Fréttablaðið - 06.09.2007, Page 38

Fréttablaðið - 06.09.2007, Page 38
 6. SEPTEMBER 2007 FIMMTUDAGUR2 fréttablaðið norðurland Ferðafélagið Hristingur fór í mikla hestaferð um Norður- og Norðausturland í lok júlí þessa árs. Þetta var tíu daga ferð um fjöll og firnindi í ýmsum veðrum og lentu ferðalangarn- ir í margs konar ævintýrum. Ferðafélagið Hristingur er hóp- ur sem hefur farið nokkrum sinnum áður í hestaferðir sam- an. Kjarni hópsins er ættaður frá Vestfjörðum en síðan hefur smám saman bæst í hópinn. „Í ferðinni voru 12 til 14 manns og um 45 hross. Flestir hestarn- ir komu frá Dalvík þar sem stór hluti hópsins er þaðan. Þó voru hestar sem komu til dæmis alla leið frá Bolungarvík og voru þetta því heilmiklir flutningar fyrir suma hestana,“ segir Halla S. Sigurðardóttir, meðlimur í ferðafélaginu. Lagt var af stað frá Heiðar- bót í Reykjahverfi í Þingeyjar- sýslu og síðan riðið um Reykja- heiði og Bláskógagötur í Und- irvegg í Kelduhverfi. Daginn eftir var riðið frá Undirvegg að Lundi og þriðja daginn frá Lundi að Hjarðarási rétt norðan Kópa- skers. Þaðan var haldið um Sléttu að Raufarhöfn og á fimmta degi var riðið í suður að Flautafelli, sem er eyðibýli á vegum hesta- mannafélagsins rétt sunnan við Svalbarð í Þistilfirði. Eftir eins dags hvíld var riðið að Lundi, því næst í Undirvegg í Kelduhverfi og þaðan var haldið að Mývatni. Þaðan var riðið að Einarsstöðum, þar sem ferð hópsins lauk. Þó voru tveir úr hópnum sem riðu síðasta spölinn frá Dalvík yfir í Hjaltadal. Þá fóru þau í gegnum Svarfaðardal, yfir Heljardals- heiði og gegnum Kolbeinsdal. Fyrir þá sem fóru lengst voru þetta tæpir 400 km en um 350 km fyrir hina. „Veðrið var yfirleitt gott en það var einn dagur þar sem veður var slæmt og var það lengsta dagleið- in. Þann daginn héldum við að við værum villt en sem betur fer kom í ljós að svo var ekki. Á tímabili leist okkur ekki á blikuna en þá vorum við að koma upp að Kröflu þar sem voru miklar sprungur og klappir. Við vissum að við vorum á einhverjum vegi en við vorum bara ekki viss um að við værum á rétta veginum,“ segir Halla. Í óveðrinu týndist einn hestur- inn og var það helsta þraut ferð- arinnar. „Þegar veðrið var sem verst leist einni merinni ekki á að- stæður og hljóp rúmlega 20 km til baka út í þokuna og við viss- um ekkert hvað varð um hana,“ segir Halla. Hún bætir þó við að síðar hafi eigandinn fundið hana hjá Eilífsvötnum og var merin í framhaldi nefnd Eilíf. Það sem kom Höllu einna helst á óvart var hversu gróið landið er. Hún átti frekar von á því að þetta yrði meiri urð og grjót, og reiðgöturnar voru miklu betri en hún bjóst við. „Þetta voru mjúkar moldar- götur og ég bjóst einhvern veg- inn við því að Melrakkaslétta yrði meiri sandur en þar var mjög gróið. Svo er það nú þannig í svona hestaferðum að maður fer leiðir sem venjulega eru ekki farnar og sér því allt annað Ís- land en þegar keyrt er eftir þjóð- veginum,“ segir Halla. Þó að hestarnir púli mest er þetta líka erfitt fyrir fólkið og mikil orka fer í að hlúa að hest- unum. Hvar sem ferðafélagið kom var einstaklega vel tekið á móti hestafólkinu og sagði Halla að gaman hefði verið að upplifa þá gestrisni sem þau mættu víð- ast hvar. Ný sýn á Norðurland Riðið í óveðri í urð og grjóti. Á tímabili óttuðust ferðalangarnir að þeir væru villtir og ein hryssa tapaðist þennan afdrifaríka dag. Sem betur fer kom hún í leitirnar. Meðlimir úr ferðafélaginu Hristingi hvíla sig fyrir næstu lotu. Dagleiðin rædd. Halla og Víkingur bera saman bækur sínar. Hvílst og gert að gamni sínu. Gengið upp Garðsdal. Ferðalöngunum kom á óvart hversu gróin leiðin var. MYND/HALLA SIGRÚNI Fagurt er um að litast í Laxárdal. Hluti stóðsins á ferð um dalinn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.