Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.09.2007, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 06.09.2007, Qupperneq 64
Felldi tár yfir ástarlífi mörgæsa Aðstandendur leyniþjónustu- mannsins James Bond ætla að láta sverfa til stáls í 22. myndinni (sem reyndar enn hefur ekki hlot- ið nafn). Leikstjórinn Marc For- ster er augljóslega orðinn hund- leiður á því að hlusta á Bourne-Bond samlíkingar og ætlar að sanna fyrir heimsbyggð- inni að sá breski sé betri en Kan- inn. Hann hefur því ráðið Dan Bradley í tökuliðið. Og hver skyldi hann vera? Bradley hafði yfirumsjón með hönnun áhættuatriða í kvikmynd- unum Bourne Ultimatum og Bourne Supremacy þannig að honum ætti að vera kunnugt um hvernig eigi að fá fólk til að grípa andann á lofti yfir hástökkum og slagsmálum. Mikil leynd hvílir yfir 22.mynd- inni en þó er vitað að Paul Haggis mun skrifa handritið. Daniel Craig verður sem fyrr í smókinginum og verður forvitnilegt að sjá hvernig harðir aðdáendur taka hinum ljós- hærða Breta í annað sinn. Eitt virðist þó á silkitæru, að bæði Broccoli-fjölskyldan og For- ster ætla að bregðast hart við gagnrýni á Bond og sanna í eitt skipti fyrir öllu að hann er miklu meira en bara kvennaflagari og dagdrykkjumaður. Bond stelur Bourne Kvikmyndaáhugamenn í Banda- ríkjunum ráða sér vart fyrir kæti eftir að fregnir bárust af því að Hollywood-goðsagnirnar Robert De Niro og Al Pacino hygðust end- urnýja kynnin í kvikmyndinni Righteous Kill. De Niro og Pacino léku síðast saman í Heat en það var í fyrsta skipti sem þeir tveir sáust saman á hvíta tjaldinu (þeir höfðu auðvitað leikið saman í ann- arri myndinni um Corleone-fjöl- skylduna en þá var De Niro í hlut- verki ungs Vito sem braust úr sárri fátækt til æðstu metorða í mafíunni í byrjun 20.aldarinnar, Pacino var sem fyrr Michael Cor- leone). Leikstjórinn Jon Avnet hyggst hefja tökur í Connecticut og New York en fjöldi stórleikara hefur bæst í hópinn. Meðal þeirra er Jon Leguizamo sem áður hefur haft kynni af þessum risastjörnum en hann drap meðal annars Carlito í Carlito‘s Way og lék með De Niro í hinni mjög svo vondu The Fan. Aðrir sem hafa verið nefndir eru glæparapparinn 50 Cent og b-mynda- kónugurinn Brian Denne- hy en Righteous Kill segir frá hópi lögreglumanna sem leita að raðmorðingja í New York. De Niro og Pacino saman
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.