Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.09.2007, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 06.09.2007, Qupperneq 24
nám, fróðleikur og vísindi Viðurkenning mennta- málaráðherra á háskóla er merki þess að hann uppfylli lágmarkskröfur um að vera háskóli. Fjórir íslenskir háskólar hlutu viðurkenn- ingu menntamálaráðherra á mánudaginn. „Hlutverk matsnefndanna var að mæla með hvort hver háskóli fengi fulla viðurkenningu menntamála- ráðherra eða ekki. Í öllum þeim skýrslum sem við fengum frá nefndunum var tvímælalaust mælt með að skólarnir fengju viður- kenningu,“ segir Rósa Gunnars- dóttir, sérfræðingur á skrifstofu vísinda og háskóla í menntamála- ráðuneytinu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra afhenti við- urkenningar til háskóla í fyrsta skipti í sögu íslenska háskólakerf- isins á mánudaginn. Afhentar voru viðurkenningar á fræðasviðum verk- og tæknivísinda, náttúruvís- inda, hugvísinda og lista. Skólarnir sem hlutu viður- kenningu á þess- um sviðum eru Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Land- búnaðarháskóli Íslands og Lista- háskólinn. Matsferlið er byggt á lögum frá 2006, en sam- kvæmt þeim þurfa starfandi háskólar að sækja um viður- kenningu menntamálaráð- herra á þeim fræðasviðum sem þeir eru virkir á. „Það sem við erum að gera sem er öðruvísi en annars staðar í heiminum er að við erum að taka fyrir alla háskólana eftir fræðasviðum. Oftast er þetta þannig að hver skóli fyrir sig sækir um viðurkenningu sem er eins konar gæðastimpill,“ segir Rósa. Hún segir ráðuneytið hafa skipt fræðasviðunum í tvennt til að minnka álagið á kerfinu. Nú voru tekin fyrir fjögur svið en hin þrjú sviðin sem tekin verða fyrir næst eru heilbrigðisvísindi, félagsvís- indi og bú- og auðlindavísindi. Umsóknarfrestur háskóla til að sækja um viðurkenningu á þeim sviðum rann út á mánudaginn. Í niðurstöðum úr skýrslum nefndanna komu fram styrkleikar og veikleikar skólanna. Veikleik- arnir voru einna helst skortur á rannsóknaraðstöðu og skrifstofu- fólki. „Auðvitað koma fram atriði sem mætti bæta og við munum nota þær upplýsingar þegar við skipuleggjum svokallað ytra mat seinna,“ segir Rósa. Hún bendir á að það sem skólarnir fái út úr þessu sé frelsi til að halda áfram að þróa sjálfa sig. „Það er búið að votta að þeir uppfylli þau skilyrði sem þeir þurfa til að kallast háskóli. Nú verður bara að koma í ljós með hina hópana sem teknir verða fyrir í haust.“ Frelsi til að halda áfram Á vefsíðunni hvar.is er hægt að lesa yfir fjórtán þúsund tímarit án þess að greiða fyrir það. Einnig er hægt að skoða Britannicu alfræði- bókina, fletta upp í orðabókum og margt fleira. Sveinn Ólafsson, umsjónarmað- ur landsaðgangs hvar.is, segir að á síðunni sé safn rafrænna áskrifta sem allir geti skoðað svo framar- lega sem þeir tengist síðunni í gegnum íslenska netveitu. „Til að gefa mynd af því hvað fjórtán þús- und tímarit eru mikið af efni þá myndu tíu árgangar af þeim fylla Þjóðarbókhlöðuna tvisvar sinnum, gróflega áætlað.“ „Nú þegar skólarnir eru að byrja getur verið gott fyrir skóla- fólk að vita af síðunni. Til dæmis fyrir allan þann fjölda, yfir þrjú- þúsund manns, sem er í námi sem tengist viðskiptum og stjórnun. En einnig fyrir þá fyrir þá sem ekki eru í skóla og vita ekki af henni. Hvar.is getur verið ómetan- legt tæki til að finna alls kyns upp- lýsingar,“ segir Sveinn og bætir því við að meðal annars sé hægt að lesa tímaritið The Economist frítt á síðunni. Sveinn segir að aðgangurinn að hvar.is hafi aukist mikið á liðnum árum. Um sex þúsund greinar voru sóttar inn á hvar.is þegar síðan opnaði árið 1999 en rúmlega 770 þúsund í fyrra. Sveinn á von á því að aðsóknin á síðuna eigi eftir að halda áfram að aukast því stöðugt sé verið að bæta við gagna- söfnin, meðal annars sex þúsund tímarit á þessu ári. Færri börn á hvern kennara
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.