Fréttablaðið - 06.09.2007, Síða 28

Fréttablaðið - 06.09.2007, Síða 28
greinar@frettabladid.is Morgunblaðið á þakkir skildar og þá ekki sízt Agnes Bragadóttir blaðamaður fyrir vaskleg skrif að undanförnu um meint svindl í kringum kvótakerf- ið. Brottkast og löndun fram hjá vikt hafa verið á allra vitorði frá árdögum kvótakerfisins að heita má eins og liggur í hlutarins eðli. Fáir hafa þó viljað við málið kannast, enda varðar kvótasvindl við lög. Í staðinn hefur verið reistur varnarmúr í kringum meint svindl: lygamúr. Slíkir múrar rofna ævinlega á endan- um, ýmist innan frá eða utan að, og nú hefur Morgunblaðið blásið í flautuna. Uppljóstranir Moggans snúa meðal annars að slakri löggæzlu. Margir sjómenn hafa lýst svindlinu fyrir mér og öðrum langt aftur í tímann, jafnvel í útvarpi. Dómsmálayfirvöld og lögregla virðast þó hafa látið sér fátt um finnast. Gagnrýni Morgunblaðsins hefur reyndar ekki beinzt í fyrsta lagi að lögreglunni, heldur að Fiski- stofu, sem annast framkvæmd laga um stjórn fiskveiða, hefur eftirlit með fiskveiðum og sér um álagningu gjalds vegna ólögmæts sjávarafla. Vandinn hér er sá, að Fiskistofa heyrir undir sjávarút- vegsráðuneytið og hefur því beinan hag af því ásamt umbjóð- anda sínum, ráðuneytinu, að gjafakvótakerfið líti sem bezt út í augum almennings, sem á fiskinn í sjónum samkvæmt lögum. Ef upp kæmist um stórfellt kvóta- svindl, myndi uppljóstranin trúlega þykja þungur áfellisdóm- ur yfir kvótakerfinu, sem kallar á svindlið. Hún gæti jafnvel kippt fótunum undan fiskveiðistefn- unni, sem hefur verið aðalsmerki sjávarútvegsráðuneytisins í bráðum aldarfjórðung. Það fer ekki vel á því, að stofnun, sem heyrir beint undir sjávarútvegs- ráðuneytið, hafi eftirlit með árangri af störfum ráðuneytisins. Sjálfseftirlit gerir ekki fullt gagn. Það þarf að greina eftirlitið frá framkvæmdinni. Þessi saga er angi á miklum meiði í okkar litla landi. Kannski er ekki við öðru að búast, úr því að þrískiptingu valdsins er svo mjög ábótavant sem raun ber vitni. Framkvæmdarvaldið ræður lögum og lofum. Dómsvaldið nýtur líkt og löggjafarvaldið trausts innan við þriðjungs þjóðarinnar samkvæmt ítrekuð- um könnunum Gallups. Ekki er þó mikið um það vitað, hvers vegna fólkið í landinu vantreystir dómskerfinu svo mjög; Gallup spyr ekki um það. Ein sennileg skýring er, að stjórnmálaflokkarn- ir – einkum þeir tveir, sem hafa varla fengizt til að sleppa hendinni af dómsmálaráðuneytinu allan lýðveldistímann – hafa ekki vandað nóg til mannvalsins í dómskerfinu, svo sem Lögmanna- félag Íslands hefur fundið að og margir kannast við. Lögbrot eru alvörumál í réttar- ríki, einkum þegar lögreglan ræður ekki við þau og virðist jafnvel láta þau óátalin. Hér er sameign þjóðarinnar í húfi, en svindlið heldur samt áfram samkvæmt mörgum vitnisburðum og færist jafnvel í vöxt, þar eð hvatinn til að svindla á kvótakerf- inu eykst með niðurskurði aflaheimilda. Stjórnvöld halda því fram, að frásagnir af kvótasvindl- inu séu ýktar. Þau bera því við, að fáir dómar hafi gengið um meint svindl. Þennan hnút þarf að leysa. Það er hægt með því að veita þeim, sem stíga fram og ljóstra upp um brottkast og löndun fram hjá vikt, skilyrðislausa sakarupp- gjöf í skiptum fyrir framburð sinn. Til þess þarf stoð í lögum. Þá myndi létta til. Þessi hugmynd er náskyld annarri, sem nú er í