Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.09.2007, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 06.09.2007, Qupperneq 31
Síðustu misseri hafa karlar tekið upp á því að ganga með handtösk- ur, enda sífellt fleira sem þarf að hafa við hendina í lífi nútíma- mannsins. Í vetur verður það ómissandi að eiga stóra leður- tösku til daglegra nota og hönnuð- ir bjóða nú leðurtöskur á mismun- andi verði eins og gengur eftir merkjum, allt frá H&M til Dior, Celio eða YSL, allir veðja á stórar töskur. Áður fyrr var það staðreynd að karlmenn fóru aðeins í verslanir þegar þá vantaði eitthvað. Nú er öldin önnur og karlmenn eru orðn- ir eins og hver önnur kona, labba milli búða og skoða, jafnvel mörg- um sinnum áður en þeir láta slag standa. Skilin milli hins karlmannlega og kvenlega hafa aldrei verið eins óskýr. Þetta má sjá hjá Prada sem kemur skemmtilega á óvart með herra stretch-buxunum, líkum þeim sem allar konur á Íslandi voru í fyrir einum 25 árum, með teygju undir hælunum. Prada hefur öðru hvoru boðið upp á tvílit föt þar sem liturinn eins og færist yfir í annan frá efri hluta til neðri hluta, til dæmis í peysu. Þessi stíll er kallaður „tie- dye“ og í þetta skipið eru það lakkskór, jafnt fyrir konur og karla, sem voru sýndir á tískusýningu Prada í Mílanó. Ekki virðast inn- kaupastjórar tískuhúsanna hafa haft mikla trú á þessum lakkskóm því þeir eru ekki fáanlegir hér í París. En blessunarlega fyrir tískusjúka er hægt að treysta á Zöru. Hönnuðirnir þar hafa gert nánast fullkomna eftirlíkingu af tie-dye skónum hjá Prada sem kosta 99 evrur (4-500 evrur hjá Prada). Í vetur er það áfram topp- urinn að vera í lakkskóm. Meira en nokkru sinni er málið að blanda saman fatnaði frá fínum tískuhús- um og ódýrari merkjum. Kris Van Assche, nýr hönnuður Dior Homme, sýndi fyrir sitt eigið merki skyrtur með öðru skyrt- ulafinu ofan í buxunum og hinu utan yfir og nú eru allir tískupinnar með eitt skyrtulaf ofan í buxunum. Fyrir nokkru lýsti frægur tískufræðingur í Banda- ríkjunum því yfir að metr- ómaðurinn væri allur. Ég held að þessi yfirlýsing hafi verið heldur snemma á ferðinni. Þær breytingar sem hafa orðið á karl- ímyndinni síðustu ár eru komnar til að vera. Herra- snyrtivörur seljast sem aldrei fyrr, undirfatafram- boð hefur aldrei verið meira og fleiri og fleiri bjóða herrum upp á alls kyns fegurðarmeð- ferðir. Snyrtipinninn er mann- gerð sem er komin til að vera hvort sem okkur líkar betur eða verr. Köttur að næturlagi Cat Deluxe at Night er nýr ilmur frá fyrirsætunni Naomi Campbell. Grunntónar Cat Deluxe at Night eru blanda mjúkra baðmullar- blóma, dýrmætra viða og rafs. Hjartatónar ilms- ins eru alpafjóla og bóndarós. Topptón- arnir eru síðan sólber, sæt pera og ávaxta- blanda. Cat Deluxe-línan inni- heldur einnig sturtugel, húðmjólk og lyktareyði. Nýlega kom á markaðinn skemmtilegur ilmur frá Yves Saint Laurent. Ilmurinn ber heitið Young Sexy Lovely og er léttur og kvenlegur í fallegum umbúðum. Markhópurinn sem framleiðend- ur höfðu í huga er ungar konur með tískuvit og -áhuga. Því skemmir það ekki fyrir að lykt- in stendur sannarlega undir nafni. Ungleg, kynþokkafull og yndisleg. Ung, sexí og alúðleg Veglegur kaupauki fylgir öllum keyptum vörum frá Levante út september! Fæst í apótekum og smásöluverslunum um land allt *Gildir á meðan birgðir endast Vekja eftirtekt! ® Margar gerðir af búningasilfri. Þetta er ódýrasta mynstrið. Allt sem þarf á upphlutinn, settið frá 90.530, kr. Allar upplýsingar um hefð og gerðir búninga eru veittar á staðnum. Gullkistan - Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160. Sérverslun með kvensilfur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.