Fréttablaðið - 06.09.2007, Page 58

Fréttablaðið - 06.09.2007, Page 58
Ég trúi á karma, lögmálið um orsök og afleiðingu. Að geri ég eitthvað gott eða slæmt fái ég það til baka. Þess vegna reyni ég að búa til gott karma með því að breyta rétt, þótt ætlunarverkið heppnist ekki alltaf. Sem dæmi legg ég mig fram við að mynda gott karma í kringum þá staði sem ég hef heimsótt eða búið á. Hafi mér liðið eða líkað illa við ein- hvern stað reyni ég að fara þangað aftur til að sættast við hann. Þannig var það um daginn þegar ég skellti mér í uppgjörsferð til Sit- ges, strandarbæjar skammt frá Bar- celona á Spáni. Ég fór þangað fyrst fyrir sjö árum og gerði mér heilm- iklar væntingar, enda bærinn róm- aður fyrir fegurð og fjörugt strand- arlíf. Því miður get ég ekki annað sagt en að ég hafi orðið vonsvikinn. Við mér blasti bær, ef bæ skyldi kalla, sem var varla stærri en Kefla- vík. Ekki þótti mér nú mikið koma til bæjarlífsins, sem virtist ganga út á sólböð, drykkju og uppáferðir. Frá þessu krummaskuði fór ég hneyksl- aður í bragði og leit ekki um öxl af ótta við að andleysið kynni að breyta mér í saltstólpa. Sjö árum síðar ákvað ég að snúa aftur til að grafa stríðsöxina og í fyrstu benti flest til að það gengi upp. Bærinn reyndist ósköp nota- legur og fólkið vinalegt. Um tíma gat ég meira að segja hugsað mér að búa þarna. En þá dundu ósköpin yfir. Að morgni fjórða dags vaknaði ég með hrikalega ónotakennd í magan- um og vissi ekki fyrr en ég lá ofan í klósettinu á hótelherberginu þar sem matarleifar kvöldsins áður skiluðu sér heldur frekjulega. Ég var ekki búinn að jafna mig þegar leifarnar héldu áfram að skila sér, þar til inn- yflin virtust ætla að kreistast út. Matareitrun úrskurðaði læknir- inn. Næstu daga varð ég vinsamleg- ast að lifa á eplum og banönum og ef ég lá ekki með köldu eða hita í rúm- inu haltraði ég um göturnar vegna bakverkja út af allri legunni. Þegar heim var komið sannfærði ég mig um að ýmislegt væri nú á sig leggjandi á leiðinni að andlegum þroska. Held ég bíði samt aðeins með enn eina ferð til Sitges.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.