skoðun: að þeir, sem hafa gert sig seka um ólöglegt verðsamráð, geti komið sér undan refsingu með því að hjálpa fáliðaðri lögreglu og samkeppniseftirliti við að upplýsa brotin. Einnig mætti hugsa sér aðra og kannski heppilegri umgerð um þessa einföldu lausn: rannsóknarnefnd Alþingis. Nokkrir stjórnarandstæðingar úr röðum Samfylkingarinnar fluttu frumvarp í þá veru í fyrra, en það náði ekki fram að ganga. Ekki virðist heldur líklegt, að Alþingi setji lög til að heimila sértæka sakaruppgjöf til að draga úr lögbrotum og styrkja réttarríkið í sessi. Alþingi hefur reynzt ófúst til að upplýsa hlerunarmál frá fyrri tíð líkt og gert var í Noregi. Þessi afstaða þingsins er óheppi- leg, þar eð Sjálfstæðisflokkurinn liggur undir grun um að hafa látið hlera andstæðinga sína og stendur í vegi fyrir fullnaðarathugun á málinu. Óbreytt ástand ber keim af sjálftekinni sakaruppgjöf. Ef lögreglan stendur máttvana frammi fyrir meintum lögbrotum til sjós, hvaða von er þá til þess, að hún standi í stykkinu á landi? Allir sjá, hverjir hafa mestan hag af veikri löggæzlu og meðfylgj- andi óvissu og öryggisleysi. En enginn þykist bera ábyrgð á vanmætti lögreglunnar og öryggi borgaranna, allra sízt dómsmála- ráðherrann. Löggur vantar til starfa í tugatali. Þessu þarf að kippa í lag án frekari undan- bragða. Láglaunabaslinu verður að linna. Og lögleysinu. Lögregla á sjó og landi Ekki er öll vitleysan eins Sem betur fer fyrir umræðuna í landinu þá er ekki öll vitleysan eins. Umræðan um Grímseyjarferju er líka orðin ákaflega margbrotin og ekki alltaf jafn skynsamleg. Steininn tók nú eiginlega úr þegar stungið var upp á því að selja nýju Grímseyjarferjuna í núverandi ástandi og láta smíða nýja ferju á mettíma. Þrátt fyrir að ýmislegt hafi farið úrskeiðis varðandi kaup og endurbætur á ferjunni þá er enn svo að þessi kostur er töluvert hagkvæmari en nýsmíði. Reikna má með að nýtt skip myndi kosta a.m.k. 7-800 milljónir króna. Því er núverandi kostur 2-300 milljónum króna ódýrari en nýsmíði. Endurbætur á gamla Sæfara voru aldrei raunhæfar, viðhald hefði orðið dýrt og þótt koma hefði mátt skipinu í stand fyrir 2009 hefði það einungis dugað til 2018, auk þess sem dýrt og erfitt hefði verið að brúa bilið meðan gert væri við gamla Sæfara. Nýja Grímseyjarferjan sem nú liggur í Hafnarfjarðarhöfn verður auk þess mun betra skip, hraðskreið- ara, hagkvæmara og aðstaða fyrir farþega mun betri. Miklu munar fyrir Grímseyinga að stytta siglingatímann um eina klukkustund. Nýja ferjan mun gera meira en að standa undir væntingum og þjóna landsmönnum vel. Nýtt skip væri að sjálfsögðu líka góður kostur, bara dýrari. En að fara þá leið núna að kaupa nýtt væri nú ekki til að bæta ástandið. Oilean Arann var ekki fallegt þegar það var keypt og því hafði verið illa viðhaldið. Þeir sem sigldu skipinu hingað til lands láta hins vegar vel af því og eftir þær miklu endurbætur sem verða gerðar er tæplega um sama skip að ræða. Staðreyndin er sú að þótt ýmislegt hefði mátt gera öðruvísi má reikna með því að fá gott skip fyrir allt þetta fé sem búið er að leggja í verkefn- ið. Það er óþarfi að fara að taka upp á því núna að henda peningum út um kýraugað. Höfundur er upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Á sama sólarhringnum handtók á þriðjudag lögreglan í Danmörku og Þýzkalandi hópa ungra