Fréttablaðið - 06.09.2007, Side 69

Fréttablaðið - 06.09.2007, Side 69
Bandaríski leikarinn og tón- listarmaðurinn Leon leikur á móti íslensku R&B-söng- konunni Kenyu í myndbandi hennar við lagið This Is Real. Tökur á myndbandinu standa yfir hér á landi og er þar að sjálfsögðu notast við íslenska náttúrufegurð. Leon, sem starfrækir hljómsveit- ina Leon and the Peoples, hefur leikið í þekktum myndum á borð við Cliffhanger, Waiting To Exhale og Cool Runnings og er Kenya vitaskuld hæstánægð með að starfa með honum. „Umboðsmað- urinn minn úti er að vinna með honum og við ákváðum að leiða hesta okkar saman í þessu verk- efni,“ segir Kenya. Hljómsveit hans spilaði einnig undir hjá Kenyu á tónleikum hennar í New York á dögunum. Voru það fyrstu tónleikar hennar þar í borg og gengu þeir glimrandi vel að henn- ar sögn. Upptökum á fyrstu plötu Kenyu er að ljúka og kemur hún út fyrir jólin. Næstu tónleik- ar hennar verða á Iceland Airwaves- hátíðinni en þang- að til verður hún önnum kafin við gerð nýju plöt- unnar og fleiri myndbanda tengdum henni. Íslandsvinurinn Jude Law var handtekinn í London á þriðjudag eftir átök við paparazzi-ljósmynd- ara. Átökin voru skilgreind sem „árás“ á ljósmyndarann, en leikar- inn kunni reyndi að hrifsa mynda- vélina af honum. Atvik þetta átti sér stað fyrir utan heimili Law í Maida Vale í Vestur-London. Jude mætti síðar á lögreglustöð þar sem hann var formlega handtekinn. Fingraför leikarans voru tekin og ákveðið var að málið yrði tekið fyrir í næsta mánuði. Jude neitar sök. Hvorki hann né talsmaður hans vildu tjá sig um málið við fjöl- miðla í gær. Jude handtekinn Leikarinn gamalreyndi Sir Michael Caine hlaut verðlaun karlatímarits- ins GQ í Bretlandi fyrir æviframlag sitt til leiklistarinnar. Sir Michael, sem er 74 ára, hlaut verðlaunin fyrir hlutverk sín í myndum á borð við The Italian Job og Alfie. Simon Pegg, sem lék í Hot Fuzz, var valinn leikari ársins og James Blunt sólótónlistarmað- ur ársins. Verðlaunaafhendingin fór fram í konunglega óperuhúsinu í Covent Garden í London og var Sir Elton John kynnir kvöldsins. Rapparinn Kanye West var kjörinn besti erlendi listamaðurinn og Kaiser Chiefs var valin hljómsveit ársins. Best klæddi maðurinn var Johnny Borrell úr hljómsveitinni Raz- orlight. Caine heiðraður Námsmannaþjónusta Sparisjóðsins Við hjá Sparisjóðnum viljum vera í góðu sambandi við viðskiptavini okkar. Félagar í Námsmannaþjónustunni njóta persónulegrar þjónustu sem er sniðin að þörfum hvers og eins, auk góðra kjara og spennandi sértilboða. Við erum alltaf til í að ræða málin – ef sambandið er gott, gengur allt annað betur líka. Skoðaðu málið betur á www.spar.is til þess að komast í gott samband! Kominn í fast s amband LOKSINS SÁTTUR!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.