Fréttablaðið - 06.09.2007, Síða 34

Fréttablaðið - 06.09.2007, Síða 34
Helga Sæunn Árnadóttir, nagla- og förðunarfræðingur, keypti snyrtivöruverslunina Andorra í Hafnarfirði í sumar og gjörbreytti öllu baka til í búðinni á tveimur vikum. „Ég fékk búðina afhenta 1. júlí og þá tóku við tveggja vikna breytingar og við gerðum allt fokhelt baka til, baðherbergið, naglastúdíóið og kaffistofuna,“ segir Helga Sæunn, sem leyfði þó versluninni sjálfri að halda sér að mestu. „Ég létti reyndar rosalega á henni þannig að mér finnst hún miklu girnilegri núna,“ segir Helga og brosir. Breytingarnar áttu að gerast á þremur dögum en Helga fékk búðina afhenta á föstudegi og ætlaði að opna næsta miðviku- dag. „Það frestaðist hins vegar svo ég opnaði föstudaginn 13. júlí,“ segir hún en telur daginn ekki hafa verið óhappadag í þessu tilviki því vel gangi með reksturinn í dag. Helga segist alls ekkert hafa haft í bígerð að kaupa sér heila verslun enda rak hún sjálf nagl- astúdíó við Strandgötuna í Hafn- arfirði. „Ég labbaði út í búð í hádeginu einn daginn til að kaupa mér samloku og rak nefið inn í Andorra í leiðinni, bara til að tékka á hvort búið væri að selja verslunina. Ég endaði svo á að gera tilboð í búðina og hús- næðið og var búin að eignast þetta allt saman þremur dögum síðar,“ segir Helga Sæunn og hlær. Ætlaði ekki að kaupa búð Stæsta bloggsamfélagið á Íslandi Tjáðu þig! Viltu sýn’eikkað? Ný útlit · Myndaalbúm · Símablogg Stæsta bloggsamfélagið! Yfir 150.000 notendur!

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.