Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.09.2007, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 06.09.2007, Qupperneq 56
Tilkynningar um merkisatburði má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Ölfusárbrú fellur ásamt bílum„Í vinahópi hef ég alltaf verið hávær, fyndin og málgefin, en um leið og ég stíg út úr þeim þrönga hópi verð ég afar þögul og sjálfshugul. Ég kæri mig ekki um að standa í sviðsljósinu.“ Hátíðlegur, glaðsinna andi svífur yfir akureyrskum vötnum þessa dagana og ekki að ósekju því stolt bæjarins, Há- skólinn á Akureyri, stóð á tvítugu í gær. Af því tilefni var blásið til fjögurra daga afmælishátíðahalda. „Háskólinn á Akureyri byrjaði form- lega hinn 5. september 1987. Hann var stofnaður alveg frá grunni og er ekki byggður á grundvelli annarra stofn- ana,“ segir Jóna Jónsdóttir, forstöðu- maður markaðs- og kynningarsviðs Há- skólans á Akureyri. „Fyrsta árið voru við skólann þrjátíu nemendur og fjórir fastráðnir starfs- menn sem kenndu í tveimur stofum Íþróttahallarinnar. Menntafólki fyrir sunnan þótti þetta heldur mikil bjart- sýni en strax var mikill stórhugur í mönnum að byggja upp mikils metinn háskóla,“ segir Jóna, og víst hefur af- mælisbarnið vaxið og dafnað á sínum fyrstu tuttugu árum. „Í dag eru nemendur um 1.400 tals- ins og starfsmenn komnir vel á annað hundrað. Húsnæði er allt á fallegu há- skólasvæði og með næsta byggingará- fanga verður öll starfsemi komin á einn stað, en stúdentagarðarnir fimm eru í nágrenni við háskólann,“ segir Jóna, en þumalputtaregla hefur verið sú að helmingur nemenda komi frá Eyja- fjarðarsvæðinu meðan sitt hvor fjórð- ungurinn kemur frá höfuðborgarsvæð- inu og landsbyggðinni. „Til viðbótar við staðnám á Akureyri er stór hópur fjarnema víða um land sem leggur stund á leik- og grunnskóla- kennarafræði, auðlindagreinar, hjúkr- un og viðskiptafræði,“ segir Jóna þar sem hún stendur við Íslandsklukkuna. „Nemendur og starfsfólk fá gómsæt- ar hnallþórur með afmæliskaffinu og í tilefni afmælisins stendur margt til. Við skrifum undir samning um sam- starf við Sjávarlíftæknisetrið BioP- ol á Skagaströnd, HA-bandið gefur út geisladisk, við tilkynnum úrslit í teikni- samkeppni grunnskólanemenda á Ís- landsklukkunni, hefjum málstofuröð heilbrigðisdeildar og verðum með tón- listaruppákomu í kaffiteríunni,“ segir Jóna. Á laugardag verður hápunkt- ur afmælishaldanna þegar boðsgest- um verður boðið til stórveislu af fínni gerðinni. „Þar verður mikið um dýrðir og meðal annars verður Íslandsklukkunni hringt tuttugu sinnum af listamannin- um Kristni E. Hrafnssyni, sem lætur bjölluna syngja eitt högg fyrir hvert afmælisár háskólans,“ segir Jóna, en afslöppuð gleðistemmning einkennir skólalífið þessa fjóra afmælisdaga. „Nú er háskólinn orðinn full- vaxta og í stakk búinn fyrir framtíð- ina. Þriðjungur bæjarbúa starfar á einn eða annan hátt við skólastofn- anir í bænum, og ýmislegt sem mér þykir einkennandi fyrir afmælisbarn- ið sjálft. Í því býr kraftur frumkvöð- ulsins, sem rekja má til upprunans, og þann kraft finnur maður bæði í starfs- fólki og nemendum skólans. Menn eru óhræddir við að takast á við ný verk- efni og læra af mistökunum. Þeir eru sáttir við að sumt gengur upp og annað ekki, en það einkennir frumkvöðla. Hér er einnig heimilislega notalegt að vera. Menn ganga að næsta manni og heilsast, og við munum halda í það andrúm eins lengi og hægt er.“ Hjartans þakkir færum við þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eigin- manns míns, föður, tengdaföður og afa Rolfs Johansen Kristín Ásgeirsdóttir Johansen Agnes Johansen Thulin Johansen Guðrún Þorleifsdóttir Svava Þorgerður Johansen Björn Sveinbjörnsson Berglind Johansen Pétur Albert Haraldsson Ásgeir Johansen Aki Ishise Johansen Kristín Johansen Halldór Harðarson og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Valgerður Hanna Jóhannsdóttir Sporhömrum 6, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut þriðjudaginn 28. ágúst. Jarðarför hennar fer fram frá Grafarvogskrikju föstudaginn 7. september kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda Flosi Óskarsson Gylfi Óskarsson Sigríður Konráðsdóttir MOSAIK 75 ára afmæli Sjöfn Halldórsdóttir frá Þverholtum Í tilefni af afmælinu tekur Sjöfn á móti gestum í Lyngbrekku laugardaginn 8. sept. kl. 20.00 Blóm og kransar afþakkaðir en frjáls framlög í spari-baukinn falla í góðan jarðveg. Pizzupartí fyrir börnin og unglingana heima hjá ömmunni á sunnudag frá kl. 14. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Svava Ólafsdóttir frá Hruna, Klausturhólum 2 Kirkjubæjarklaustri, lést á Landspítalanum Fossvogi 2. september. Hún verður jarðsungin frá Prestbakkakirkju föstudaginn 7. september klukkan 14.00. Andrés S. Einarsson og fjölskylda Minningarathöfn um manninn minn, föður okkar, stjúpa og afa, Per Key Kristiansen Sólvallagötu 6 sem lést í Kaupmannahöfn 17. júlí sl., verður haldin í Dómkirkjunni föstudaginn 7. september kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á MS-félag Íslands eða önnur líknarfélög. Guðrún Magnúsdóttir Eske Key Kristiansen Uffe Key Kristiansen Lára Kristín Traustadóttir Þorvaldur Sigurðsson Magnús Björn Traustason Rakel Snædahl og barnabörn. Ástkær systir mín, mágkona og frænka, Guðlaug Torfadóttir líffræðingur, Hofakri 3, Garðabæ, lést á Krabbameinsdeild Landspítalans þriðjudaginn 4. september. Útför verður auglýst síðar. Kristín S. Gilson Henry L. Gilson Valgerður Jónsdóttir Guðni Hannesson Kristbjörn Jónsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.