Fréttablaðið - 06.09.2007, Page 64

Fréttablaðið - 06.09.2007, Page 64
Felldi tár yfir ástarlífi mörgæsa Aðstandendur leyniþjónustu- mannsins James Bond ætla að láta sverfa til stáls í 22. myndinni (sem reyndar enn hefur ekki hlot- ið nafn). Leikstjórinn Marc For- ster er augljóslega orðinn hund- leiður á því að hlusta á Bourne-Bond samlíkingar og ætlar að sanna fyrir heimsbyggð- inni að sá breski sé betri en Kan- inn. Hann hefur því ráðið Dan Bradley í tökuliðið. Og hver skyldi hann vera? Bradley hafði yfirumsjón með hönnun áhættuatriða í kvikmynd- unum Bourne Ultimatum og Bourne Supremacy þannig að honum ætti að vera kunnugt um hvernig eigi að fá fólk til að grípa andann á lofti yfir hástökkum og slagsmálum. Mikil leynd hvílir yfir 22.mynd- inni en þó er vitað að Paul Haggis mun skrifa handritið. Daniel Craig verður sem fyrr í smókinginum og verður forvitnilegt að sjá hvernig harðir aðdáendur taka hinum ljós- hærða Breta í annað sinn. Eitt virðist þó á silkitæru, að bæði Broccoli-fjölskyldan og For- ster ætla að bregðast hart við gagnrýni á Bond og sanna í eitt skipti fyrir öllu að hann er miklu meira en bara kvennaflagari og dagdrykkjumaður. Bond stelur Bourne Kvikmyndaáhugamenn í Banda- ríkjunum ráða sér vart fyrir kæti eftir að fregnir bárust af því að Hollywood-goðsagnirnar Robert De Niro og Al Pacino hygðust end- urnýja kynnin í kvikmyndinni Righteous Kill. De Niro og Pacino léku síðast saman í Heat en það var í fyrsta skipti sem þeir tveir sáust saman á hvíta tjaldinu (þeir höfðu auðvitað leikið saman í ann- arri myndinni um Corleone-fjöl- skylduna en þá var De Niro í hlut- verki ungs Vito sem braust úr sárri fátækt til æðstu metorða í mafíunni í byrjun 20.aldarinnar, Pacino var sem fyrr Michael Cor- leone). Leikstjórinn Jon Avnet hyggst hefja tökur í Connecticut og New York en fjöldi stórleikara hefur bæst í hópinn. Meðal þeirra er Jon Leguizamo sem áður hefur haft kynni af þessum risastjörnum en hann drap meðal annars Carlito í Carlito‘s Way og lék með De Niro í hinni mjög svo vondu The Fan. Aðrir sem hafa verið nefndir eru glæparapparinn 50 Cent og b-mynda- kónugurinn Brian Denne- hy en Righteous Kill segir frá hópi lögreglumanna sem leita að raðmorðingja í New York. De Niro og Pacino saman

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.