Fréttablaðið - 06.09.2007, Page 40

Fréttablaðið - 06.09.2007, Page 40
 6. SEPTEMBER 2007 FIMMTUDAGUR4 fréttablaðið norðurland Heiðursmaðurinn Ragnar Hermannsson á Húsa- vík á sér marga minni menn og konur, sem þó er allt heiðursfólk líka. „Ég byrjaði að tálga þessa trékalla eftir að ég varð sjötugur. Það kom þannig til að ég varð svona smátt og smátt að verða gamall og ef ég ætti eftir að fara inn á eitthvert hæli þá yrði ég ekki minna en vitlaus af því að gera ekki neitt,“ segir Ragnar þar sem hann er á göngu í húsvísku landslagi og hressandi haustgolu. „Í sumar hef ég ekkert tálgað. Ég nenni ekki að vera inni. Mér heyrist að það sé aðalatriðið þegar menn eru gamlir að hafa það gott og gera ekki neitt, þótt það gangi ekki inn í kollinn á mér. Ég vil hafa það gott og hafa eitthvað fyrir stafni,“ segir Ragnar sem sýnt hefur útskurð sinn á Safnasafninu á Svalbarðs- strönd, þar sem enn má sjá hluta verka hans. „Ég hafði aldrei lært neitt í tréskurði en fór á nám- skeið í Reykjavík hjá Hannesi Flosasyni, þeim heið- ursmanni. Þá skar ég í dálítinn tíma svokallaðan flat- an skurð, eða myndir á veggi. Svo fékk ég nú leið á því og fór í þetta því ég vildi tálga eftir eigin höfði,“ segir Ragnar og hefur ekki tölu á þeim körlum og kerling- um sem þeir hnífurinn hafa skapað. „Þetta er erfitt verk að því leyti að ég kann ekki að teikna eða gera nokkurn skapaðan hlut. Ég tek bara spýtu, tálga hana og annaðhvort hirði hana eða hendi henni. Ég hef alltaf sagt að verkin séu annarra að dæma því fyrir mér er þetta bara misjafnlega útfært spýtnarusl,“ segir Ragnar sem orðinn er 85 ára gam- all og saumar einnig út púða til dægrastyttingar. „Ég mála alla þessa spýtukalla og hef selt einn og einn. Það virðist vera hægt að selja þetta en ég er ekki tilbúinn til þess í meira mæli,“ segir Ragnar sem er ættaður frá Flatey á Skjálfanda og var allan sinn starfsaldur til sjós. „Það fer fjarri því að mér finnist gaman að vera gamall. Maður labbar innan um vinnandi fólk og mér bara leiðist það. Ég vildi miklu frekar fá að vera með og taka þátt, en reyni í staðinn að flýja það og vera ekki fyrir.“ thordis@frettabladid.is Tálgar misjafnlega útfært spýtnarusl Listamaðurinn Ragnar Hermannsson á Húsavík með falleg hjón sem hann skapaði úr því sem hann kallar spýtnarusl. FRÉTTABLAÐIÐ/MAGNHILDUR SIGURÐARDÓTTIR Í hlaði Jólagarðsins í Eyjafirði stendur óskabrunnur ófæddra barna. Það er blátt áfram töfrandi að ganga að þessum fagra mósaík- brunni í fagurri náttúru Eyjafjarð- ar, en hann á sér heillandi sögu og hefur orðið mörgum að barnaláni. „Þetta leiddi eitt af öðru,“ segir Benedikt Ingi Grétarsson, eigandi Jólagarðsins. „Við hjónin feng- um gefna stóra ösp sem lá heima í túni. Okkur datt í hug að reisa hana upp og hefja til vegs sem klifurtré, en þá kom upp sú hug- renning að ekki auðnaðist öllum að eignast börn og oft gengi brös- uglega að koma þeim undir. Samt eignuðust allir börn í einhverjum, þótt þau væru ekki manns eigin af holdi og blóði. Og upp frá þess- um vangaveltum fannst okkur að ekki sakaði ef allir kæmu saman á einum stað og óskuðu öðrum vel- farnaðar og barnaláns; hvort sem það væru ömmur, afar, systkini, vinir eða væntanlegir foreldrar,“ segir Benedikt um tilurð óska- brunns ófæddra barna sem vígður var árið 2000. Það var listakonan Heiðdís Pét- ursdóttir sem skapaði óskabrunn- inn sjálfan, sem er mósaíkklædd- ur og forkunnarfagur fontur. „Öspina ákváðum við að mála hvíta, sem er litur hreinleika og sakleysis. Á greinarnar settum við stjörnur sem tákn um ófædd börnin, og settum hjá óskabrunn- inum. Svo koma þeir sem koma vilja, eiga stund við óskabrunn- inn, gára vatnið og óska sjálfum sér eða öðrum barns og velfarnað- ar, en bæði er hægt að óska þeim sem þrá barn að verða með barni, sem og þeim börnum sem komin eru undir góðrar ferðar í þenn- an heim,“ segir Benedikt, sem fékk séra Hannes Örn Blandon, prófast í Laugalandsprestakalli í Eyjafirði, til að blessa óskabrunn ófæddra barna. „Daginn sem við völdum til blessunar hellirigndi í Eyjafirði, en um leið og séra Hannes renndi í hlað stytti upp og fór ekki að rigna aftur fyrr en hann hafði lokið verki sínu og gætt sér á kleinum og heitu súkkulaði í garðinum. Okkur fannst það öllum tákn um að brunnurinn nyti Guðs blessun- ar, en hingað hafa komið margar ömmur og afar til að þakka fyrir þegar óskirnar hafa ræst,“ segir Benedikt, en bæði Íslendingar og útlendingar leggja leið sína að þessum einstaka brunni sem færir barnalán yfir þá sem bera fram óskir sínar. „Hugmyndin var sú að bera fram hljóða ósk og gára yfirborð vatnsins sem geymir óskina í gæfubrunni framtíðar. Brunninn tileinkaði ég systur minni sem gat ekki eignast börn, en fór að eign- ast þau eftir óskir við brunninn, en það átti einnig við um Heið- dísi, listakonu og skapara brunns- ins. Börn sem heimsækja Jóla- garðinn eiga svo til að misskilja tilgang brunnsins því hann kallast óskabrunnur, en það er allt í lagi því börn hugsa svo fallega,“ segir Benedikt brosmildur. thordis@frettabladid.is Barnalán óskast Óskabrunnur ófæddra barna. Óskabrunnur ófæddra barna Brunnur þessi mun geyma óskir tileinkaðar ófæddum börnum. Lítið barn er ekki sjálfgefinn hluti í lífi hverrar manneskju. Stundum þurfum við að bíða lengi og ef til vill eru börnin í okkar lífi ekki okkar eigin börn, heldur litlar hendur sem læðast í lófa okkar og verða þannig gleði lífsins. Á meðan við bíðum eigum við ótal góðar óskir. Innan stundar mun lítið barn fæðast í þennan heim og því munu fylgja hlýjar hugsanir okkar allra. Alke smábílar til ýmissa verka Alke bílarnir fást í mörgum útfærslum Höldur á Akureyri er söluaðili V&Þ á Norðurlandi, sími 461 6061 ` `

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.