoðunar hvort ábyrgðir eigenda sameignarfyrirtækis skekki sam- keppnisstöðu gagnvart hlutafélög- um sem ekki njóta sambærilegra ábyrgða. Í sameignarforminu ábyrgjast eigendur allar skuldbind- ingar félagsins en í hlutafélaga- forminu ábyrgjast eigendur ein- ungis skuldbindingar með framlögum, hlutafé og öðrum eign- um fyrirtækisins. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur, gagnrýndi ónægan undirbúning tillögu stjórnarinnar til eigenda sinna. Hann nefndi sér- staklega að lögfræðileg athugun á því hvernig hugsanlegar aðfinnslur ESA myndu snerta fyrirtækið hefði ekki farið fram og því væri málið að stórum hluta „algjörlega óundir- búið“. Þessu hafa aðrir stjórnar- menn mótmælt og bent á máli sínu til stuðnings að hugmyndin sé margra ára gömul og fullrædd á mörgum stigum. Fyrrverandi meirihluti R-listans í borgarstjórn Reykjavíkur hafði það til umræðu að breyta Orkuveit- unni í hlutafélag en full samstaða meðal Samfylkingarinnar, Fram- sóknarflokksins og Vinstri grænna, sem mynduðu R-listann, náðist aldrei. Lögum um Orkuveituna var breytt í sameignarfyrirtæki árið 2001 og á þeim lagagrunni hefur fyrirtækið starfað síðan. Vilji hefur verið til þess hjá forsvarsmönnum Orkuveitunnar að breyta félaginu í hlutafélag frá þessum tíma. Orkuveitan er að grunni til fyrir- tæki í almannaþjónustu sem útveg- ar fólki heitt og kalt vatn á góðum kjörum en vöxtur fyrirtækisins, sem hefur verið ævintýri líkastur, hefur helst verið á sviði raforku- sölu til stóriðju. Fulltrúar allra flokka í borgarstjórn, með Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson í broddi fylkingar, vilja að almannaþjónustan verði áfram í félagslegri eigu. Samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi Þóroddssyni eru mörg verkefni í bígerð erlendis sem Reykjavík Energy Investment, félag sem stofnað var í kringum verkefni Orkuveitunnar á erlendri grundu, hefur umsjón með. Það eru verkefni sem snúa að uppsetningu jarðvarmavirkjana og sölu á raf- magni sem þær búa til. Gríðarleg eftirspurn er eftir sérþekkingu sem hér hefur orðið til á sviði nýt- ingu jarðhita. „Það er langt frá því að vera til nægilega mikil orka til þess að anna eftirspurn eftir öllum sem vilja koma hingað með starf- semi,“ segir Guðmundur. Hann hefur á undanförnum mánuðum fundað með fulltrúum margra fyr- irtækja sem hafa sýnt áhuga á því að koma hingað. Í gær átti hann fund með fulltrúum bandaríska framleiðslufyrirtækisins Washing- ton Mills en þeir eru að kanna möguleika á því að setja hér upp starfsemi. Samkvæmt heimildarmönnum Fréttablaðsins í íslenskum orkuiðn- aði virðist lítill áhugi á því að einka- væða fyrirtæki sem annast almannaþjónustu, það er að útvega heitt og kalt vatn á góðum kjörum. Íslensk orkufyrirtæki hafa að und- anförnu átt í viðræðum við iðnaðar- ráðuneytið um hvernig mögulegt sé að nýta dýrmæta íslenska sér- þekkingu á sviði orkuöflunar erlendis, án þess að of mikill pólit- ískur skjálfti hljótist af. Orkumál á pólitísku skjálftasvæði Ógnarrisi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.