Fréttablaðið - 13.09.2007, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 13.09.2007, Blaðsíða 64
Kaldastríðshetjan John Rambo dustar rykið af hár- bandinu fræga og tvískipta hnífnum því Lionsgate- fyrirtækið hefur tilkynnt að fjórða myndin um Víetnam- hermanninn verði frum- sýnd 23. janúar. Hafi einhver haldið að bandaríska þjóðin væri búin að fá nóg af blóðsúthellingum og vondum körl- um í heimi hryðjuverka þá skjátlast þeim hinum sama hrapallega. Rambo á sér einhvern furðulegan stað í hjörtum íbúa stórveldisins og víðar en yfir hálf milljón manna hefur skoðað myndbrot úr nýjustu myndinni á You Tube. Þetta undarlega dálæti á morðóða Víetnam-hermanninum er ef til engin tilviljun. Rambo er einfari sem svífst einskis til að bjarga bandarískum sakleysingjum úr klóm illvirkja, hvort sem það eru spilltir landar hans eða uppivöðslu- samir kommúnistar frá Sovétríkj- unum sem eru ógn við öryggið. Ron- ald Reagan, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir miklu dálæti á hæfileikum Rambos og taldi að það ættu að vera fleiri slíkir hjá bandaríska hernum. Menn eins og Rambo voru óskabörn banda- ríska herveldisins á tímum kalda stríðsins og best til þess fallnir að lúskra allrækilega á rauðu hætt- unni í austri. Þegar Rambo: First Blood kom út árið 1982 vissu menn varla hvaðan á þá stóð veðrið. Hún náði að hala inn ágætis upphæðum í kassann þótt gagnrýnendur, oftar sem áður þegar Stallone var ekki í hlutverki Rocky, ættu varla nógu sterk orð til að rakka myndina niður. Hollywood fann þó peningalyktina og önnur myndin, Rambo: First Blood II fór í framleiðslu. Þar fer Rambo á forn- ar slóðir í Víetnam og er gert að hafa uppi á stríðsföngum sem eiga að vera í haldi hjá Víetkong-liðum. Þegar Rambo finnur félaga sína ákveða heryfirvöld að málinu skuli sópað undir teppið og Rambo „hverfa“ af yfirborði jarðar. En eins og segir svo skemmtilega í einni af kynningarlínum myndarinnar; „þeir sendu hann af stað í verkefni og vildu að honum mistækist. En þeir gerðu ein mistök. Þeir gleymdu að þetta var Rambo.“ Í þriðju mynd- inni var Rambo síðan mættur til Afganistans og barðist þar við hlið Mujahideen-andspyrnuhreyfingar- innar gegn uppivöðslusömum Rúss- um. Og reyndi þar að auki að bjarga vini sínum úr haldi Sovétmanna. Hið skemmtilega er að í Mujahid- een-hreyfingunni á sínum tíma hlaut maður að nafni Osama bin Laden sína þjálfun í herkænsku undir dyggri stjórn Bandaríkja- manna. Rambo er ekki bara hetja af hvíta tjaldinu heldur fyrirbæri í popp- kúltúr sem varð vinsælt á tímum kalda stríðsins og táknmynd banda- rísks stríðsreksturs. Og þótt hetjan hafi horfið af yfirborði jarðar þegar þiðnaði í samskiptum stórveldanna þá var hún augljóslega ekki gleymd því á netinu má sjá núverandi for- seta heimsveldisins, George W. Bush, í hlutverki Rambos, hins morðóða hermanns sem svífst einskis til að klára áætlunarverk sitt og skiptir varla skapi þótt sak- laus fórnarlömb falli fyrir byssu- kúlum í þágu bandarískra þegna og frelsis þeirra. Samkvæmt Heims- metabók Guinness hafa til að mynda aldrei verið framin fleiri ofbeldis- verk í einni og sömu myndinni og Rambo þrjú, en þar voru yfir 108 manneskjur drepnar og meira en 200 ofbeldisverk sjást í myndinni. Og margir höfðu spáð því að Stall- one myndi halda til Afganistans á nýjan leik til að hafa uppi á hryðju- verkamönnum sem flugu á Tvíbura- turnana, svona í ljósi heimsmynd- arinnar og til þess að koma „rambó-ískum“ hugsunarhætti aftur inn í bandarískt þjóðfélag. En svo verður ekki. Í fjórðu myndinni snýr hetjan aftur til starfa eftir að hafa verið í sjálfskipaðri útlegð og er falið að hafa uppi á hópi kristinna trúboða sem týnast í skógum Burma og fer þangað ásamt þungvopnuð- um málaliðum. Þar bíður þeirra hins vegar ekkert annað en fljúg- andi byssukúlur, sprengju- og eld- vörpur að ógleymdum boganum fræga sem kemur víst töluvert við sögu. Grét yfir snjóflóðinu í Kaldaljósi H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 0 7 -1 2 3 2 A uk ab ún að ur á m yn d: á lfe lg ur 4 Gb iPod Nano fylgir öllum nýju m Volkswagen Fo x. Fox iPod Bluetooth Kostar bara 18.965 kr. á mánuði miðað við 50.000 kr. útborgun og bílasamning SP Fjármögnunar í 84 mánuði. Verð 1.390.000 kr. HEKLA Laugavegi 172-174 · sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi Volkswagen Fox er grænn bíll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.