Fréttablaðið - 06.09.2007, Síða 26

Fréttablaðið - 06.09.2007, Síða 26
[Hlutabréf] Peningaskápurinn ... Fjárfestingarfélagið Berkshire Hathaway, sem ofurfjárfestirinn Warren Buffet fer fyrir, hefur óskað eftir því að auka hlut sinn í lesta- flutningafélaginu Bur- lington Northern Santa Fe. Gæti hluturinn farið úr fimmtán prósentum í fjórðungshlut. Burling- ton Northern er hið annað stærsta á sínu sviði í Bandaríkjunum. Hinn aldni auðjöfur Buffet hefur reynst naskur í gegnum tíðina að finna undirverðlögð fyrirtæki. Tekjur Burlington Norhtern hafa aukist jafnt og þétt frá byrjun árs 2003 á kostnað flutningabíla, sem hafa þurft að berjast við hækkandi eldsneytisverð og sívaxandi umferðartafir á bandarískum þjóð- vegum. Telja sérfræðing- ar að Buffet sjái fram á enn frekari tekjuvöxt í geiranum þar sem afkastagetan er enn þó nokkur. Vísitala S&P 500 fyrir lestaflutningafyrirtæki hefur hækkað um fimmt- án prósent á árinu. Til samanburðar hefur trukkavísitala S&P hækk- að um 7,7 prósent. Samkvæmt bandarísk- um lögum fær Berkshire eitt ár til að koma hlut sínum í 25 prósent að sögn Bloomberg. Berkshire hefur einnig fjárfest í Union Pacific og Norfolk Southern, tveimur af helstu samkeppnisaðilum Burling- ton Northern. Einn hlutur í Berks- hire kostar nú rúmar 7,7 milljónir króna. Fjárfestir í vörulestum Viðskiptahalli á öðrum ársfjórðungi nam 51 milljarði íslenskra króna, samkvæmt bráðabirgðatölum frá Seðlabanka Íslands. Hallinn jókst um rúmlega tut- tugu og tvo millj- arða króna frá fyrsta árshelm- ingi. Fram kemur í Morgunkornum Glitnis að aukn- inguna milli fjórð- unga megi nær alfarið rekja til meiri halla á vöru- skiptum við útlönd, einkum vegna mikils innflutnings á neysluvörum á öðrum ársfjórðungi. Halli á vöru- skiptum við útlönd nam 31,5 millj- örðum króna á öðrum ársfjórðungi. Viðskiptahalli á fyrri helmingi árs er því 79,6 milljarðar króna samanborið við rúmlega 127 millj- arða á sama tímabili í fyrra. Hallinn 51 milljarður Stjórnendur Alfesca stefna að því að ljúka kaupum á breska fyrir- tækinu Oscar Mayer fyrir áramót. Þetta kom fram á kynningarfundi ársuppgjörs Alfesca. Viðræður um kaupin standa nú yfir og áreið- anleikakönnun er nýhafin. Xavier Govare, forstjóri Alfes- ca, sagði á fundinum að Oscar Mayer yrði mikill fengur fyrir Alfesca. Oscar Mayer framleiðir og selur tilbúna rétti undir vörumerkjum annarra og sér meðal annars Sainsbury‘s og Morrisons-versl- unarkeðjunum fyrir vörum. Með kaupunum á félaginu yrði fimmta stoðin reist undir starfsemi Alfes- ca með tilbúnum réttum. Aðalstoð- irnar hafa hingað til verið fjórar: reyktur lax og aðrar fiskafurðir, andalifur og andakjöt, blini og smjörvörur, og rækjur og annar skelfiskur. Sala félagsins á árinu sem lauk í mars 2007 nam 124 milljónum punda. Það eru rúmir sextán millj- arðar króna. Undirbúa kaup á fimmtu stoðinni ÚTSA LA ÚTSA LA Ú ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA L ÚTSA ÚTSA LA ÚT ÚTSA LA Ú ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA L ÚTSA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA A ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ALA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA TSAL A ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA A ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA LA ÚTSA LA ALA TSAL A ÚTSA LA ÚT ÚTSA LA ÚTSA LA 78 LPARNIR Íslensku Faxafeni 8 • 108 Reykjavík • Sími 534 2727 • e-mail: alparnir@alparnir.is • www.alparnir.is T LÚ Glitnir hefur keypt tæplega fjöru- tíu prósenta hlut í Tryggingamið- stöðinni (TM) af félögum Guð- bjargar M. Matthíasdóttur og hjónanna Sigríðar E. Zoëga og Geirs G. Zoëga auk tengdra aðila. Kaupverð nemur tuttugu milljörð- um króna. Greitt verður fyrir sex- tíu prósent af verðinu, tólf millj- arða króna, með reiðufé en afganginn með hlutum í Glitni. Seljendur hafa skuldbundið sig til að halda níutíu prósentum af bréf- um í bankanum í eitt ár hið minnsta. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugs- son, stjórnarformaður TM, segir viðskiptin marka nýtt upphaf í sögu félagsins og hafi báðir aðilar staðið glaðir upp frá samninga- borðinu. Guðbjörg, sem er jafn- framt stærsti hluthafi Ísfélags Vestmannaeyja, og fjölskylda hennar hafi lengi verið meðal stærstu hluthafa TM. „Þetta er stór ákvörðun hjá fjölskyldunni eftir að hafa fylgt félaginu alla tíð og verið kjölfestufjárfestir síð- ustu ár,“ segir hann og bætir við að margir hafi borið víurnar í hlutabréf TM í gegnum tíðina en án árangurs. Athygli vekur að Glitnir greiðir 46,50 krónur fyrir hvern hlut í TM, sem er talsvert yfir meðal- gengi félagsins. Til samanburðar greiddi Kjarrhólmi um 38 krónur fyrir hlut sinn í apríl þegar félagið kom inn í hluthafahópinn. Gunn- laugur segir verðið skiljanlegt enda hafi lítil hreyfing verið á bréfum félagsins. „Verðið er gott,“ segir hann. Glitnir hyggst selja ýmist alla hlutina áfram eða stærstan hluta hans til fjárfesta og eru viðræður þegar hafnar. Endanleg mynd mun ekki komin á hópinn en mun skýr- ast eftir nokkrar vikur. FL Group, stærsti hluthafinn í Kjarrhólma ásamt Sundi ehf., og tengdir fjár- festar koma sterklega til greina, samkvæmt heimildum Markaðar- ins. Eignahlutur FL Group og Kjarrhólma er hins vegar við fjörutíu prósenta yfirtökumörkin og óvíst hvað gerist í framhaldinu. Víst þykir hins vegar að hræring- ar verði í stjórn tryggingafélags- ins auk þess sem vangaveltur eru uppi um að Óskar Magnússon, for- stjóri TM, láti af störfum. Tryggingahluti TM hefur verið óviðunandi upp á síðkastið og óvíst hvort hann laði fjárfesta að félag- inu þótt hækkun iðgjalda og end- urskipulagning geti bætt úr skák. Karl K. Másson, sérfræðingur hjá greiningardeild Landsbankans, telur fjárfestana fyrst og fremst horfa á sterka eiginfjárstöðu TM og vátryggingaskuldar félagsins, sjóðs sem safnast af iðgjöldum fyrir ófyrirséð óhöppum. „Á meðan ekki þarf að greiða trygg- ingatökum skuldina getur trygg- ingafélagið ávaxtað sjóðinn,“ segir Karl. Eyjamenn selja í TM Glitnir er stærsti hluthafi Tryggingamiðstöðvarinn- ar eftir milljarðaviðskipti með bréf í félaginu í gær.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.