Fréttablaðið - 13.09.2007, Blaðsíða 68
komist áfram,“ sagði hann. „Núna er hún líklega
búin að eyðileggja feril sinn. Það er erfitt að snúa
aftur eftir svona frammistöðu.“
Britney var gjöreyðilögð þegar hún
steig af sviðinu og öskraði á sjálfa sig
baksviðs. „Hún er alveg í rusli. Hún var
mjög taugaveikluð og vissi að hún
klúðraði atriðinu,“ sagði kunningi
Britney. Annar heimildarmaður var á
sama máli: „Hún var virkilega
taugatrekkt. Það er langt síðan hún
kom síðast fram og hún var að
syngja í beinni útsendingu fyrir
framan kollega sína í tónlistar-
bransanum. Hún hreinlega fraus
fyrir framan alla.“
Simon Cowell, hinn óvægni dómari úr American
Idol og X-Factor, óttast að Britney Spears hafi
eyðilagt feril sinn með skelfilegri frammistöðu
á MTV-verðlaunahátíðinni.
Britney ætlaði að stimpla sig inn á
nýjan leik eftir mikinn vandræðagang á
undanförnum árum en hafði ekki erindi
sem erfiði. „Ef Britney hefði verið
skjólstæðingur minn hefði nægt
fyrir mig að horfa á hana æfa einu
sinni til að banna henni að stíga á
svið,“ sagði Cowell. „Það hefði
verið þess virði að láta hana
hætta við allt saman, svo hún ætti
möguleika síðar meir á að endur-
heimta feril sinn. Hún var ekki tilbúin í
þetta atriði á nokkurn hátt. Lagið var vitlaust,
ímynd hennar var röng og hún var illa undirbú-
in. Ef hún hefði sýnt þessa frammistöðu í
áheyrnarprufum fyrir X-Factor hefði hún ekki
Kvikmyndabálkurinn um Harry
Potter hefur slegið út James Bond
og Stjörnustríð sem sá tekjuhæsti í
sögunni. Myndirnar fimm um
galdrastrákinn knáa hafa þénað
um 290 milljarða króna víðs vegar
um heiminn. Bond er í öðru sæti
með 288 milljarða og í því þriðja er
Star Wars með um 275 milljarða
króna.
Enn á eftir að sýna tvær kvik-
myndir um Harry Potter. Sú næsta
kemur út á næsta ári og sú síðasta
2010. „Það er frábært að sjá vöru-
merkið Harry Potter ná þessum
stalli. Það verður fróðlegt að sjá
hversu langt það mun komast undir
lok áratugarins,“ sagði starfsmað-
ur framleiðandans Warner Bros.
Fyrsti hauststormurinn hefur
væntanlega ekki verið mörgum
gleðigjafi, en verktökum við
Smáratorg er hann sérstaklega
óvelkominn. Þar stendur hæsti
krani landsins, enda verið að reisa
hæstu byggingu landsins. „Við
erum stopp út af veðri, við getum
ekkert notað kranann,“ sagði
Júlíus Finnsson, verkefnisstjóri
Jáverka í Smáratorgi. Starfsmenn
sitja þó ekki auðum höndum á
meðan, þar sem af nægum verk-
efnum er að taka.
„Það er aðallega rokið sem
hefur haft þessi áhrif. Það munar
alveg um fjórum, fimm metrum á
sekúndu á jörðinni og uppi í
krana,“ útskýrði Júlíus, en kran-
inn er 110 metrar á hæsta punkti.
„Við höfum ekki híft í meira roki
en svona sautján metrum á sek-
úndu,“ sagði Júlíus, en í gær náðu
verstu vindhviðurnar um 24 metr-
um á sekúndu. „Við erum með
vindmæli þarna uppi,“ útskýrði
hann.
Júlíus átti von á því að veðrið
myndi versna í nótt, en hafði
engar áhyggjur af því að kraninn
sjálfur myndi haggast. „Það þarf
töluvert meira til að hann velti
eða eitthvað í þá áttina,“ sagði
hann. „Í svona roki snýr hann sér
hins vegar bara undan vindi og
tekur ekkert á sig, svo það er ekki
hægt að snúa honum neitt,“ benti
hann á.
Verklok eru áætluð í byrjun
október og sagði Júlíus að frekari
hauststormar gætu sett strik í
reikninginn. „Ef við fáum góð-
viðri aftur gengur þetta,“ sagði
hann vongóður.
Hauststormur stoppar vinnu
Britney kæmist ekki áfram í X-Factor
Sex and the City kvikmynd-
in er nú að verða að veru-
leika, en aðdáendur þáttar-
aðarinnar hafa beðið í þrjú
ár eftir því að sá draumur
yrði uppfylltur.
Óskarsverðlaunahafinn og söngs-
tjarnan Jennifer Hudson hefur
tekið að sér hlutverk í væntan-
legri Sex and the City kvikmynd,
en þar mun hún leika aðstoðar-
konu Carrie Bradshaw. Sarah
Jessica Parker leikur Carrie, eins
og áður. Ekki er langt síðan til-
kynnt var að Chris Noth
myndi snúa aftur í hlut-
verki Mr. Big, en á sama
tíma spurðist út að sögu-
þráður kvikmyndarinnar
gerði ráð fyrir því að
hann og Carrie hefðu
flutt undir sama þak.
Hudson er því eingöngu
annar leikarinn sem
hefur tilkynnt
þátttöku sína í
verkefninu, fyrir
utan stjörnurnar
fjórar; Parker,
Cynthiu Nixon,
Kristin Davis og
Kim Cattrall.
Söguþræði
kvikmyndarinnar
hefur verið hald-
ið leyndum með
öllum tiltækum ráðum, en ráðning
Hudson þykir sýna fram á að
Carrie hafi klifrað upp metorða-
stigann síðan áhorfendur skildu
síðast við hana. Fjögur ár eiga að
hafa liðið frá þeim tíma að fjór-
eykið kvaddi áhorfendur þar til
þráðurinn er tekinn upp að nýju í
kvikmyndinni.
Enn hefur ekki verið staðfest að
Evan Handler, David Eiginberg
eða Jason Lewis, sem leika eigin-
menn eða kærasta hinna söguhetj-
anna þriggja, muni taka þátt í
kvikmyndinni.
Tökur eiga þó að hefjast á Man-
hattan í næstu viku, og von-
ast aðdáendur nú til að
athygli paparazzi-ljós-
myndara geti varpað
einhverju ljósi á sögu-
þráðinn.
Sex and the City
kvikmyndin verður
frumsýnd á næsta
ári.
Sklep bedzie zamkniety