manna, sem grun- aðir eru um að hafa verið að undirbúa stórfelld hryðju- verk. Í öllum tilvikum er um unga múslima að ræða. Nær allir eiga þeir uppruna sinn í múslimalöndum Afríku og Austurlanda og eiga það sameiginlegt að hafa búið lengi í hinum nýju heimkynnum sínum í Evrópu og jafnvel öðlazt ríkisborgara- rétt þar. Tveir hinna handteknu eru reyndar heimamenn, Þjóðverj- ar, sem tekið hafa íslamstrú. Í Þýzkalandi falla þessar nýjustu hryðjuverkavarnahandtökur saman við að þess er minnzt að rétt 30 ár eru frá því „þýzka haust- ið“ svokallaða hófst með blóðugu ráni Rauðu herdeildanna (RAF) á Hanns-Martin Schleyer, forseta vestur-þýzku vinnuveitendasamtak- anna. Þá er þess einnig minnzt nú að rétt 35 ár eru frá því að stríðið við botn Miðjarðarhafs sótti Evrópu heim, er palestínskir hryðjuverka- menn tóku ólympíulandslið Ísraels í gíslingu og drápu í München. Þessir atburðir í Þýzkalandi á áttunda áratugnum eru áminning um að hryðjuverkaógn er ekki ný af nálinni í Evrópu. En þessi ógn hefur tekið miklum breytingum. Hryðjuverk sem eiga rætur sínar í innri átökum í Evrópulöndum heyra nánast fortíðinni til; friður hefur verið saminn á Norður-Írlandi og mjög hefur fjarað undan basknesku aðskilnaðar- og ógnarverkasamtökunum ETA á Spáni, svo dæmi séu nefnd. RAF, sem vildu umbylta hinu „kapítalíska kerfi,“ voru líka barn síns tíma og lognuðust út af í kjölfar endaloka kalda stríðsins. Hryðjuverkaógn nútímans í álfunni stafar fyrst og fremst frá öfga- mönnum, sem telja sig vera stríðsmenn í „heilögu stríði“ og eru reiðu- búnir að vinna hin skelfilegustu óhæfuverk í nafni trúar sinnar. Franco Frattini, sem fer með dómsmál í framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins, lýsti því yfir í gær að frekari hryðjuverkavarna- aðgerða væri þörf í aðildarríkjunum. Vísbendingar væru um að hættan á nýjum árásum væri áfram mikil. Hann tilgreindi sérstak- lega Spán, Ítalíu, Belgíu, Bretland og Þýzkaland í þessu samhengi. Handtökurnar í Danmörku sýna að þessi hætta er einnig fyrir hendi á Norðurlöndum. Rétt eins og reynslan hefur sýnt í öðrum Evrópulöndum, þar sem múslimar eru fjölmennir í hópi innflytj- enda, eru það nú ungir karlmenn úr þeirra hópi sem glepjast inn á braut „heilags stríðs“ og verða í nafni þeirrar sjúku hugmynda- fræði reiðubúnir að reyna að vinna því samfélagi sem þeir ólust upp í eins mikið tjón og þeim er frekast unnt. Það er því eðlilegt að hið frjálsa evrópska lýðræðissamfélag reyni að koma sér upp skilvirkum vörnum gegn þessari vá. En jafnframt þarf það að vera vakandi gegn því að í nafni hryðjuverkavarna sé gengið of nærri frelsi borgaranna. Þennan erfiða línudans hafa yfir- völd í löndum álfunnar – og reyndar í öllum hinum vestræna heimi – nú þurft að stíga um allnokkra hríð og ekki sér fyrir endann á því. Á tímum opinna landamæra og sívaxandi hnattvæðingar getur Ísland ekki látið sem þessi þróun varði það ekki líka. Það er skylda íslenzkra stjórnvalda að gæta öryggis borgaranna, og nú á tímum er óhjákvæmilegur þáttur í því hlutverki að gæta að því hvaða þátt- um úr þeim hryðjuverkavörnum sem grannþjóðirnar koma sér upp sé viðeigandi að beita hérlendis. Skort hefur á ábyrga umræðu um skipan þessara mála hérlendis og er vonandi að úr því rætist. Evrópa á hryðju- verkavaktinni

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.