Fréttablaðið - 06.09.2007, Side 68

Fréttablaðið - 06.09.2007, Side 68
Plata Trúbrots frá árinu 1970, Undir áhrifum, er seld hæstbjóðanda á uppboðssíðunni eBay. Hæsta boð til þessa nemur þrettán þúsund krónum og hafa þrettán manns boðið í plötuna. „Þetta var lélegasta Trúbrotsplatan í mínum huga en ef það er ein- hver sem vill borga fyrir hana þá er það bara ókei,“ segir Gunn- ar Þórðarson, fyrrum meðlimur Trúbrots. „Ég á þessa plötu ekki einu sinni sjálfur þannig að ég get ekki selt mína,“ segir hann og hlær. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem plötur þar sem Gunnar kemur við sögu ganga kaup- um og sölum á upp- boðum. Dæmi eru um að plötur Thor´s Hammer hafi farið á að minnsta kosti fimm- tíu þúsund krónur hjá söfnurum. Á eBay segir að Undir áhrifum sé frá- bær önnur plata þess- arar goðsagnakenndu hljómsveitar. Kom eintakið út á vegum Parlophone í Dan- mörku. Seljandinn er aftur á móti frá Brooklyn í Bandaríkjunum. Sú lélegasta á eBay Leikin heimildarmynd um hvað fór fram á bak við tjöldin við gerð Næturvaktarinnar verður frumsýnd á Vísir.is í dag. Þar má sjá viðtöl við þær persónur sem Jón Gnarr og Pétur Jóhann Sigfússon bregða sér í auk annarra sem koma við sögu í þáttaröðinni. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem íslenskur sjónvarpsþáttur nýtir sér netið á þennan hátt en þúsundir hafa kíkt á þau fjögur myndbrot úr þáttaröðinni sem eru á YouTube- vefsjónvarpssíðunni. Næturvaktin verður frumsýnd á Stöð 2 16. september. Baksviðs á Næturvakt

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.