Fréttablaðið - 06.09.2007, Blaðsíða 65
Stjórnendur teiknimyndafyrir-
tækisins Pixar eru afar ósáttir við
yfirmenn Walt Disney. Þrátt fyrir
að nýjasta afurðin Ratatouille hafi
náð 200 milljóna dollara markinu
um helgina telja þeir að forsvars-
menn Disney hafi ekki staðið sig í
stykkinu við að kynna myndina.
Óttast Pixar að rottukokkurinn
Remi nái ekki að komast inn á topp
fimm listann þegar árið er liðið en
Toy Story, A Bug‘s Life, Finding
Nemo og The Incredibles hafa
allar náð því.
Samkvæmt fréttasíðunni imdb.
com er talið líklegt að Ratatouille
komist ekki einu sinni inn á lista
yfir tíu mest sóttu myndir ársins
en það væri óneitanlega mikill
skellur fyrir konunga teiknimynd-
anna. Eftir því sem heimildir síð-
unnar herma hefur markaðsdeild
Disney viðurkennt að rotta í
eldhúsi hafi ein-
faldlega verið
erfitt viðfangs-
efni.
Pixar
óánægt Kvikmyndin Veðramót verður frum-sýnd á morgun en þetta er nýjasta
afurð Guðnýjar Halldórsdóttur. Hún
er byggð að einhverju leyti á reynslu
leikstjórans sjálfs.
Veðramót segir frá þremur ungmennum sem
ákveða að fylgja hugsjónum sínum, flytjast
vestur á land og taka að sér stjórnun á vist-
heimili fyrir ungt fólk sem hefur komist í
kast við lögin eða átt erfitt heima fyrir. Þrátt
fyrir að ungmennin þrjú séu öll að vilja gerð
þá snýst þessi hugsjónadvöl þeirra upp í
hreinustu martröð þar sem sifjaspell og
ofbeldi liggur í loftinu
Guðný Halldórsdóttir fór fyrir tæpum þrjá-
tíu árum vestur á Breiðavík og vann þar á
betrunarheimili fyrir vandræðaunglinga.
„Myndin er samt skáldsaga þótt hún sé að
einhverju leyti bygggð á minni reynslu,“
segir Guðný Halldórsdóttir. „Ég var í Breiða-
vík þegar heimilið var opnað fyrir stúlkur en
skildi aldrei af hverju þær voru þarna þá fyrr
en tuttugu og fimm árum seinna,“ bætir hún
við.
Veðramót er spennusaga og örlagamynd, að
sögn Guðnýjar, en hún er líka harmsaga.
„Þetta eru eiginlega mín viðbrögð, mitt fram-
lag til umræðunnar um sifjaspell. Og virðing-
arvottur fyrir samtök á borð við Stígamót og
Blátt áfram sem hafa unnið þrotlaust starf á
þessum vettvangi,“ segir Guðný. „Þessa
ónáttúru verðum við að stöðva og þetta er
mitt framlag í þá baráttu,“ segir hún.
Margir ungir og óreyndir leikarar stíga þarna
sín fyrstu skref fyrir framan kvikmynda-
tökuvélina og Guðný segir það hafa
verið afskaplega gaman og gefandi
að vinna með þeim. „Algjörlega
óvart voru síðan mörg af þeim
börn leikstjóra þannig að þau
höfðu einhverja smá innsýn inn í
þennan heim,“ útskýrir Guðný, en
með helstu hlutverk fara þeir
Hilmir Snær Guðnason og Atli
Rafn Sigurðarson. Þeir eru
hins vegar dyggilega studd-
ir af ungviði íslenskrar
leiklistar, þeim Baltasar
Breka, Arnmundar
Ernst og Tinnu Hrafns-
dóttur. Til gamans má
geta að frænka Tinnu og nafna hennar, Þjóð-
leikhússtjórinn Tinna Gunnlaugsdóttir, leikur
einmitt persónu frænku sinnar þegar hún er
eldri.
Veðramót er fimmta kvikmynd Guðnýjar en
hún hefur áður gert Kristnihald undir Jökli,
Karlakórinn Heklu, Ungfrúna góðu og Húsið
og nú síðast Stellu í framboði. Um tónlist-
ina sér Ragnhildur Gísladóttir en meðal
þeirra sem hefja upp raust sína er
Hilmir Snær.
Veðramót er frekar ódýr mynd á
íslenskan mælikvarða. Hún kostaði
„aðeins“ 113 milljónir og var að mestu
leyti tekinn upp í upptökuveri sem
byggt var í Sætúni og eru flestar
senur kvikmyndarinnar þaðan.